Bekkjabílaakstur verður með hefðbundnu sniði á Þjóðhátíð Vestmannaeyja, en til umræðu hefur verið að banna þá hefð að hátíðargestir séu fluttir á yfirbyggðum vörubílspalli. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum, segir að akstur bílanna sé á gráu svæði með tilliti til laga. Komið hafi verið til móts við beiðni Þjóðhátíðarnefndar að leyfa aksturinn þar sem ekki hafi staðið til að fólksflutningar færu fram með öðrum hætti, en síðustu tvö ár hafa verið gerðar tilraunir með akstur strætisvagna á Þjóðhátíð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst