Karlarnir sungu í kerinu

Fyrir mánuði síðan var eitt þeirra fiskeldiskera út í Viðlagafjöru breytt í hljómleikasal þegar landeldisfyrirtækið Laxey fékk Karlakór Vestmannaeyja til að syngja í því. Sjá má myndband frá söngnum hér fyrir neðan. (meira…)

VSV: Framkvæmdir í fullum gangi

Vsv Framkv 310824 2

Framkvæmdir ganga vel við byggingu hússins á Vinnslustöðvar-reitnum. Alls verður nýbyggingin um 5.600 fermetrar, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá framkvæmdunum. Nánar má lesa um framkvæmdirnar hér. (meira…)

Tyrkjaránið hefur átt hug hans allan í þrjátíu ár

Adam Nichols er prófessor við Marylandháskólann í Bandaríkjunum en hann var staddur í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Hann hefur, ásamt Karli Smára Hreinssyni, íslenskufræðingi, þýtt Reisubók Ólafs Egilssonar, sem er frásögn hins hernumda prests frá því ræningjarnir gengu á land í Vestmannaeyjum, af afdrifum hans í Barbaríinu og hvernig hann komst aftur heim til Eyja. […]

Enginn fór sér að voða og enginn varð fyrir hrekk

Rétt fyrir Þjóðhátíð hittust nokkrir félagar úr Hrekkjalómafélaginu og gerðu sér glaðan dag.   Ásmundur Friðriksson segir það hafi verið ótrúlega skemmtilegt fyrir þá félagana að hittast og rifja upp gamla tíma. „Vökva vináttuna og hlægja mikið saman.”  Hann segir að það hafi verið orðið langt síðan þeir áttu saman kvöldstund. „Þar sem við gáfum lífinu […]

ÍBV fær ÍA í heimsókn

Eyja_3L2A2658

Næst síðasta umferð Lengjufeildar kvenna klárast í dag er leiknir verða fjóriri leikir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti ÍA. Eyjaliðið í fjórða sæti með 25 stig en ÍA er í því sjötta með 23 stig. ÍA hafði betur í fyrri leik liðana, 3-1 á Skaganum. Flautað er til leiks klukkan 14.00 á Hásteinsvelli í […]

Rekstrarvörudeild Voot færist til Hampiðjan Ísland

Dótturfyrirtæki Hampiðjunnar, Voot ehf., hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað eftir kaup Hampiðjunnar á 68% hlut í fyrirtækinu árið 2017.  Voot hefur byggt upp sterka markaðsstöðu í útgerðar- og rekstrarvörum ásamt því að þróa sjóvinnufatalínuna MarWear og því sem fyrirtækið var upphaflega stofnað til – að útvega beitu til línuveiðiskipa. Hampiðjan Ísland, sem er […]

Fannst fyndið að sjá myndir af sjálfri sér í tjöldunum

Halla Tómasdóttir tók við embætti forseta í byrjun mánaðar og var mætt degi síðar, ásamt eiginmanni sínum Birni Skúlasyni á setningu Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Hún ákvað að sitt fyrsta verk yrði að mæta á Þjóðhátíð áður en hún áttaði sig á því að 150 ár væru liðin frá fyrstu hátíðinni en segir þau tímamót hafa […]

Tap í Keflavík

Eyja ÍBV ÍR 3L2A5553

Eyjamenn töpuðu dýrmætum stigum í toppbaráttunni í Lengjudeildinni í kvöld er liðið sótti Keflavík heim. Mörk ÍBV gerðu Hermann Þór Ragnarsson en hann jafnaði metin áður en Keflavík komst í 3-1. Bjarki Björn Gunnarsson minnkaði svo muninn þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur 3-2. ÍBV er enn efst þrátt fyrir tap með 35 stig, […]

Gular viðvaranir allvíða

Gul Vidv 300824

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir í flestum landshlutum. M.a á Suðurlandi vegna mikillar rigningar og tekur hún gildi þar 31 ágú. kl. 09:00 og gildir til 1 sep. kl. 06:00 Í viðvörunarorðum fyrir Suðurland segir: Talsverð eða mikil rigning. Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu […]

Ísfélagið hagnaðist um 200 milljónir á öðrum ársfjórðungi

Stefan Fridriks Tms 1223 Cr IMG 4182

Ísfélagið hagnaðist um 1,4 milljónir dala eða um 200 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem birt var í dag. Hagnaður Ísfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 280 þúsund dölum eða tæpar 39 milljónir króna, en tap varð af rekstrinum á fyrsta ársfjórðungi. Til samanburðar hagnaðist félagið um 17,9 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.