Fjör á föstudagstónleikum – myndir

Í gærkvöldi voru tvennir tónleikar. Þeir fyrri voru í Eldheimum og þar voru flutt sígild popplög sem voru sótt í klassísk verk undir yfirskrftinni: „Úr klassik í popp“. Var um aukatónleika að ræða þar sem það seldist upp á þá fyrri. Í Höllinni hélt Todmobile stórtónleika, þar sem var nánast húsfyllir og mikið stuð. Myndasyrpu […]
Jóna Heiða – Lundi og partýstemning

Jóna Heiða Sigurlásdóttir er ein þeirra listamanna sem tekur þátt í Goslokahátíðinni í ár. Þetta er hennar þriðja sýning á Goslokunum, og að þessu sinni mætir hún með skemmtilega og litríka sýningu þar sem lundar, diskókúlur og partýstemning fá að njóta sín. „Þetta er samansafn af allskonar verkum eftir mig, minni verkum sem mynda stærri […]
Prýði – Vinalegt og afslappað andrúmsloft

Jón Arnar Barðdal og fjölskylda hafa opnað nýtt einstaklega hlýlegt og fallegt kaffihús í Eyjum sem ber nafnið Prýði. Aðspurður hvernig hugmynd að kaffihúsinu hafi kviknað segir Jón að hann og fjölskyldan hafi eignast húsnæði sem var ekki í notkun og ákveðið að bestu notin fyrir húsnæðið hafi verið að skapa stað þar sem fólk […]
Þura Stína – Drottingar í hverum kima

Listakonan og hönnuðurinn Þuríður Kristín Kristleifsdóttir, eða Þura Stína eins og hún er kölluð sýnir á Goslokahátíð í ár, en þetta er fyrsta skipti sem hún sýnir í Eyjum. Þura verður með sýningu sem hefur þegar vakið athygli í Reykjavík. „Ég opnaði mína fyrstu einkasýningu á HönnunarMars í ár og bar hún heitið Drottningar,“ segir […]
Mótorhjól, málverk, skúlptúrar og konur og gosnóttin

Á morgun, sunnudag verður Guðrún Erlingsdóttir, móðir Bjarteyjar með erindi í Sagnheimum kl. 13.00 Það verður nóg að gera um goslokahelgina hjá hjónunum Bjarteyju Gylfadóttur og Sæþóri Gunnarssyni en þau opnuðu sameiginlega sýningu undir heitinu Myndlist og mótorhjól í gær í Akóges. Þar sýnir Sæþór mótorhjól sem hann á og hefur gert uppi nokkur þeirra. Bjartey er með sölusýningu á […]
Veðrið lék við gesti Goslokahátíðar – myndir

Fjöldi fólks er nú í Eyjum að skemmta sér á Goslokahátíð. 52 ár eru síðan goslokum var líst yfir á Heimaey og er haldið upp á það þessa dagana með mikilli dagskrá. Ljósmyndari okkar Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson var á vappinu um alla Eyju í gær. Hægt er að skoða myndasyrpu hans frá gærdeginum hér […]
Goslok: laugardags dagskráin

Goslokahátíðin er nú í fullum gangi, en dagskráin síðastliðna daga hefur verið einstaklega fjölbreytt og skemmtileg. Hér má sjá dagskrá dagsins. Laugardagur 5. júlí 08:00 Golfklúbbur Vestmannaeyja- Icelandair Volcano open 10:00 Dorgveiðikeppni SJÓVE á Básaskersbryggju 10:00 – 16:00 Sunna spákona í Eymundsson 10:00 – 17:00 Sýning í Sagnheimum með gosmynjum úr eigu safnsins 10:00 – […]
Taka á móti toppliðinu

Í dag verða þrír leikir háðir í 14. umferð Bestu deildar karla. Í lokaleik dagsins tekur ÍBV á móti Víkingi Reykjavík á Hásteinsvelli. Víkingsliðið trónir á toppi deildarinnar. Er með 29 stig úr 13 leikjum. Liðið hefur verið á skriði undanfarið og hefur til að mynda sigrað í þremur síðustu deildarleikjum. Eyjaliðið hefur hins vegar […]
Eyjakonur með 5-1 sigur á nýjum Hásteinsvelli

ÍBV sigraði sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur í 10. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram á glænýjum Hásteinsvelli og veðrið lék við leikmenn og áhorfendur. Eyjastúlkur höfðu yfirhöndina allan leikinn og komust í 1-0 á 27. mínútu þegar Allison Grace Lowrey skoraði eftir góða sendingu í gegn frá Olgu Sevcovu. Olga skapaði næstu […]
Yfirlýsing hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar og framkvæmdastjóra Herjólfs

Undirrituð eru sammála um mikilvægi þess að komu- og brottfarartímar almenningssamganga við Vestmannaeyjar standist. Eðlilega getur margt haft áhrif á áætlun Herjólfs, þar á meðal önnur skipaumferð um Vestmannaeyjahöfn. Það varð tilefni þess að framkvæmdastjóri Herjólfs fór þess á leit við hafnarstjóra að tekin verði upp sú regla að Herjólfur njóti forgangs í siglingum innan […]