Handboltavertíðin gerð upp hjá ÍBV

Handboltavertíðin var gerð upp hjá ÍBV á föstudaginn var. Þar komu saman leikmenn, þjálfarar, stjórn, starfsmenn og velunnarar ÍBV til að gera upp nýliðinn handboltavetur. Veislan hófst á glæsilegum veislumat. Síðan var komið að verðlaunaafhendingu. Þar fengu eftirtaldir leikmenn verðlaun. Meistaraflokkar Best: Birna Berg Haraldsdóttir. Fréttabikarinn – efnilegust: Ásdis Halla Hjarðar. Mestu framfarir: Bernódía Sif […]

Frönsk útgáfa á Tyrkjaránssögum

Karl Smári Hreinsson Nú fyrir skömmu kom út frönsk þýðing á Reisubók séra Ólafs Egilssonar ásamt öðrum samtímaheimildum um Tyrkjaránið á Íslandi. Bókin er langítarlegasta verk sem gefið hefur verið út umTyrkjaránið frá því að Sögufélagið gaf út bókina Tyrkjaránið á Íslandi á árunum 1906-1909. Þýðinguna gerðu Karl Smári Hreinsson og Adam Nichols en þeir […]

Jason semur til þriggja ára

Jason Stefánsson hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild ÍBV. Samningurinn er til þriggja ára eða út tímabilið 2028, að því er segir í tilkynningu frá klúbbnum. Jason hefur leikið allan sinn feril með ÍBV og hefur hægt og rólega unnið sig inn sem miklivægur hlekkur í leik liðsins. Jason lék í vetur 22 leiki […]

LAXEY lýkur 19 milljarða fjármögnun

default

Í síðustu viku lauk LAXEY hlutafjáraukningu upp á 5 milljarða króna, sem samsvarar um 35 milljónum evra. Þetta er stórt skref í átt að markmiði félagsins um að ná árlegri framleiðslu upp í 10.000 tonn af hágæða landeldislaxi. Jafnframt hefur fyrirtækið gert langtímasamkomulag við Arion banka sem felur í sér bæði endurfjármögnun og stækkun á […]

Eyjastelpur í eldlínunni í Eistlandi

Kristín Klara Óskarsdóttir og Lilja Kristín Svansdóttir, leikmenn ÍBV hafa síðustu daga leikið með U16-ára landsliði Íslands í knattspyrnu á þróunarmóti UEFA í Eistlandi. Á vefsíðu ÍBV segir að þær hafi báðar leikið í öllum leikjunum þremur og spiluðu sínar stöður virkilega vel, Lilja var mest í hægri bakvarðarstöðunni en Kristín lék einnig þar, auk […]

Sjötti flokkur karla tryggði sér Íslandsmeistaratitil

Sjötti flokkur karla í handbolta tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitil eftir þeirra síðasta leik á tímabilinu, en þeir tryggðu sér einnig bikarmeistara titil í mars síðastliðnum. Strákarnir hafa átt glæsilegt tímabil, en þarna eru á ferð margir ungir og efnilegir leikmenn. Liðið hefur einungis tapað einum leik á tímabilinu undir öflugri leiðsögn Dóru Sifjar Egilsdóttur, […]

Spútnikliðin mætast í Eyjum

Fimmta umferð Bestu deildar karla hefst í dag með þremur leikjum. Í fyrsta leik dagsins mætast spútniklið deildarinnar, ÍBV og Vestri. Liðunum var báðum spáð falli úr deildinni í spá fulltrúa félaga í Bestu deild karla rétt fyrir mót. Hins vegar hafa bæði lið farið vel af stað og eru þau í þriðja til fjórða […]

Rífandi gangur í saltfiskvinnslu VSV

VSV IMG 7682

„Núna í lok apríl náðum við þeim áfanga í saltfiskvinnslu VSV að hafa unnið úr 5000 tonnum af hráefni á yfirstandandi vetrarvertíð. Það er að langstærstum hluta þorskur sem er saltaður fyrir Portúgalsmarkað en einnig er hluti af þorsknum sem fer til Spánar. Að auki vinnum við ufsa til söltunar en hann endar á mörkuðum […]

Puffin hlaupið í sól og blíðu

The Puffin Run, víðavangshlaupið vinsæla í Vestmannaeyjum fór fram í áttunda sinn í dag. Þar hlupu um 1600 manns 20 kílómetra leið um stórbrotið landslag Heimaeyjar með útsýni yfir eyjar og sund, ýmist sem einstaklingar, í tveggja manna boðhlaupi eða fjögurra manna liðum. Fjöldi manns kom að mótinu sem tíma- og brautarverðir og skemmtu sér […]

Kvennafrídagsins minnst á 1. maí

Drífandi stéttarfélag fagnaði 1. maí í Akóges þar sem þess var sérstaklega minnst að í ár eru 50 ár liðin frá Kvennafrídeginum. Vel var mætt og margt í boði, bæði í orði og tónum auk veglegra veitinga. Guðný Björk Ármannsdóttir, brottflutt Eyjakona flutti ávarp dagsins þar sem 50 ára afmæli Kvennafrídagsins var meginþemað. Tekið var […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.