Þorlákur Breki hlaut Fréttabikarinn í karlaflokki

Fréttabikarinn var veittur á dögunum á lokahófi ÍBV í fótbolta. Bikarinn hljóta þeir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna sem þykja efnilegastir ár hvert. Þorlákur Breki Baxter hlaut Fréttabikarinn í karlaflokki. Við fengum að spyrja hann nokkurra spurninga. Þorlákur Breki Baxter: Aldur: 20 ára Fjölskylda: Já á fjölskyldu Hefur þú búið annarstaðar en í Eyjum? Já […]
Allraheilagramessa í Landakirkju

Allraheilagramessa verður í Landakirkju sunnudaginn 2.nóvember kl. 20.00. Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja munu flytja Requem eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar eru Sólbjörg Björnsdóttir og Geir Jón Þórisson. Matthías Harðar leikur á orgel og Kitty Kovács stjórnar. Á allraheilagramessu minnumst við þeirra sem látist hafa í Vestmannaeyjum eða verið jarðsettir í kirkjugarði Vestmannaeyja síðastliðna […]
Reglubrautin, ferðamenn og mannlífið

Í myndbandi dagsins tekur Halldór B. Halldórsson ykkur með í ferð um Reglubrautina, sem er ein af elstu götum bæjarins. Þar hafa staðið yfir framkvæmdir undanfarin misseri. Halldór fer á fleiri staði um Eyjarnar. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Skemmtiferðaskip í Klettsvík

Skemmtiferðaskipið Vasco da Gama kom til Vestmannaeyja í morgun og vakti mikla athygli. Það er óvenjulegt að skemmtiferðaskip komi til Eyja á þessum árstíma, en áhöfnin nýtti tækifærið til að kynna farþegum íslenskt mannlíf og náttúru í vetrarbúningi. Skipið liggur í Klettsvíkinni og smellti Óskar Pétur Friðriksson meðfylgjandi myndum. (meira…)
Gervigreindin tvíeggjað sverð en möguleikar óendalegir

Vel var mætt á námskeið um hagnýta notkun á gervigreind í atvinnulífi sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja stóð fyrir í upphafi mánaðarins. Fyrirlesarar voru þrír, Gísli Ragnar Guðmundsson, sérfræðingur í gervigreind hjá KPMG, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, annar eigandi ráðstefnufyrirtækisins Iceland Innovation Week og Guðfinna Birta Valgeirsdóttir markaðsstjóri Innovation Week. Allt mjög áhugaverðir fyrirlestrar og margt sem kom á óvart, m.a. að upphaf gervigreindar má rekja aftur til […]
Gular viðvaranir víðast hvar – uppfært

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir eftirtalin svæði: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 31. okt. kl. 09:00 og gildir til 1. nóv. kl. 07:00. Í viðvörunartexta segir: Hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s undir Eyjafjöllum. Búast […]
Örfá sæti eftir á Dömukvöld ÍBV!

Dömukvöld handknattleiksdeildar ÍBV verður haldið á morgun, föstudaginn 31. október í Golfskálanum. Húsið opnar kl 19:30 og borðhald hefst kl 20:30, segir í tilkynningu frá dömukvöldsnefnd handknattleiksdeildar ÍBV. „Glæsilegir smáréttir frá Vöruhúsinu. Nammibarinn verður á sínum stað. Veislustjóri er eyjamærin Hrund Scheving. Einar Ágúst kemur til okkar og tekur lagið. Kvöldið endar með því að […]
Nýtt tölublað Eyjafrétta: 44 síðna blað komið út

Næsta tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og að vanda er fjölbreytt efni í blaðinu þar sem lesendur fá innsýn í mannlíf, framkvæmdir, atvinnulíf og menningu í Vestmannaeyjum. Í blaðinu er m.a. fjallað um FÍV og sterka stöðu verkmenntunar í Eyjum, auk þess sem Safnahelgin sem fram undan er fær góðan sess. Þá er sagt frá […]
Safnahelgin: Dagskrá dagsins

Safnahelgin hefst í dag. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og er síðasti viðburður dagsins klukkan 20.00. Setningin er í Stafkirkjunni klukkan 18.00. Hér að neðan gefur að líta dagskrá dagsins. Fimmtudagur 30. október 13:30 Safnahús: Ljósmyndadagur. Elstu myndir af Vestmannaeyjum, frá 19. öld og nýlega afhend mannamyndasöfn frá 20. öld dregin fram. 17:00 Opnun á ljósmyndasýningu […]
Eyjakonur úr leik í Powerade bikarnum

Kvennalið ÍBV tók á móti Gróttu í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins á Seltjarnarnesi í kvöld. Leiknum lauk með 35-32 sigri Gróttu og má segja að úrslitin hafi verið ansi óvænt þar sem lið Gróttu leikur í Grill 66 deildinni. Gróttu konur voru yfir framan af í leiknum en staðan eftir 20 mínútna leik var jöfn, […]