Mikil áhugi á „Viltu hafa áhrif“

Ráðhús_nær_IMG_5046

Vestmannaeyjabær auglýsti nýverið eftir umsóknum í styrktarsjóð menningar, lista, íþrótta og tómstunda undir heitinu Viltu hafa áhrif 2026. Um er að ræða fyrri úthlutun ársins 2026, en auglýst verður aftur í mars vegna seinni hluta ársins. Markmið sjóðsins er að efla og styðja menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundastarf í Vestmannaeyjum með því að hvetja einstaklinga, […]

Í heimsókn hjá sauðfjárbændum

4 K94A3588

Fjárbændur í Eyjum eru allir frístundabændur. Þeir hafa í mörg horn að líta. Á haustin er það sláturtíðin í fyrirrúmi. Halldór B. Halldórsson fékk að fylgjast með Bjarnareyingum, þegar þeir söguðu niður skrokka í kvöld. Fyrr í dag ræddi Halldór stuttlega við Harald Geir Hlöðversson þar sem hann var að gera allt klárt. Myndbandið má […]

Aukið fjármagn til lengdrar viðveru fatlaðra barna

default

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt beiðni fjölskyldu- og fræðslusviðs um að bæta við 1,5 stöðugildum til félagsmiðstöðvarinnar vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna og ungmenna eftir skóla. Þjónustan er ætluð börnum og ungmennum á aldrinum 10–18 ára og er liður í lögbundnu verkefni sveitarfélagsins. Aukin eftirspurn eftir þjónustunni hefur gert það nauðsynlegt að festa hana í fast […]

Flogið yfir Heimaey

Það viðraði vel til drónaflugs í morgun. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér. Hann sýnir okkur hér eyjuna úr lofti og einnig eru nokkur skot af jörðu niðri. (meira…)

Helgi Bernódusson: Vestmann(a)eyingur

Það vekur athygli þegar Vestmannaeyjablöðin eru lesin að þar eru íbúar Eyjanna oftast nefndir og skrifaðir „Vestmann-a-eyingar“, gagnstætt málfræði- og stafsetningarreglum og enn fremur eðlilegum framburði. Enginn segir *Vestmann-a-eyingur í eðlilegu tali, heldur „Vestmann-eyingur“. Hér er að verki sú regla í íslensku máli að viðskeytið „-ingur“ tekur oftast aðeins tvö atkvæði á undan sér og […]

Vinnslustöðin selur Þórunni Sveinsdóttur VE

Thorunn 20230724 170910 Cr

Vinnslustöðin hefur undirritað samning um sölu ísfisktogarans Þórunnar Sveinsdóttur VE-401 til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, með fyrirvara um forkaupsrétt Vestmannaeyjabæjar. Í kjölfar sölunnar verður um tuttugu starfsmönnum skipsins sagt upp störfum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að salan sé liður í að lækka skuldir, en jafnframt hefur verið hætt við áform um nýsmíði botnfiskskipa. Þá hefur […]

Baðlón við Skansinn skrefi nær veruleika

K94A2071

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fjallaði á síðasta fundi sínum um tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015–2035 vegna fyrirhugaðra áforma um baðlón og hótel á Skanshöfða. Jafnframt var lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Skans og Skanshöfða. Skipulagsáformin voru auglýst samkvæmt skipulagslögum á tímabilinu 8. ágúst til 19. september 2025. Fram kemur í fundargerð að […]

Eyjamenn töpuðu í Vesturbænum

Karlalið ÍBV í fótbolta spilaði gegn KR í 26. umferð Bestu deildar karla í Vesturbænum í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna. Eyjamenn fengu mjög gott færi í fyrri hálfleik til að komast yfir þegar Alex Freyr Hilmarsson átti  sendingu í gegn á Oliver Heiðarsson sem var kominn einn á móti markverði KR-inga en […]

Álfsnes þarf í slipp

Alfsnes 06 24 IMG 5443 2

Dýpkunarskipið Álfsnes, sem unnið hefur að dýpkun í Landeyjahöfn undanfarnar vikur, fer í slipp í Hafnarfirði á morgun, mánudag, vegna bilunar sem komið hefur upp í skipinu. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að vinnan við dýpkun hafi gengið ágætlega að undanförnu, en vegna bilunarinnar þarf að ráðast í viðgerð sem gæti tekið nokkra daga. […]

Bleik messa í Landakirkju

Í dag var haldin bleik messa í Landakirkju, í tilefni af bleikum október. Bleikur október er árleg vitundarvakning og er markmiðið að minna á mikilvægi reglulegra brjóstaskoðana og fræðslu um brjóstakrabbamein. Mánuðurinn er tileinkaður þeim sem greinst hafa, aðstandendum þeirra og minningu þeirra sem hafa látist af völdum sjúkdómsins. Kristín Valtýsdóttir sagði frá starfi Krabbavarna […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.