Öflug sveit kölluð til hjá ÍBV -B

Guðmundur Ásgeir Grétarsson, sem á og rekur ÍBV -B kallaði til blaðamannafundar í Gofskálanum 1. maí. Þar greindi hann frá helstu áherslum fyrir næsta tímabil og hverja hann hefur kallað til leiks og starfa. Er valinn maður í hverju rúmi og verður áhugavert að fylgjast með liðinu á komandi tímabili. Þá sem hann nefndi eru […]

Fyrsti deildarleikurinn hjá stelpunum

Í dag hefst Lengjudeild kvenna, en þá fer fram heil umferð. Klukkan 14.00 tekur sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur á móti ÍBV. Leikið er á gervigrasinu í Nettóhöllinni. ÍBV lék á dögunum gegn Gróttu í bikarnum og unnu þar sannfærandi sigur. Vonandi heldur liðið áfram á sigurbraut. Leikir dagsins: (meira…)

Apríl aldrei eins stór í flutningum

farthega_opf

Herjólfur hefur aldrei flutt eins marga farþega og bíla í apríl eins og á þessu ári. Farþegafjöldi fór í fyrsta sinn yfir 30 þúsund og var farþegafjöldi 31.682 í mánuðinum. Í fyrsta sinn fór fjöldi bifreiða yfir 10 þúsund en Herjólfur flutti 10.026 bíla í apríl. Það sem skýrir þennan aukna fjölda er einkum og […]

Hásteinsvöllur í dag

K94A2145

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að undirlagi Hásteinsvallar. Til stendur að setja gervigras á völlinn. Nú má segja að lokaáfanginn sé að hefjast. Samið var við fyrirtækið Laiderz ApS um kaup á gervigrasinu og lagningu þess. Búist er við að búið verði að leggja grasið síðar í þessum mánuði. Halldór B. Halldórsson gerði sér ferð […]

Tæring í Eldheimum

Eldhe 8644804954690535892 La (2)

Gosminjasafnið Eldheimar var formlega opnað í lok maí 2014. Það er því að verða ellefu ára. Ritstjórn Eyjafrétta fékk nýverið ábendingar um að húsið væri farið að láta á sjá. Meðal annars er klæðning farin af norður-gaflinum og virðist sem festingarnar séu ónýtar sökum tæringar. Að sögn Brynjars Ólafssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar er […]

Veiðigjalda-frumvarpi dreift á Alþingi

Fundur FJR

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um leiðréttingu á veiðigjöldum hefur verið dreift á Alþingi að lokinni framlagningu í ríkisstjórn og meðferð þingflokka. Frumvarpið var birt í samráðsgátt frá 25. mars sl. til 3. apríl sl. Samtals bárust 112 umsagnir frá einstaklingum, fyrirtækjum, hagsmunaaðilum, sveitarfélögum, félagasamtökum og stofnunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar […]

Vel heppnuð kvenna- og karlakvöld knattspyrnu ÍBV

Í gærkvöldi hélt knattspyrnudeild ÍBV glæsileg kvenna- og karlakvöld. Konurnar komu saman í Agóges, en karlarnir í Golfskálanum. Dagskrá kvöldsins var fjölbreytt og skemmtileg á báðum stöðum og var boðið upp á trúbadorastemningnu, tónlistarbingó og happadrætti, svo eitthvað sé nefnt. Stefán Einar Stefánsson og Ásmundur Friðriksson voru meðal ræðumanna á karlakvöldinu. Myndasyrpu frá kvöldinu má […]

Eló er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025!

Það var Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs sem kynnti valið og skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur létt og skemmtileg lög þegar tilkynnt var um bæjarlistamann ársins í Eldheimum í morgun. Eló – Elíasabet Guðnadóttir er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025! Elísabet Guðnadóttir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1999 og ólst þar upp umvafin tónlistarlífi fjölskyldu sinnar. Hún lærði á hljóðfæri í […]

Bærinn skal afhenda Eyjafréttum gögnin

DSC_1569

Í gær kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð um mál sem Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjafrétta kærði til nefndarinnar og snýr að ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja beiðni hans um aðgang að samningi sveitarfélagsins við Ólaf Elíasson um gerð minnisvarða. Sjá einnig: Bærinn birtir ekki allan samninginn Strikað hafði verið yfir hluta af textanum samkvæmt beiðni viðsemjenda […]

Kalli úr Kolrössu og Sororicide gengur til liðs við hOFFMAN

Thumbnail IMG 3087

Karl Ágúst, þekktur úr hljómsveitunum Kolrössu og Sororicide, hefur nú tekið við trommusettinu hjá rokkhljómsveitinni hOFFMAN og leysir þar af hólmi Magna Frey. 1.maí gefur hOFFMAN út glænýtt lag, „90 Years“, sem verður hluti af væntanlegri plötu þeirra, sem kemur út síðar á árinu. Sveitin hefur síðustu misseri verið önnum kafin við að semja nýtt […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.