Lægðin í beinni

Klukkan 16.00 tók gildi rauð viðvörun á Suðurlandi og gildir hún til klukkan 20.00. Aftur er svo rauð viðvörun í fyrramálið. Hér að neðan má fylgjast með lægðinni ganga yfir landið. (meira…)
Fjarskiptalæknir bráðaþjónustu á sólarhringsvakt vegna illviðris um allt land

Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samráði við Landspítala að tryggja sólarhringsmönnun fjarskiptalæknis bráðaþjónustu meðan illviðri gengur yfir landið. Í gildi eru rauðar veðurviðvaranir um allt land. Ljóst er að við slíkar aðstæður geta samgöngur farið úr skorðum sem getur gert sjúkraflutninga torvelda eða ómögulega meðan ástandið varir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Hlutverk […]
Hættustig Almannavarna á öllu landinu nema Vestfjörðum

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum lýsir yfir hættustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn. Hættustig Almannavarna gildir frá og með 15:00 í dag. Veðrið gengur yfir landið á mismunandi tíma með mismiklum áhrifum og er fólk hvatt til að fylgjast […]
Þyrla Gæslunnar lenti á Hamrinum

Óveður er skollið á í Eyjum og er nú í gildi appelsínugul viðvörun. Klukkan 16 tekur rauð viðvörun gildi. Landhelgisgæslan var kölluð út í hádeginu til að sinna sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar var þyrlan kölluð út vegna veikinda en sjúkraflugvél gaf verkefnið frá sér vegna veðurs. „Þyrla Gæslunnar lenti á […]
Rauðar viðvaranir: Ofsaveður í vændum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauðar viðvaranir á landinu öllu að Vestfjörðum undanskildum. Rauð viðvörun tekir gildi klukan 16.00 á Suðurlandi. Í viðvörunarorðum segir: Sunnan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 45 m/s. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra. Vatnavextir líklegir og raskanir á […]
Fresta leikjum kvöldsins

Þar sem Verðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun fyrir stóran hluta landsins hefur Handknattleikssamband Íslands tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim leikjum sem fram áttu að fara í kvöld. Á vef Veðurstofunnar kemur fram: “Sunnan 28-33 m/s og hvassara í vindstrengjum. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt […]
Aglow samveran fellur niður – uppfært

Aglow samvera verður í kvöld 5. febrúar kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Við munum eiga gott samfélag saman. Byrjum með hressingu, syngum saman og heyrum uppörvandi boðskap. Lilja Óskarsdóttir mun tala til okkar og verður áhugavert að heyra í henni. Lilja er kennari og hjúkrunarfræðinur og hefur starfað víða m.a. verið kristniboði í Afríku. Lilja […]
Guðrún Hafsteinsdóttir boðar til fundar

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur boðað til fundar um næstu helgi, en skorað hefur verið á hana að undanförnu að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Í tilkynningu frá Guðrúnu segir að hún telji rétt að taka samtal við flokksfélaga sína og boðar þá til fundar í Salnum í Kópavogi á laugardaginn kemur. Tilkynning Guðrúnar í heild […]
Ófært til lands

„Því miður falla niður allar siglingar í dag vegna veðurs og sjólags. Þar með taldar ferðir frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá símtal frá fulltrúum okkar til þess að færa bókun sína,” segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. […]
ÍBV sigraði Fjölni

15. umferð Olís deildar karla var leikin í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins mættust botnlið Fjölnis og ÍBV í Grafarvogi. Jafnræði var með liðunum framan af leik en jafnt var í leikhléi 12-12. Þegar skammt var til leiksloka sigu Eyjamenn fram úr og sigruðu með fjórum mörkum, 26-30. Sigur ÍBV þýðir að liðið er nú […]