Tryggjum öryggi eldri borgara

Á afstöðnu málþingi Landssambands eldri borgara, sem haldið var 16. október síðastliðinn, kom fram að ofbeldi gegn eldri borgurum er mun algengara á Íslandi en almenningur gerir sér grein fyrir. Á Covid tímanum versnaði ástandið til muna og tilfellin urðu alvarlegri en áður. Á síðustu 5 árum hafa þrjú dauðsföll orðið þar sem eldri borgarar voru […]
Kveikt verður á jólatrénu á Stakkó á föstudag

Kveikt verður á jólatréinu á Stakkó næstkomandi föstudag við hátíðlega athöfn. Dagskráin byrjar stundvíslega kl 17 og mun Lúðrasveit Vestmannaeyja hefja dagskrána með nokkrum lögum. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, mun flytja ávarp og mun barnakórinn Litlu lærisveinarnir, undir stjórn Kitty Kovács, syngja nokkur lög. Viðar prestur verður einnig með stutt ávarp. Að því loknu mun […]
Haustrit knattspyrnudeildar ÍBV er komið út

Haustrit knattspyrnudeildar ÍBV fyrir árið 2025 er komið út. Í blaðinu má sjá viðtöl við Guðmund Tómas Sigfússon þjálfara og leikmennina þau Helenu Heklu Hlynsdóttur og Sigurð Arnar Magnússon. Þá eru umfjallanir og myndir frá verkefnum deildarinnar í vor og sumar, segir í tilkynningu knattspyrnudeildar. Ritstjóri blaðsins er Örn Hilmisson. Knattspyrnudeild vill þakka öllum styrktaraðilum […]
Fjárhagsáætlun bæjarins samþykkt samhljóða

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt samhljóða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu bæjaryfirvalda. Þar segir enn fremur að tekjur séu varlega áætlaðar og ekki gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2026 verði hærri en raunskatttekjur þessa árs. Rekstrartekjur eru áætlaðar 10,4 ma.kr. og rekstrarútgjöld eru áætluð 9,99 ma.kr. á árinu 2026. […]
Vorlykt í lofti í lok nóvember

Það er vorlykt í lofti í lok nóvember, segir Halldór B. Halldórsson í yfirskrift nýs myndbands sem hann birtir í dag. Það viðraði svo vel eftir hádegi að Halldór ákvað að skella drónanum á loft yfir Heimaey. Kíkjum á myndbandið. (meira…)
Bókin Hitamál eftir Frosta Sigurjónsson

Í gær kom út bókin Hitamál eftir Frosta Sigurjónsson f.v. alþingismann ofl. Í bókinni er stefna Íslands í loftslagsmálum tekin til skoðunar á gagnrýnin hátt. Rýnt er í grundvallarforsendur stefnunnar, kostnað, regluverk, árangur og aukaverkanir aðgerða. Þetta er fyrsta íslenska bókin sem skoðar þessi mál á gagnrýnin hátt, en fram til þessa hefur umræðan verið nokkuð einhliða. […]
Jarðrannsóknir milli lands og Eyja í bígerð

Búið er að stofna félag sem fær nafnið “Eyjagöng ehf.”. Félagið er stofnað til að leiða eitt mikilvægasta rannsóknarverkefni samgöngumála á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum um áratugaskeið. Fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmanni félagsins að tilefni stofnunarinnar sé niðurstaða starfshóps á vegum samgönguráðuneytisins frá árinu 2024, þar sem skýrt kom fram að brýnt væri að […]
Róbert Sigurðarson í eins leiks bann

Aganefnd Handknattleikssambands Íslands hefur úrskurðað Róbert Sigurðarson, leikmann ÍBV, í eins leiks bann eftir atvik í leik Vals og ÍBV í Olísdeild karla þann 22. nóvember sl.. Róbert hlaut útilokun með skýrslu í leiknum vegna þess sem dómarar töldu vera sérstaklega hættulega aðgerð og féll brotið samkvæmt þeirra mati undir reglu 8:6 a). Í kjölfarið […]
Innilaugin lokuð fram á næsta ár

Framkvæmdir vegna viðhalds á hreinsikerfi innilaugar sundlaugarinnar hafa reynst mun umfangsmeiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum. Á vef Vestmannaeyjabæjar segir að upphafleg áætlun hafi gert ráð fyrir að verklok yrðu í byrjun desember, en vegna tafa sé nú stefnt að því að innilaugin opni aftur í […]
Stækkun athafnasvæðis í Ofanleiti fær samþykki í ráði

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt fyrir sitt leyti stækkun athafnasvæðis AT-4 í Ofanleiti og leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag verði staðfest. Lögð hefur verið fram greinargerð með samantekt á umsögnum og svörum bæjaryfirvalda og er málið nú vísað áfram til bæjarstjórnar. Ráðið fjallaði um málið á grundvelli tillagna […]