Ókláruð mál vegna uppgjafar leiðtoga samstarfsflokka

„Í öllum krísum felast vissulega tækifæri. En það að henda frá sér handklæðinu og gefast upp þegar við erum að verða komin á góðan stað í efnahagsmálunum og mörg brýn verkefni bíða afgreiðslu, er ekki í anda okkar í Framsókn,“ segir Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi um snúna stöðu í stjórnmálunum. „Framsókn hefur […]
Íris bæjarstjóri ekki á leið í landsmálin

„Það hefur talsvert verið skrafað um það á opinberum vettvangi síðustu vikurnar hvort að ég sé á leið inn í landsmálin og það hefur færst í aukana nú þegar ljóst er að Alþingiskosningar standa fyrir dyrum,“ segir Íris Róbertsdóttir á Fésbókarsíðu þar sem hún segist ekki vera á leið í landsmálapólitíkina. „Ég er þakklát fyrir […]
Bleikur dagur í GRV

Bleiki dagurinn verður haldinn í Grunnskóla Vestmannaeyja ásamt Víkinni, miðvikudaginn 16. október. Bleiki dagurinn er formlega þann 23. október, en sökum vetarfrís skólans hefur verið ákveðið að halda upp á daginn viku fyrr í skólanum. Nemendur og starfsfólk eru hvött til að klæðast bleiku eða með eitthvað bleikt, til að styðja við þær konur sem […]
Á Tangaflakinu í skítabrælu

Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í Neskaupstað á sunnudag og í gær og voru bæði með fullfermi. Bergur kom á sunnudaginn og segir Jón Valgeirsson skipstjóri, í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að túrinn hafi verið erfiður vegna veðurs. „Við vorum á Tangaflakinu allan tímann í skítabrælu. Veðrið var ansi þreytandi því allt verður helmingi […]
Pólitískur dónaskapur af samstarfsráðherra

„Þessi niðurstaða hefur legið í loftinu um tíma. Þegar nýkjörinn formaður VG tekur fram fyrir hendur forsætisráðherra og tilkynnir um kosningar að vori. Það var pólitískur dónaskapur af samstarfsráðherra sem veit hver fer með þingrofsvaldið,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þegar hann leit yfir sviðið eftir að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra ákvað að slíta […]
Konunglegt teboð í safnahúsi

Laugardaginn 26. október verður boðið upp á sögu og skonsur í Pálsstofu í Safnahúsi, á milli klukkan 13-14:30. Albert ,,Eldar” Eiríksson mun flytja fyrirlestur um bresku konungsfjölskylduna og mun Bergþór Pálsson syngja fyrir gesti og gangandi. Boðið verður upp á te og gúrkusamlokur frá Einsa Kalda. Aðgangur er ókeypis og eru þátttakendur hvattir til að […]
Sandra áfram í herbúðum ÍBV

Lettneska landsliðskonan Sandra Voitane hefur ákveðið að vera áfram í herbúðum ÍBV og skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við félagið. Hún lék í hjarta varnar liðsins í Lengjudeild kvenna í sumar og spilaði hún 22 leiki í deild, bikar og Lengjubikar. Í frétt á heimasíðu félagsins segir að Sandra sé 25 ára fjölhæfur […]
Tilbúin að bretta upp ermar

„Þetta er áhugaverð staða. Ríkisstjórnin hefur gefist upp á hlutverki sínu og boðað til kosninga ári fyrr en ætlað var. Það er greinilegt að andrúmsloftið innan ríkisstjórnarinnar er orðið baneitrað og ekki einu sinni víst að þau nái að hanga saman fram að kosningum,“ segir Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi þegar hann var beðinn […]
Fögnum því að fólk fái að kjósa

„Þegar ráðherrar eru farnir að gagnrýna hvern annan í fjölmiðlun er stjórnarsamstarfið orðið ansi súrt og enginn eftir til að verja ríkisstjórnarsamstarfið út kjörtímabilið. Það kom mér því ekki á óvart að forsætisráðherra hafi ákveðið að segja þetta gott og boða kosningar hið fyrsta,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þegar hún var beðin […]
Hrekkjavakan 2024

Hrekkjavakan verður haldin hátíðleg laugardaginn 2. nóvember frá klukkan 19-21. Þá býðst börnum að ganga í hús í búningum í þeirri von að fá góðgæti í staðinn. Mikil stemming hefur myndast undanfarin ár í kringum þessa skemmtilegu hefð og hafa íbúar verið duglegir að skreyta hjá sér í draugalegum stíl. Vonandi verður engin undantekning þar […]