Fimleikafélagið Rán hafnaði á verðlaunapalli

Fimleikafélagið Rán tók þátt á Íslandsmeistaramótinu í hópfimleikum sem haldið var um núverandi helgi. Félagið sendi þrjú lið til keppni, tvö í 3. flokki og eitt í 2. flokki.  Þriðji flokkur yngri náði frábærum árangri og hafnaði í 3. sæti á mótinu.​ Þó svo hin liðin tvö hafi ekki komist á verðlaunapall að þessu sinni, […]

Brjóstin og eggjastokkarnir fengu að fjúka

Jóhanna Lilja Eiríksdóttir er fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði, en flutti til Vestmannaeyja 22 ára gömul. Jóhanna Lilja er gift Hermanni Inga Long og eiga þau þrjú börn. Jóhanna Lilja er formaður Brakkasamtakanna, en hún deildi sögu sinni og baráttumálum samtakanna með okkur á Eyjafréttum. Jóhanna Lilja hefur alla tíð verið meðvituð um krabbamein í […]

Nýliðarnir mætast í Mosfellsbæ

ÍBV Þór

Fjórir leikir eru í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. Þar á meðal er leikur nýliða deildarinnar. Þar tekur Afturelding á móti ÍBV í Mossfellsbæ. Liðin töpuðu bæði í fyrstu umferðinni. Afturelding tapaði gegn Breiðablik og Eyjamenn töpuðu fyrir Víkingum á útivelli. Flautað verður til leiks að Varmá klukkan 17.00 í dag. Leikir dagsins:  […]

Undirbúningur og samskipti lykilatriði

Eyþór Viðarsson er rafvirki sem hefur starfað í faginu í yfir áratug. Eyþór starfaði í byggingariðnaðinum á sínum tíma þegar hann bjó á höfuðborgarsvæðinu, en í dag er hann sjálfstætt starfandi og aðstoðar fyrirtæki og fólk við stór og smá verkefni tengd rafmagni. Við fengum að heyra í Eyþóri og fá hans ráð og innsýn […]

Rýnt í ársreikning bæjarins

default

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, gerði grein fyrir endurskoðuðum ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 í framsögu á fundi bæjarstjórnar í vikunni, en þá fór fram seinni umræða um ársreikninginn. Auk þess fór bæjarstjóri yfir helstu niðurstöður reikningsins. Engar tölulegar breytingar voru gerðar milli umræðna en textaskýringar voru yfirfarnar og lagfærðar þar sem við átti. „Íþyngjandi stóraukin skattheimta […]

BAUHAUS heim að dyrum

BAUHAUS HÚSIÐ FRAMHLIÐ Stór

Frá opnun árið 2012 hefur BAUHAUS á Íslandi verið í stöðugum vexti á byggingarvörumarkaðinum hérlendis. Fyrstu árin fóru í það að festa sig í sessi á höfuðborgarsvæðinu, en árið 2022 opnuðust nýir möguleikar fyrir viðskiptavini um land allt með komu vefverslunar BAUHAUS.  Vefverslun BAUHAUS gerir Eyjamönnum og öðrum landsmönnum kleift að versla úr því mikla […]

Siglt á ný til Landeyjahafnar

landeyjah_her_nyr

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag og þar til annað verður tilkynnt skv. áætlun, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30, 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15, 20:45, 23:15. (meira…)

Að rekstrarskilyrði Reykjavíkurflugvallar verði tryggð

Sjukraflutningur

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á miðvikudaginn síðastliðinn fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir ályktun sem samþykkt var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. mars. sl. Ályktunin hljóðar svo: ,,Landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga leggur ríka áherslu á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir flugsamgöngur landsmanna, sérstaklega í ljósi hlutverks hans í sjúkraflugi og öryggi fólks sem þarf á bráðri heilbrigðisþjónustu […]

Siglt til Þorlákshafnar síðdegis

DSC_4117

Vegna versnandi aðstæðna í Landeyjahöfn siglir Herjólfur til Þorlákshafnar seinni partinn í dag. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Brottför er frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45. Aðrar ferðir eru ekki á áætlun. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki […]

Hæsti lottópottur sögunnar !

lotto

Lottópotturinn síðasta laugardag var sjöfaldur og voru rétt tæpar 160 milljónir í pottinum sem er nýtt met. Rúmlega 20 þúsund manns fengu vinning í útdrættinum en tvær konur, báðar í kringum fertugt, voru þó heppnastar allra þar sem þær voru með allar fimm tölurnar réttar og skiptu því fyrsta vinningi á milli sín. Fengu þær […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.