Ríkisstjórn myndar gjá milli landsbyggðar og höfuðborgar

Það var mikill fengur að fá Guðmund Fertram Sigurjónsson, stofnanda og forstjóra líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði á ráðstefnu Eyjafrétta í Akóges um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gær.  Kerecis byggði Guðmundur upp ásamt góðu fólki og var  Kerecis í fyrra selt til danska stórfyrirtækisins Coloplast á rúmlega 175 milljarða króna. Rástefnuna sóttu um 80 manns og kom margt athyglisvert […]

Frá Vestmannaeyjum til Vesturheims

Á morgun, laugardag verður haldin afar áhugaverð ráðstefna í tilefni þess að í ár eru 170 ár liðin frá því að Íslendingar settust fyrst að í Vesturheimi. Elsta Íslendingabyggðin er í  bænum Spanish Fork, Utah en þar settust þrír einstaklingar að þann 7. september 1855. Það voru þau hjónin Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir frá […]

Ekki annað ráðlegt en að fylgja leiðbeiningum vísindamanna

Sjomadur Bergey Opf 22

Hafrannsóknastofnun birti í morgun ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár 2025/2026. Enn er lagt til að dregið verði saman í ráðlögðum þorskafla. Í samræmi við aflareglu stjórnvalda er lagt til að hámarksafli þorsks á næsta fiskveiðiári verði alls 203.822 tonn, en á yfirstandandi fiskveiðiári er hann tæplega 213.214 tonn. Samdrátturinn á milli fiskveiðiára er því um 4,4%. […]

Bíltúr um Heimaey

Skjask 060625

Í dag kíkjum við á rúntinn um Heimaey með Halldóri B. Halldórssyni. Ekki skemmir fyrir að hafa í undirspil lagið I defy með Guðný Emílíönu Tórshamar. (meira…)

Ráðleggja 4 % lækkun aflamarks þorsks

sjonum_DSC_7447_min

Í dag kynnti Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Í tilkynningu frá stofnuinni segir að aflamark fyrir á þriðja tug stofna sé lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Hafrannsóknastofnun ráðleggur 4 % lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2025/2026. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því lækkar ráðlagður heildarafli úr 213 […]

Tafir á afhendingu innfylliefna

default

Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar fór yfir stöðu framkvæmda á Hásteinsvelli á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni. Fram kemur í fundargerðinni að búið sé að leggja gervigras og keyra sandi í völlinn. Tafir hafa verið á afhendingu innfylliefna frá framleiðanda þar sem verktaki hefur ekki tryggt afhendingu þeirra. Áætluð afhending er eftir […]

Hreinsunardagur ÍBV

Hreinsunardagur Ibv Ads

Á morgun, laugardaginn 7. júní á milli kl 13-14:30 ætlar ÍBV að halda hreinsunardag í samstarfi við Terra.  Mæting er við Hásteinsvöll og ætlum við að taka til á því svæði og þar í kring. Í lokin verður síðan öllum boðið  í grill og þá verður einnig ís í boði fyrir börnin. Í tilkynningu frá […]

ÍBV tekur á móti Keflavík

Eyja 3L2A1461

Lokaleikur 6. umferðar Lengudeildar kvenna fer fram í kvöld þegar ÍBV fær Keflavík í heimsókn. ÍBV gengið vel að undanförnu og unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni. Keflavík hefur hins vegar verið að misstíga sig og tapaði til að mynda síðasta leik sínum gegn HK, en HK er á toppi deildarinnar með 15 stig. […]

Á sjó til að borga prestinum fermingartollinn

Trúin á Guð í ölduróti lífsins er enn í góðu gildi – Predikun séra Guðmundar Arnar á sjómannadaginn: „Nú ætla ég ekki að þykjast vera annar en sá landkrabbi sem ég er en ég hef áður rifjað upp á sjómannadegi meinta sjómennsku mína,“ sagði séra Guðmundur Örn í sjómannadagspredikun sinni í Landakrikju að loknum blessunarorðum […]

Viljum fela Guði bæði skip og áhöfn

„Það er alltaf mikil gleði þegar skip eru blessuð. Það er samt vert að geta þess að það er ekki sjálfsagt en er gert því við viljum fela Guði bæði skip og áhöfn. Setja á hann allt okkar traust,“ sagði séra Viðar Stefánsson þegar hann blessaði skip og áhöfn Heimaeyjar VE 1 í gær. „Það […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.