Fóru yfir heilbrigðismálin í Eyjum með ráðherra

Bæjarráð Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum þann í janúar að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að fara yfir stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum. Sá fundur var sl. mánudag í heilbrigðisráðuneytinu. Á fundinum var farið yfir mönnun grunnþjónustu HSU í Vestmannaeyjum og stöðu starfsstöðvarinnar almennt. Staða sjúkraflugs og sjúkraþyrlu var rædd og hvort fyrirsjáanlegar breytingar væru […]
Vilja fund með Vegagerðinni til að fara yfir stöðuna í Landeyjahöfn

Bæjarráð Vestmannaeyja fór yfir stöðuna í samgöngum á milli lands og Eyja á fundi sínum í gær. Í síðustu viku var tilkynnt að innviðaráðuneytið hafi tryggt Vegagerðinni fjármagn til að framlengja samningi við Mýflug og var ríkistyrktu flugi til Vestmannaeyja þannig framlengt um tvær vikur og flogið fram í miðjan mars. Samgöngur við Vestmannaeyjar hafa […]
Jafntefli fyrir norðan

ÍBV sótti KA heim í gær í Olísdeild karla. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn leiddu í leikhléi 19-17. ÍBV komst tveimur mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiks en KA jafnaði og var jafnræði með liðunum það sem eftir lifði leiks. KA-menn skoruðu síðasta mark leiksins þegar um hálf mínúta var eftir […]
Ekki lengur við það unað að Landeyjahöfn nýtist ekki eins og vonir stóðu til

Samgöngur milli lands og Eyja bar á góma í störfum þingsins á Alþingi í dag. Það var Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sem tók þar til máls og gerði að umtalsefni stöðu samgangna á milli lands og Eyja. Karl Gauti sagði þar að samgöngur við Vestmannaeyjar hafi komið enn og aftur til umræðu um síðustu […]
Herjólfur fellir niður seinni ferðir dagsins

Seinni ferðir dagsins sem áætlaðar voru frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45 falla niður vegna veðurs – og sjólags. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnarmeðlima í huga, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá […]
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig í Suðurkjördæmi

Í gær voru birtar niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga þær að fylgi Samfylkingarinnar eykst um ríflega fjögur prósentustig á sama tíma og fylgi Miðflokks minnkar um tæplega þrjú prósentustig og fylgi Flokks fólksins og Viðreisnar minnkar um rúmlega tvö prósentustig. Breyting á fylgi annarra flokka milli mælinga er 0,1-1,0 […]
„Ölduhæðin 10 metrar og djöflagangurinn engu líkur”

Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær og Bergur VE landaði þar í dag. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar í dag. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, talaði mest um veðrið. „Það er ekki einleikið hvernig veðrið lætur við okkur þessa dagana. Það hefur í sannleika sagt verið djöfullegt. Janúar var […]
Mæta KA fyrir norðan

19. umferð Olísdeildar karla hefst í dag þegar fram fara fjórar viðureignir. Á Akureyri taka KA-menn á móti ÍBV. Eyjamenn í sjötta sæti með 19 stig en KA er í níunda sæti með 12 stig. Flautað verður til leiks klukkan 19.00 í KA heimilnu í kvöld. Leikir dagsins: þri. 04. mar. 25 19:00 19 KA […]
Eydís kveður Vinnslustöðina eftir rúman aldarfjórðung

Særún Eydís Ásgeirsdóttir hóf störf hjá Vinnslustöðinni 1997 sem verkakona í fiskvinnslu. Eydís vann í Vinnslustöðinni nær óslitið til dagsins í dag. Tók sér örstutta pásu þegar hún flutti frá Eyjum. Hún hefur verið umsjónarkona á kaffistofu Vinnslustöðvarinnar í ein 10 ár. Eydís fer yfir starfsferilinn og uppvöxtinn í ítarlegu viðtali á Vinnslustöðvarvefnum. Grípum niður […]
Óbreytt ráðgjöf eftir síðustu loðnumælingar

Uppsjávarveiðiskipin Aðalsteinn Jónsson og Polar Ammassak voru í samvinnu við Hafrannsóknastofnun við loðnurannsóknir í síðustu viku. Markmiðið var að kanna hvort meira af loðnu hefði skilað sér inn á norðvesturmið síðan loðnumælingar fóru fram þar í fyrri hluta febrúarmánuðar. Magn af loðnu sem mældist nú var ívið lægra en fyrri mælingin og því ljóst að […]