ÍBV mætir botnliðinu í kvöld

Olísdeild karla fer aftur af stað í kvöld eftir langa jóla- og HM pásu. Heil umferð verður leikin í kvöld. Í Fjölnishöllinni taka heimamenn i Fjölni á móti ÍBV. Fjölnir er í botnsæti deildarinnar með 6 stig úr 14 leikjum á meðan Eyjamenn eru í sjötta sæti með 14 stig. Leikur Fjölnis og ÍBV hefst […]
Bókaárið 2024 í Pennanum Eymundssyni

Bókaárið 2024 var viðburðaríkt og nú hefur Penninn Eymundsson birt lista yfir vinsælustu bækurnar á árinu 2024, og má þar sjá verk sem spanna frá glæpasögum yfir í ævisögur. Það voru fimm bækur sem stóðu upp úr árið 2024 sem vinsælustu bækurnar, hver með sína sögu og stíl. Á toppnum trónaði Ferðalok eftir Arnald Indriðason […]
Legið í landi vegna brælu

Togararnir Vestmannaey VE og Bergur VE liggja báðir í höfn í Eyjum vegna veðurs. Vestmannaey kom til hafnar á föstudag eftir að hafa verið í rúman sólarhring að veiðum. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við Síldarvinnsluvefinn að ekkert annað væri að gera en að taka því rólega, „Það er bölvuð ótíð og ég […]
Lilja lék í tveimur stórsigrum gegn Færeyingum

Lilja Kristín Svansdóttir lék í tveimur stórsigrum íslenska u16 ára landsliðsins gegn Færeyingum um helgina. Hún lék með fyrirliðabandið um tíma í seinni leiknum sem vannst 7:0. Frá þessu er greint á vefsíðu ÍBV-íþróttafélags. Fyrri leikurinn var á föstudaginn þar sem íslenska liðið sigraði 6:0 og sá seinni fór fram í dag og lauk með […]
Ekki siglt síðdegis

Því miður falla niður siglingar Herjólfs seinni partinn í dag vegna veðurs og sjólags. Ferð frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45 fellur því niður segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá símtal frá fulltrúum Herjólfs til þess að færa bókun sína. Jafnframt segir […]
Svava Tara hjá Sölku um það sem er framundan

Tískuvöruverslunin Salka er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að tískunni. Við hjá Eyjafréttum fengum að skyggnast aðeins inn í hvað hefur verið vinsælt nú í vetur og hvað er framundan hjá þeim. Við ræddum við Svövu Töru eiganda Sölku. Svava Tara telur það ómissandi yfir vetrartímann að eiga góða kápu eða pels. ,,Hlý […]
Viðvaranir um land allt

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvaranir fyrir alla landshluta. Ýmist appelsínugular eða gular. Appelsínugul viðvörun: Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Gul viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Suðausturland, Miðhálendi, Allt landið og Strandir og norðurland vestra Á Suðurlandi er […]
Fjölbreytt fræðsla og skapandi námskeið hjá Visku

Það er margt spennandi framundan hjá Visku þessa dagana. Meðal þess sem er á döfinni er salsanámskeið undir leiðsögn Ernu Sifjar Sveinsdóttur ásamt leikfangaheklu námskeiði hjá Emmu Bjarnadóttur. Salsanámskeiðið verður haldið í febrúar og fer fram alla miðvikudaga og sunnudaga. Haldin verða tvö heklunámskeið, annars vegar í febrúar og hins vegar í mars. Febrúarnámskeiðið er nú […]
ÍBV tapaði fyrir Haukum

ÍBV mætti Haukum í 14. umferð Olísdeildar kvenna í dag. Leikið var í Hafnarfirði. ÍBV komst yfir í upphafi leiks en eftir það náðu Haukar yfirhöndinni. Hálfleiksstaðan var 16-14 heimaliðinu í vil. Haukar héldu forystunni og lauk leiknum með þriggja marka sigri þeirra, 32-29. Með sigrinum fór Haukaliðið upp í annað sæti deildarinnar með 22 […]
Nýjustu loðnumælingar í takt við fyrri mælingu

Uppsjávarveiðiskipin Polar Ammassak og Aðalsteinn Jónsson hafa í samvinnu við Hafrannsóknastofnun verið við loðnumælingar suðaustan- og austan við land frá mánudegi til föstudags þessarar viku. Markmiðið var að fá endurtekna mælingu á magn loðnu í megingöngunni á þeim slóðum til samanburðar við niðurstöður mælinga í vikunni á undan, segir í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun Bæði skipin […]