Fyrsta snókermót vetrarins

Tómstundarráð Kiwanisklúbbsins Helgafell stendur fyrir snókermóti á næstunni og er skráning hafin. Um er að ræða hið árlega Karl Kristmanns mót. Stefnt er að úrslitakvöldi 7. nóvember og ræðst mótafyrirkomulag að fjölda þátttakenda. Um einstaklingsmót með forgjöf er að ræða og er keppt í riðlum fram að útslætti. Ath. að hámarks forgjöf er 38. Mótsgjald […]

Hex Hex Dyeworks með litríka pop-up búð í Safnahúsinu

Áhugi á handavinnu breyttist í litríkt ævintýri þegar Ásdís Björk Jónsdóttir og Elfar B. Guðmundsson stofnuðu Hex Hex Dyeworks, sem framleiðir handlitað garn úr völdum efnum. Næsta laugardag opna þau litla pop-up búð í anddyri Safnahússins, þar sem gestir geta kynnt sér garnið og handverkið á bak við það. Hex Hex Dyeworks er lítið fjölskyldufyrirtæki […]

Lífleg skákkennsla hjá Taflfélagi Vestmannaeyja 

Taflfélag Vestmannaeyja 18.október Lagf

Skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vestmannaeyja er hafin og hefur farið vel af stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Taflfélagi Vestmannaeyja. Kennslan hófst um miðjan september og fer fram á laugardögum frá kl. 10:30–12:00 í húsnæði félagsins að Heiðarvegi 9, á jarðhæð. Á haustönn 2025 hefur verið tekið upp nýtt fyrirkomulag þar […]

Gagnrýnir bæinn vegna tafa og framkvæmda — bæjarráð hafnar beiðni um kaup

Althus 20251022 140023

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur hafnað beiðni Þrastar Johnsen um að sveitarfélagið kaupi eignir við Skólaveg 21B og Sólhlíð 17, verði byggingarleyfi fyrir þær ekki veitt. Málið tengist áralangri deilu um byggingarheimildir og aðgengi að Alþýðuhúsinu, sem Þröstur segir hafa orðið fyrir tjóni vegna framkvæmda. Götur lokaðar og aðgengi torveldað Í erindi Þrastar Johnsen, sem hann sendi […]

Marcel framlengir samning við ÍBV

Pólski markvörðurinn Marcel Zapytowski hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um tvö ár. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu félagsins. Zapytowski hefur verið einn af lykilmönnum ÍBV á tímabilinu og átt stóran þátt í sterkum varnarleik liðsins. Aðeins Íslandsmeistarar Víkings hafa fengið á sig færri mörk í Bestu deildinni í sumar. Marcel, sem […]

Bleiki dagurinn haldinn í dag

Í dag, miðvikudaginn 22. október, er bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur víða um land. Þá klæðast margir bleiku til að sýna samstöðu með þeim sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og til að minna á mikilvægi forvarna og stuðnings. Hér í Eyjum tóku margir þátt í deginum, meðal annars starfsfólk Skiplyftunnar sem klæddist bleiku í dag Hér […]

Hélt fyrst að þetta væri grín

lotto

Fyrsti vinningurinn í Lottó um síðustu helgi hljóðaði upp á heilar 172.467.020 krónur og var hann sá stærsti hingað til. Af þeim 16.892 vinningshöfum sem fengu vinninga voru tveir spilarar þó heppnastir allra er þeir skiptu með sér sjöföldum fyrsta vinningi og hlutu hvor um sig rúmlega 86,2 skattfrjálsar milljónir, segir í tilkynnnigu frá Íslenskri Getspá. […]

Kvennafrídagurinn

Kvennafridagur 1975 Sigurgeir J Mynd 15970

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku var tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 þar sem sveitarfélög eru hvött til að leggja sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitafélaginu kleift að taka þátt í kvennaverkfalli sama dag. Kvennaárið 2025 er tileinkað baráttu […]

ASÍ gagnrýnir harðlega niðurskurð og samráðsleysi stjórnvalda

asi_asi_is

Formannafundur Alþýðusambands Íslands 2025 lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu efnahags- og kjaramála og gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að velta byrðunum yfir á heimilin og tekjulægstu hópana. Áhyggjur af stöðu efnahagsmála Formannafundur ASÍ 2025 gagnrýnir harðlega niðurskurðarstefnu og samráðsleysi stjórnvalda og segir ríkisstjórnina ganga á réttindi og kjör launafólks. Formannafundur lýsir yfir vaxandi áhyggjum af stöðu […]

Farsæld barna í forgrunni á Suðurlandi

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að taka þátt í stofnun farsældarráðs á Suðurlandi og var bæjarstjóra falið að undirrita samstarfsyfirlýsingu fyrir hönd sveitarfélagsins. Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi stofnunar farsældarráðs á Suðurlandi í samræmi við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Stefnt er að því að samstarfsaðilar skrifi undir samstarfsyfirlýsingu á ársþingi […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.