Nýjustu loðnumælingar í takt við fyrri mælingu

Vsv Lodna3

Uppsjávarveiðiskipin Polar Ammassak og Aðalsteinn Jónsson hafa í samvinnu við Hafrannsóknastofnun verið við loðnumælingar suðaustan- og austan við land frá mánudegi til föstudags þessarar viku. Markmiðið var að fá endurtekna mælingu á magn loðnu í megingöngunni á þeim slóðum til samanburðar við niðurstöður mælinga í vikunni á undan, segir í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun Bæði skipin […]

Síðdegisferðin fellur niður

herjolfur_naer

Vegna veðurs og sjólags fellur seinni ferð Herjólfs niður í dag. Frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45. Fram kemur í tilkynningu frá skipafélaginu að ákvörðun sem þessi sé alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnarmeðlima í huga, vonum við að farþegar sýni því skilning. Þeir farþegar sem áttu bókað koma til með […]

Laxey á fundi ÁTVR – Hugmynd 2019 og slátrun 2025

Árlegt goskaffi ÁTVR var á sunnudaginn 26. janúar að lokinni Eyjamessu í Bústaðakirkju þar sem Kristján Björnsson, víglsubiskup og fyrrum Eyjaprestur predikaði. Þemað í goskaffinu var uppbygging og upplifun eftir gosið. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri sagði þar frá uppbyggingu á nýja hrauninu þar sem landeldisstöð Laxeyjar rís í Viðlagafjöru. Einnig fyrirhuguðu baðlóni og lúxushóteli ofan við […]

Met í sjúkraflugi milli lands og Eyja

Sjukraflug_TMS_IMG_5545

Í byrjun árs 2024 tók Norlandair við sjúkraflugi á landinu af Mýflugi sem hafði sinnt fluginu í nokkur ár á undan. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar voru alls 943 sjúkraflug á árinu 2024 með 973 sjúklinga. Það er aukning um 3% í sjúkraflugum á milli áranna 2023 og 2024. Um 44% fluga ársins 2024 voru í […]

Íris á Goskaffi – Framkvæmdir fyrir tæpa 70 milljarða

Á árlegu goskaffi ÁTVR sunnudaginn 26. janúar í Bústaðakirkju lýsti Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri áformum um hótel og baðlón ofan við Skansfjöruna. Stórhuga framkvæmdir sem Kristján Ríkharðsson stendur að en hann ásamt eiginkonu sinni. Margréti Skúladóttur Sigurz hafa víða látið til sín taka í Vestmannaeyjum. Gerðu upp gamla pósthúsið, Bása og byggðu hús vestur á Hamri […]

Stelpurnar mæta Haukum á Ásvöllum

Tveir leikir fara fram í Olísdeild kvenna í dag. Báðir hefjast þeir klukkan 14.00. Annars vegar mætast Grótta og ÍR og hins vegar er það viðureign Hauka og ÍBV að Ásvöllum. ÍBV hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er ári og er enn án stiga á árinu og vermir enn næstneðsta sæti deildarinnar. Haukaliðið […]

Staðreyndir vegna óhapps í innsiglingu

Huginn Opf 20250130 160803

Vinnslustöðin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óhapps sem varð við komu Hugins VE til Vestmannaeyja í gær, en skipið missti vélarafl í innsiglingunni. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Í gær vildi það óhapp til að aðalvél Hugins drap á sér í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn.  Fréttir af atburðinum eru misvísandi en […]

Kannski kominn tími til að við lærum af Færeyingum

Utbodsthing Eyjolfur

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti opnunarávarp á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins á Grand hótel í gær. Í ávarpi sínu sagði Eyjólfur að ríkisstjórnin hafi kynnt skýra stefnu um kraftmikla uppbyggingu samgönguinnviða um allt land. Hann sagði uppbygginguna ekki aðeins fjárfestingu í samgöngukerfinu heldur í framtíð landsins. Góðar samgöngur stuðli að aukinni velmegun og bættum lífskjörum. […]

Fyrir og eftir gos í Einarsstofu – 1973 – Allir í bátana

Ingibergur Óskarsson, upphafsmaður og drifkrafturinn í verkefninu, 1973 – Allir í bátana sá frá upphafi að reglulega yrði að minna á verkefnið til að fá sem flesta til að hjálpa til við að segja sögu sína.  Er hann með sýningu á myndum í Einarsstofu sem hann kallar, Fyrir og eftir. Forsagan er að um vorið […]

Mannabreytingar í stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja

visit_vestmannaeyjar_is_ads

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja var haldinn sl. þriðjudag. Mannabreytingar urðu á stjórn samtakanna og ákváðu þrír reynslumiklir stjórnarmenn að draga sig í hlé frá stjórnarsetu. Það eru þau Berglind Sigmarsdóttir, Íris Sif Hermannsdóttir og Páll Scheving Ingvarsson. Auk þeirra hætti Jóhann Ólafur Guðmundsson í stjórn eftir árs stjórnarsetu. Í stað þeirra komu í stjórnina þau Ólafur Jóhann Borgþórsson, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.