ÍBV úr leik

ÍBV er úr leik í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik eftir tap fyrir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í Eyjum í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum lengst af í leiknum en gestirnir gerðu síðustu tvö mörk leiksins sem lauk 27-25. Eyjamenn áttu í erfiðleikum með að koma boltanum framhjá markverði Aftureldingar sem varði 19 skot. […]
Dalur færist

Húsið Dalur var byggt árið 1906 og stendur við Kirkjuveg 35. Brátt verður breyting á því. Til stendur að færa húsið neðar í götuna. Nánar til tekið niður fyrir næsta hús á Kirkjuveginum, Grund. Halldór B. Halldórsson gerði sér ferð um framkvæmdasvæðið og sýnir hann okkur á myndbandi hér að neðan húsið sem og hæðina […]
Andlát: Bjarney María Gústafsdóttir

(meira…)
Ók á kyrrstæða bifreið

Í morgun var umferðaróhapp á Birkihlíð. Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum virðist sem ökumaður missi stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnar á kyrrstæðri bifreið. Hann segir bæði ökutæki mikið skemmd eftir óhappið. „Engin slys á fólki og ástand ökumanns til rannsóknar ásamt tildrögum.” (meira…)
Minnisvarðinn á Skansinum: Síðasta platan endurgerð

Minnisvarðinn sem Sjómannadagsráð, fyrir atbeina Ríkharðs Zoëga Stefánssonar, kom upp á Skansinum er veglegur bautasteinn reistur sjómönnum. Því miður var villa í einu nafnanna á síðustu plötunni og bent hefur verið á fáein nöfn sem þar ættu að vera með á listanum. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum og því verður síðasta platan endurgerð með […]
Keppti á sínu fjórða fitnessmóti um helgina

Dagmar Pálsdóttir keppti um síðustu helgi á Íslandsmótinu í fitness og keppti þá á sínu fjórða móti í módel fitness. Mótið fór fram í Hofi á Akureyri og var keppnin afar hörð og jöfn. Dagmar fór ekki á pall í þetta sinn en stóð sig enga síður ótrúlega vel. Dagmar er 34 ára gömul og […]
Laxey sækir um stækkun

Fyrirtækið Laxey hf. hyggst stækka landeldisstöð sína fyrir lax við Viðlagafjöru og sækja um leyfi fyrir allt að 42 þúsund tonna eldi á ári. Frá þessu er greint á fréttavef Morgunblaðsins í dag. Þar segir enn fremur að Laxey sé einnig með áform um að reisa aðra seiðaeldisstöð og er hún áformuð á athafnasvæði vestan […]
ÍBV og Afturelding mætast í Eyjum

Tveir leikir eru í úrslitakeppni Olís deildar karla í kvöld. Í Eyjum taka heimamenn á móti Aftureldingu. Eyjamenn þurfa sigur til að tryggja sér oddaleik eftir að Afturelding sigraði í fyrstu viðureigninni. Báðir leikir hefjast klukkan 19.30. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að Fanzone opni klukkan 18:00. Þar verða grillaðir hamborgarar, ískaldir drykkir og […]
Tap í fyrsta leik

Eyjamenn töpuðu í gær gegn Víkingi Reykjavík í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem Víkingar sóttu meira gátu Eyjamenn ágætlega við unað að ganga til búningsklefa með stöðuna 0-0. Heimamenn komust svo yfir í byrjun seinni hálfleiks með marki frá Daníel Hafsteinssyni. Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Víkings fékk svo að […]
Ýsa austan við Eyjar, þorskur vestan við, en ufsinn oftast í felum

Togararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Grindavík á laugardaginn. Þeir voru að veiðum austan við Vestmannaeyjar og var aflinn langmest ýsa. Túrinn tók tvo sólarhringa en skipin voru innan við sólarhring að veiðum. Rætt er við Arnar Richardsson, rekstrarstjóra skipanna á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður hvort hann væri ekki […]