Núna um helgina átti bæjarstjórn fund með Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra um stöðu samgangna og framtíðina hvað þær varðar. Á fundinum lýstum við bæjarfulltrúar skoðunum okkar og stefnu eins og hún hefur verið samþykkt á almennum borgarafundi og á fundum bæjarstjórnar. Ráðherra tók vel í þær hugmyndir og hjá honum kom fram vilji til að núverandi Herjólfur yrði áfram til staðar a.m.k. fyrst um sinn þegar ný ferja hefur siglingar 2018. Bæjarstjórn ítrekaði fyrri kröfu sína um að rekstur ferjunnar yrði í höndum heimamanna, ráðherra tók sömuleiðis jákvætt í þá kröfu. Bæjarstjórn ítrekaði einnig kröfu sína um að sama fargjald verði í báðar hafnir og að áfram verði haldið að vinna að úrbótum á Landeyjarhöfn. �?að var gott að finna að ráðherrann var á sömu bylgjulengd í þessu máli og ræddi málin af skynsemi við bæjarstjórn.
Fjölgun ferða í sumaráætlun eru skref í rétta átt og verður það vonandi eitt skref af mörgum sem tekin verða á næstunni. Orð eru til alls fyrst og mikilvægt að við Eyjamenn fjölmennum á opinn fund um samgöngur sem haldin verður núna í vikunni. �?ar mun Jón ávarpa fundinn. Aðrir framsögumenn og gestir verða: Jóhannes Jóhannesson skipaverkfræðingur, Sigurður Áss Grétarsson hafnarverkfræðingur, Friðfinnur Skaptason formaður stýrihóps um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og ýmsir fleiri sem gegna ábyrgðahlutverki í samgöngum á sjó við Vestmannaeyjar. Höfuðáhersla verður lögð á að kynna hið nýja skip sem nú er byrjað að smíða og þróun Landeyjahafnar.
Kjörið tækifæri fyrir okkur bæjarbúa til að fá svör við brennandi spurningum og koma óskum og ábendingum beint og milliliðalaust til þeirra sem með málið fara. Fundurinn er á miðvikudaginn 24. maí, kl. 18:30 í Höllinni og hvet ég alla til að mæta.
Við Eyjamenn þekkjum að okkar stóru sigrar hafa ætíð verið unnir á forsendum bjartsýni, krafts og samstöðu. �?að þekkjum við bæði úr íþróttalífinu rétt eins og í öllum helstu framfaramálum samfélagsins. Stöndum saman �?? framtíðin er núna.
Trausti Hjaltason
bæjarfulltrúi.