Vill einstefnu frá Tangagötu að Básaskersbryggju

Gata Bryggja 20250508 073604

Dóra Björk Gunnarsdóttir fyrir hönd Vestmannaeyjahafnar lagði fram – á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs – til kynningar tillögu að tilraunaverkefni þar sem einstefna yrði frá Tangagötu að Básaskersbryggju við smábátahöfn. Tillagan er til þess fallin að bæta umferðaröryggi við Vigtartorg samhliða aukinni þjónustu við skemmtiferðaskip og ferðamenn á torginu. Í skýringum með tillögunni segir […]

Um 23 þúsund tonn af kolmunna á land í Eyjum

Gullberg OPF 20250422 134754 (1)

Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar segir í samtali við Eyjafréttir að Vinnslustöðin hafi farið aftur af stað í kolmunna í byrjun apríl.  „Síðan þá hafa veiðarnar gengið mjög vel og Gullberg var að klára að landa þriðja farminum í síðustu viku.” Þegar við heyrðum í Sindra í lok síðustu viku var Huginn í sínum þriðja […]

Heimaey VE seld til Noregs

Heimaey VE TMS 20210304 085721

Ísfélag hf. hefur selt Heimaey VE til norska félagsins Andrea L AS. Skipið mun halda í síðasta sinn úr heimahöfn í Eyjum í kvöld. Áfangastaðurinn er Maloy en þar verður skipið afhent norskum kaupendum í næstu viku. Heimaey var smíðuð fyrir Ísfélagið og var afhent félaginu árið 2012. Skipið var smíðað í skipasmíðastöðinni Asmar í […]

„Menn vilja spara þorskinn”

hift_bergur_DSC_2920

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum á laugardaginn og systurskipið Vestmannaey VE landaði þar einnig fullfermi í fyrradag. Bæði skip lögðu áherslu á ýsuveiði, segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, lét vel af túrnum. „Við tókum aflann á Víkinni og þetta var mest ýsa en töluvert af þorski með. […]

Aglow í Stafkirkjunni í dag

20200905_194951

Gleðilegt sumar! Aglow samveran verður með öðru sniði núna, í dag 7. maí ætlum við að koma saman í Stafkirkjunni kl. 17.00 og eiga góða stund. Við munum syngja saman, Kitty og  konur úr kirkjukór Landakirkju munu leiða okkur í söng . Við ætlum biðja fyrir bæjarfélaginu, málefnum landsins og blessa hvert annað út í  […]

ÍBV fær Gróttu í heimsókn

Eyja 3L2A1461

Fyrsti leikur 2. umferðar Lengjudeildar kvenna fer fram í dag. Það er viðureign ÍBV og Gróttu. Liðin mættust ekki alls fyrir löngu, þá í bikarnum. Eyjaliðið vann þá öruggann sigur. Bæði þessi lið töpuðu í fyrstu umferð. Grótta á heimavelli gegn HK og ÍBV á útivelli gegn sameiginlegu liði Grindavík og Njarðvík. Leikurinn í kvöld […]

Ívar Bessi áfram í Eyjum

Ívar Bessi hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild ÍBV. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að samningurinn gildi út tímabilið 2027. Ívar Bessi hefur leikið allan sinn feril með ÍBV og hefur hægt og rólega unnið sig inn sem mikilvægur hlekkur í liði liðsins. Ívar Bessi lék í vetur 11 leiki með meistaraflokki félagsins […]

Listaverka-samningur opinberaður

Kulan Listaverk Skjask

​Vestmannaeyjabær hefur afhent Eyjafréttum samning sveitarfélagsins við Ólaf Elíasson um gerð minnisvarða um Vestmannaeyjagosið. Bæjaryfirvöld neituðu í fyrra að afhenda Eyjafréttum öll gögnin líkt og rakið var fyrir helgi hér á síðunni og var þar farið yfir úrskurð sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp nýverið í málinu. Þessu tengt: Bærinn skal afhenda Eyjafréttum gögnin Gögnin verða því […]

Leiðréttingin leiðrétt

Samantekt Í lok mars síðastliðnum héldu atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra blaðamannafund undir yfirskriftinni Veiðigjöld í sjávarútvegi leiðrétt.  Þar var m.a. fjallað um verðlagningu makríl og mun á Íslandi og Noregi. Í þessari grein varpa ég ljósi á: Rangan samanburð á afurðaverði makríls í greinargerð með frumvarpi um veiðigjald vegna þess að: Borið er saman verð á […]

Strandveiðar hafnar – myndir

Strand­veiðar hófust í dag. Veiðitímabilið stend­ur yfir í 48 daga. Gefin hafa verið út 775 ­leyfi í ár og er þetta er metfjöldi báta á strandveiðum. Til samanburðar lönduðu 756 bátar afla á strandveiðum í fyrra. Strandveiðarnar virka þannig að bátar mega veiða í maí, júní, júlí og ágúst. Veiða má 12 daga í hverjum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.