Baldur kominn í lag

Fella þurfti niður ferð Baldurs milli lands og Eyja um kvöldmatarleitið í kvöld vegna bilunar. Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs fékk ferjan veiðafæri í skrúfuna. „Það þurfti að kalla til kafara til að skera netadræsurnar úr skrúfunni. Það gekk vel og mun Baldur sigla næstu ferðir,” segir hann í samtali við Eyjafréttir. Hér […]

Baldur bilaður

20250909 203208

Ákveðið  hefur verið að fella niður næstu ferð Baldurs frá Vestmannaeyjum kl 18.00 og Landeyjahöfn kl 19.00 vegna bilunar sem þarf að skoða. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. en Baldur leysir nú af Herjólf sem er í slipp. Í tilkynningunni segir jafnframt að hvað varði næstu ferðir þá eru þær á áætlun þar […]

Kvennakórinn með opna æfingu

Næstkomandi mánudag, 15. september, býður Kvennakórinn konum til að mæta á opna æfingu og prófa að syngja með kórnum. Æfingin verður opin fyrir allar konur, óháð reynslu eða sönghæfileikum, og því frábært tækifæri til að kynnast kórnum og starfinu. Æfingin mun fara fram mánudaginn 15. september kl 19 og í beinu framhaldi af því verða […]

„Bölvuð bræla”

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir í Neskaupstað í gærmorgun. Afli hvors skips var um 40 tonn. Skipstjórarnir sögðu – í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar – að komið hefði verið til löndunar af tveimur ástæðum; annars vegar hefði verið komin bölvuð bræla og hins vegar hefði fisk vantað til vinnslu hjá Vísi í […]

Breyta skipulagi vegna uppbyggingar hótels og baðlóns

Mynd Baðlón Og Hótel á Skanshöfða

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 14. maí 2025 að auglýsa, skv. skipulagslögum tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 við Skanshöfða vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar baðlóns og hótels, ásamt umhverfisskýrslu. Einnig var samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag Skans og Skanshöfða. Þetta segir í auglýsingu um skipulagsmál sem birt er á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar. Breyting á aðalskipulagi gerir ráð fyrir […]

Birna Berg og Sandra í A-landsliðið

Þær Birna Berg Haraldsdóttir og Sandra Erlingsdóttir leikmenn ÍBV hafa verið valdar í A-landsliðshóp Íslands í handbolta. Þær munu taka þátt í æfingaviku sem byrjar á mánudaginn kemur og líkur með vináttuleik gegn Danmörku þann 20. september. Birna Berg Haraldsdóttir á 63 A-landsliðsleiki og 126 mörk. Sandra Erlingsdóttir á 35 A-landsliðsleiki og 146 mörk. (meira…)

Áherslan á virkni og hæfingu í stað vinnu og hæfingu

Heimaey Kerta

Heimaey – vinnu- og hæfingarstöð var til umfjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja. Silja Rós Guðjónsdóttir, Björg Ólöf Bragadóttir og Þóranna Halldórsdóttir fóru yfir vinnu starfshóps á vegum fjölskyldu- og fræðslusviðs vegna endurskoðunar á starfsemi Heimaeyjar – vinnu- og hæfingarstöð. Markmiðið með endurskoðuninni er að efla Heimaey sem hæfingarstöð með áherslu á starfs- og […]

Árekstur á gatnamótum Strandvegar og Heiðarvegar

20250908 125553

Í hádeginu í dag varð umferðaróhapp á gatnamótum Strandvegar og Heiðarvegar þegar tveir pallbílar lentu í nokkuð hörðum árekstri. Á gatnamótunum eru umferðarljós. Stefán Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum segir í samtali við Eyjafréttir að það sem vitað sé á þessari stundu er að talsvert eignatjón er á bifreiðum og minniháttar meiðsli. „Vinna stendur […]

Alþjóðlegur dagur læsis

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis. Á þessum degi minnumst við mikilvægi læsis og hlutverki þess í að skapa það samfélag sem við viljum búa í, samfélag sem er réttlátt með jöfnum tækifærum til frama fyrir börn og ungmenni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Að mati UNESCO skorti að minnsta kosti […]

Fáanlegt efnismagn verði um 1,5 milljónir rúmmetrar

Haugasvaedi 20250113 105005

Efnisvinnslusvæði við Haugasvæði, umhverfismat og skipulag lá fyrir umhverfis- og skipulagsráði á síðasta fundi ráðsins. Fram kemur í fundargerð að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafi lagt fram erindi um að hafin verði vinna við umhverfismat skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana og skipulagsbreytingar vegna nýs efnisvinnslusvæði á Haugasvæðinu. Síðastliðinn vetur fóru fram jarðvegsrannsóknir á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.