ÍBV úr leik

Eyja 3L2A0901

ÍBV er úr leik í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik eftir tap fyrir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í Eyjum í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum lengst af í leiknum en gestirnir gerðu síðustu tvö mörk leiksins sem lauk 27-25. Eyjamenn áttu í erfiðleikum með að koma boltanum framhjá markverði Aftureldingar sem varði 19 skot. […]

Dalur færist

Húsið Dalur var byggt árið 1906 og stendur við Kirkjuveg 35. Brátt verður breyting á því. Til stendur að færa húsið neðar í götuna. Nánar til tekið niður fyrir næsta hús á Kirkjuveginum, Grund. Halldór B. Halldórsson gerði sér ferð um framkvæmdasvæðið og sýnir hann okkur á myndbandi hér að neðan húsið sem og hæðina […]

Ók á kyrrstæða bifreið

Image000001

Í morgun var umferðaróhapp á Birkihlíð. Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum virðist sem ökumaður missi stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnar á kyrrstæðri bifreið. Hann segir bæði ökutæki mikið skemmd eftir óhappið. „Engin slys á fólki og ástand ökumanns til rannsóknar ásamt tildrögum.” (meira…)

Minnisvarðinn á Skansinum: Síðasta platan endurgerð

minnisvardi_hetjur_hafsins

Minnisvarðinn sem Sjómannadagsráð, fyrir atbeina Ríkharðs Zoëga Stefánssonar, kom upp á Skansinum er veglegur bautasteinn reistur sjómönnum. Því miður var villa í einu nafnanna á síðustu plötunni og bent hefur verið á fáein nöfn sem þar ættu að vera með á listanum. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum og því verður síðasta platan endurgerð með […]

Keppti á sínu fjórða fitnessmóti um helgina

Dagmar Pálsdóttir keppti um síðustu helgi á Íslandsmótinu í fitness og keppti þá á sínu fjórða móti í módel fitness. Mótið fór fram í Hofi á Akureyri og var keppnin afar hörð og jöfn. Dagmar fór ekki á pall í þetta sinn en stóð sig enga síður ótrúlega vel. Dagmar er 34 ára gömul og […]

Laxey sækir um stækkun

default

Fyr­ir­tækið Lax­ey hf. hyggst stækka land­eld­is­stöð sína fyr­ir lax við Viðlaga­fjöru og sækja um leyfi fyr­ir allt að 42 þúsund tonna eldi á ári. Frá þessu er greint á fréttavef Morgunblaðsins í dag. Þar segir enn fremur að Lax­ey sé einnig með áform um að reisa aðra seiðaeld­is­stöð og er hún áformuð á at­hafna­svæði vest­an […]

ÍBV og Afturelding mætast í Eyjum

Tveir leikir eru í úrslitakeppni Olís deildar karla í kvöld. Í Eyjum taka heimamenn á móti Aftureldingu. Eyjamenn þurfa sigur til að tryggja sér oddaleik eftir að Afturelding sigraði í fyrstu viðureigninni. Báðir leikir hefjast klukkan 19.30. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að Fanzone opni klukkan 18:00. Þar verða grillaðir hamborgarar, ískaldir drykkir og […]

Tap í fyrsta leik

ÍBV Þór

Eyjamenn töpuðu í gær gegn Víkingi Reykjavík í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem Víkingar sóttu meira gátu Eyjamenn ágætlega við unað að ganga til búningsklefa með stöðuna 0-0. Heimamenn komust svo yfir í byrjun seinni hálfleiks með marki frá Daní­el Haf­steins­syni. Gylfi Þór Sig­urðsson, leikmaður Víkings fékk svo að […]

Ýsa austan við Eyjar, þorskur vestan við, en ufsinn oftast í felum

Bergur_vestmannaey_naer_24_IMG_4466

Togararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Grindavík á laugardaginn. Þeir voru að veiðum austan við Vestmannaeyjar og var aflinn langmest ýsa. Túrinn tók tvo sólarhringa en skipin voru innan við sólarhring að veiðum. Rætt er við Arnar Richardsson, rekstrarstjóra skipanna á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður hvort hann væri ekki […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.