Frekar rólegt var hjá lögreglu í vikunni og ekkert um alvarleg mál sem upp komu. Þá gekk skemmtanahald helgarinnar ágætlega og engin vandræði við skemmtistaði bæjarins. Eitthvað var þó um kvartanir vegna hávaða í heimahúsum og þá þurfti lögregla að aðstoða fólk til síns heima sökum ölvunarástands þess.