Tug milljarða viðskipti í Eyjum

Aðalfundur Ísfélagsins var haldinn í þann 23. apríl síðastliðinn. Þar fór Einar Sigurðsson, stjórnarformaður félagsins yfir liðið ár, auk þess að horfa til framtíðar. Einar gerði orð Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, að sínum en hún skrifaði skýrslu um sjávarútveg árið 2011 sem á enn þá við í dag að hans mati. “Hins vegar er ljóst að […]
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1616. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu, í dag miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir eru um listaverk Ólafs Elíassonar og aðgerðir gegn ofbeldi í Vestmannaeyjum. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingarammann. Dagskrá: Almenn erindi 1 202402027 – Listaverk Ólafs Elíassonar 2 202505054 – Aðgerðir gegn […]
Víkingahátíð í samvinnu við Sagnheima

Víkingahátíð verður haldin þann 17. maí nk. á túninu við Safnahús í tengslum við Safnadaga. Hátíðin stendur frá kl. 11:00-17:00. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Þar segir enn fremur að víkingafélagið Rimmugýgur úr Hafnarfirði ásamt nýstofnuðu Víkingarfélagi Vilborgu verði hér í Vestmannaeyjum. Ætlunin er að reisa lítið víkingarþorp við Sagnheima. Verða […]
Herrakvöld ÍBV í Reykjavík

Knattspyrnudeild ÍBV heldur herrakvöld í Reykjavík föstudaginn 23. maí nk. í Víkingssalnum/Fram Safamýri 26. Þar er ætlunin að skapa sannkallaða Eyja/ÍBV stemningu og gera þetta að einstaklega skemmtilegu kvöldi, segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV. Þar segir jafnframt að sérstakur heiðursgestur verði okkar ástsælasti sonur, Ásgeir Sigurvinsson. „Við ætlum að koma þarna saman og þakka […]
Framkvæmdir við lundakofann í Höfðanum

Félagar í Lions-klúbbnum í Eyjum nýttu blíðviðrið í gær til að steypa í Stórhöfða. Þeir félagar hafa haft veg og vanda af byggingu og viðhaldi á lundakofanum vinsæla í hlíðum Höfðans. Að þeirra sögn eru þeir nú að byggja við pallinn auk þess að ditta að kofanum. Lundakofinn er vinsælt fuglaskoðunarhús á Stórhöfða. Óskar Pétur […]
KR fær ÍBV í heimsókn í bikarnum

16-liða úrslit Mjólkurbikarsins hófust í gær með leik Selfoss og Þórs þar sem Þórsarar fóru með sigur af hólmi. Í kvöld verða fimm leikir háðir. Á AVIS-vellinum tekur KR á móti ÍBV. Liðin mættust um helgina í deildinni og sigraði KR þann leik 4-1. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og er hann í beinni á RÚV […]
Nýtt samstarfsverkefni: Aðgerðir gegn ofbeldi í Vestmannaeyjum

Í gær fór fram vinnustofa í Vestmannaeyjum undir yfirskriftinni: Aðgerðir gegn ofbeldi í Vestmannaeyjum og tóku um 70 fagaðilar þátt. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að tilefni vinnustofunnar hafi verið að kynna, efla og útvíkka eldra samstarfsverkefni lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, sýslumannsins í Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabæjar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á […]
Gísli lætur að sér kveða á þingi

Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi og varaþingmaður tók sæti á Alþingi í gær. Hann leysir af Guðrúnu Hafsteinsdóttur á þinginu. Gísli segir í samtali við Eyjafréttir að hann búist við að vera á þingi fram að helgi. „Allavega í þessu úthaldi,” segir hann. Gísli hélt jómfrúarræðu sína í gær er hann fór í atkvæðaskýringu vegna frumvarps um […]
Fiskirí og slippferð

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE hafa aflað vel að undanförnu. Bergur kom til heimahafnar í Eyjum með fullfermi aðfaranótt sunnudags og Vestmannaey kom í kjölfar hans einnig með fullfermi. Í viðtali við vef Síldarvinnslunnar segir Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, að hann hafi verið sáttur við túrinn. „Við byrjuðum á Víkinni en flúðum þaðan […]
Spurði ráðherra hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingfundi í gær spurði Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi Daða Má Kristófersson, fjármálaráðherra um hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar. Hvenær er ætlað að útkljá málið? „Mig langar til að beina spurningunni til fjármálaráðherra og spyrja hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar. Í niðurstöðunni kemur skýrt fram […]