Lundinn sestur upp

Fyrstu lundarnir settust upp í Vestmannaeyjum í gær. Sást til lundans í og við Kaplagjótu við Dalfjall í gærkvöldi. Lundinn er á sínu vanalega róli, því ef skoðuð eru síðustu ár þá má sjá að hann er að setjast upp á bilinu 13 til 19. apríl. Í Vestmannaeyjum er ekki síður talað um lundann sem […]

Páskadagskrá Landakirkju

Landakirkja TMS 20200823 194229

Páskadagskrá Landakirkju hefst í dag, skírdag. Hér að neðan má sjá dagskrá kirkjunnar yfir páskana. Skírdagur: Guðsþjónustan á skírdagskvöld endar á svokallaðri Getsemane-stund þar sem altarið er afskrýtt sem táknræn niðurlæging Krists. Skírdagur er frekar tregablandinn í kirkjunni og því litast guðsþjónustan nokkuð af því. Föstudagurinn langi: Nú í ár er lestur píslarsögunnar í höndum fermingarbarna og […]

Bikarleikur á Þórsvelli

Felix Ibvsp

32-liða úrslit Mjólkurbikarsins hefjast í dag. ÍBV fær Víking Reykjavík í heimsókn. Liðin mættust nýverið í deildinni og fóru Víkingar með sigur af hólmi þar. Eyjamenn eiga því harma að hefna. Leikurinn í dag verður á Þórsvelli þar sem unnið er að lagningu gervigrass á Hásteinsvelli. Leikið verður til þrautar í dag, en þess má […]

„Komið páskafrí hjá mannskapnum”

Sjorinn Opf

Togararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í heimahöfn á sunnudaginn að afloknum stuttum túr. Bæði skip voru að veiðum í um það bil einn og hálfan sólarhring og var aflinn rúmlega 60 tonn hjá hvoru skipi segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir enn fremur að togararnir hafi verið að veiðum rétt vestan […]

Feðgarnir Grétar og Guðjón

Ég byrjaði 1962 að vinna í rörunum og sjálfstætt frá árinu 1972. Ég lærði hjá Sigursteini Marinóssyni í Miðstöðinni. Þetta eru orðin heil 63 ár,“ segir Grétar Þórarinsson, pípulagningameistari sem enn er á fullu þó orðinn sé 84 ára. ,,Maður er kannski eitthvað farinn að slá af en áhuginn heldur manni gangandi,“ bætir hann við […]

Rofar til í þjóðlendumálinu?

Ellidaey_bjarnarey_lagf_20200914_184854

„Það er mat óbyggðanefndar að ríkið eigi ekki tilkall til þeirra eyja og skerja sem fyrir landi liggja og eru innan 2 kílómetra fjarlægðar frá fastalandinu, en slíkar eyjar og sker séu hlutar þeirra jarða sem næst liggja, svo framarlega sem staðhættir eða aðrar aðstæður mæli ekki gegn því. Þá telur óbyggðanefnd hugsanlegt að eignarréttur […]

Bæjarrölt í blíðunni

K94A2071

Það viðraði vel til bæjarrölts í Eyjum í gær. Halldór B. Halldórsson nýtti sér það og fór hann með myndavélina með sér. Þar sýnir hann okkur m.a. eitthvað af þeim framkvæmdum sem nú er unnið að hingað og þangað um eyjuna. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins

DSC_5694

Á morgun, skírdag verður hin árlega páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Mæting er í virkið á Skansinum og hefst leit stundvíslega kl.13:00. Allir eru velkomnir og eru barnafjölskyldur sérstaklega hvattar til mætingar. Markmiðið er að eiga góða samveru með fjölskyldunni, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Hlekkur á fésbókarviðburðinn er hér. (meira…)

Endurbætur á Oddfellow-húsinu

K94A2057

Undanfarna mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir á félagsheimili Oddfellow í Vestmannaeyjum. M.a. er verið að byggja við austugafl hússins. Halldór B. Halldórsson tók stöðuna á framkvæmdunum í dag og má sjá myndband frá heimsókninni hér að neðan. (meira…)

Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags

Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 17:00 í Týsheimilinu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Framboð til aðalstjórnar skulu berast til framkvæmdastjóra félagsins minnst 10 dögum fyrir boðaðan fund. Tilkynningar um framboð skulu því hafa borist fyrir miðnætti 19. apríl á ellert@ibv.is Tillögur að lagabreytingum skulu berast til aðalstjórnar minnst 10 dögum fyrir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.