Áhersla á halda jarðraski í lágmarki

Nú standa yfir framkvæmdir við lagningu tveggja nýrra rafstrengja frá landi til Eyja. Talsvert jarðrask er á Nýja hrauni vegna framkvæmdanna og hafa nokkrir áhyggjufullir bæjarbúar haft samband við ritstjórn Eyjafrétta vegna þessara jarðvegsframkvæmda. Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets eru framkvæmdir við lagningu jarðstrengshluta Vestmannaeyjalínu 4 og 5 í Vestmannaeyjum í fullum gangi. „Strengirnir munu […]
Dagskrá Þjóðhátíðar klár

Dagskrá Þjóðhátíðarinnar er nú klár og var opinberuð í dag inn á dalurinn.is. Á dagskránni má sjá þá listamenn sem fram koma og hvernig skipulaginu verður háttað. Í dag er síðasti dagur til þess að kaupa miða á forsöluverði, lokað verður fyrir það á miðnætti. (meira…)
„Nú verður skipt um rúm – það er löngu tímabært!“

Það var bæði gleði og vantrú í bland þegar rúmlega sextug kona, sem hefur lengi verið áskrifandi að Lottó, mætti á skrifstofu Íslenskra Getspár eftir að hafa unnið tvöfaldan fyrsta vinning í síðasta útdrætti. Í tilkynningu frá Getspá segir að hún hafi fengið í sinn hlut rúmlega 21 milljón króna, skattfrjálst. Hún var sú eina […]
Árið 2027 verða 400 ár frá Tyrkjaráni

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum bauð að venju upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu þann 27. júlí 1627 á Bryggjunni í Sagnheimum síðasta laugardag. Í ár eru liðin 398 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu, drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Mæting […]
Eitt tilboð barst í innviði Eyglóar

Þann 10. júní sl. var birt á vef Vestmannaeyjabæjar auglýsing um sölu fjarskiptainnviða Eyglóar. Var auglýsingin í framhaldinu sömuleiðis birt á vef og síðum Morgunblaðsins, á vefsíðu Vísis sem og á staðarmiðlum í Vestmannaeyjum. Frestur til að skila tilboðum rann út á hádegi föstudaginn 11. júlí sl. Fram kemur á vef Vestmannaeyjabæjar að eitt tilboð […]
Opnað fyrir umsóknir hvítu tjaldanna á mánudag

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð er nú kominn á fullt skrið og nú styttist í úthlutun lóða fyrir hvítu tjöldin. Á mánudaginn, klukkan 10:00, opnar fyrir umsóknir um lóðir fyrir hvítu tjöldin og verður hægt að sækja um á dalurinn.is. Umsóknarfresturinn stendur yfir til kl. 10:00 á miðvikudaginn 23. júlí. (meira…)
Byggðakerfið flyst milli ráðuneyta

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Byggðakerfið, sem felur í sér strandveiðar, byggðakvóta o.fl., verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu yfir á málefnasvið innviðaráðuneytisins, sem jafnframt er ráðuneyti byggðamála. Breytingin var rædd og samþykkt á fundi […]
Bergey landaði í Grindavík

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi í Grindavík í gær. Aflinn var mestmegnis karfi. Jón Valgeirsson skipstjóri lét vel af túrnum í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar. „Þetta gekk bara vel en veitt var á Fjallasvæðinu út af Reykjanesinu í bongóblíðu. Farið var út á mánudag þannig að það tók ekki langan tíma að fá í hann. […]
Íþróttamaður mánaðarins: Allison Patricia Clark

Íþróttamaður mánaðarins er nýr liður í Eyjafréttum þar sem við munum leggja spurningar fyrir íþróttafólk í Eyjum. Fyrst í röðinni er fótboltakonan Allison Patricia Clark sem hefur átt virkilega góðu gengi að fagna með kvennaliði ÍBV en þær sitja á toppi Lengjudeildarinnar og eru komnar í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Allison hefur verið einn af betri leikmönnum […]
Eyjakonur áfram á blússandi siglingu

Kvennalið ÍBV vann sannfærandi 0-5 sigur í kvöld er liðið tók á móti Gróttu á Seltjarnarnesi í 11. umferð Lengjudeildar kvenna. Bæði þessi lið höfðu verið á mikilli siglingu fyrir leikinn en Gróttukonum tókst ekki að veita ÍBV mikla samkeppni og sýnir það styrk ÍBV í þessari deild. Eyjakonur leiddu 0-2 í hálfleik en Allison […]