�??Vestmannaeyjar er sá staður á Íslandi sem snertir hvað mest færeysku taugarnar, eyjasamfélag þar sem allt snýst um að veiða fisk, vinna fisk og selja fisk. �?ar finnst mér ég eiga heima. Nú rætist líka langþráður draumur um að upplifa íslenskan sjómannadag í Eyjum!�??
�?li Samró er menntaður viðskiptafræðingur og sjálfstæður ráðgjafi í sjávarútvegi í Færeyjum og um allan heim. Hann skrifaði og gaf út í fyrra bók um fiskveiðistjórnun og fiskveiðipólitík í 17 ríkjum víða um heim og í Evrópusambandinu að auki, og byggði þar mest á eigin reynslu og þekkingu. Bókin vakti mikla athygli í Færeyjum, enda sú fyrsta sinnar tegundar um efni sem er sjóðheitt í umræðunni víða, ekki síst á Íslandi.
Núna um sjómannadagshelgina kemur bókin hans, Fiskveiðar�??fjölbreyttar áskoranir, út á íslensku í þýðingu Hjartar Gíslasonar blaðamanns.
�?li kemur til Eyja, kynnir ritið og situr fyrir svörum í Einarsstofu í Safnahúsinu á sjómannadaginn 11. júní kl. 17. �?angað eru allir velkomnir.
�??�?g fjalla mest um og ber saman fiskveiðistjórnunina á Íslandi, í Færeyjum, Noregi og á Falklandseyjum og legg mig eftir því að skýra kjarna máls á sem skiljanlegastan hátt fyrir hvern sem er. Mamma mín las yfir alla kafla bókarinnar í handriti og er eftir það vel viðræðuhæf um mismunandi fiskveiðistjórnun í heiminum! Ef hún hnaut um eitthvað sem erfitt var að skilja reyndi ég að útskýra betur og einfalda hlutina þar til hún var með á nótunum og kinkaði kolli.�??
�?að er einmitt þessi einfalda og skýra framsetning sem vakti áhuga í Færeyjum og ekki síður hitt að bókin er efnislega einstök sinnar tegundar. Hún hefur nú verið þýdd á norsku til útgáfu í haust og kemur fljótlega út á ensku líka. �?li hefur búið til og haldið námskeið í Færeyjum um fiskveiðipólitík og notað bókina sem grunnefni fyrir þátttakendur. Hann hyggst bjóða sambærileg námskeið á Íslandi síðar í júnímánuði.
Engu er líkara en �?li hafi skrifað bókina sína með samfélagsumræðu á Íslandi í huga en það er ekki alveg svo. Hann hefur oft komið til Íslands og þekkir vel til eilífra deilna um íslenskan sjávarútveg. Mörg kunnugleg álitaefni koma strax fyrir við lesturinn og lesandinn verður margs vísari. Bókin á því erindi við alla sem láta sig sjávarútveg og sjávarútvegsumræðu varða. Dæmi:
�?� Hver á fiskinn í sjónum? �?� Er aflamarkskerfi endilega besta lausnin? Hverju ætti helst að breyta og hvernig? �?� Á að úthluta aflaheimildum eftir aflareynslu eða bjóða þær upp á opnum markaði?
�?� Á að leyfa útlendingum að eiga fiskiskip eða aflaheimildir?