Heimir á sigurbraut

Heimir Hallgrímsson kom karlalandsliði Jamaíka í átta liða úrslit Þjóðadeildarinnar eftir sigur á Kanada 3:2 í nótt. Kanada vann fyrri leikinn 2:1 og endaði einvígið 4:4 en Jamaíka fer áfram á fleiri mörkum á útivelli. Með þessum úrslitum er Jamaíka komið í lokakeppni Ameríkubikarsins, Copa America, en liðin sem komast í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, komast í […]
Rúmlega 400% hækkun á 9. tímanum

Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar tók fyrir, á fundi sínum á mánudag, tillögur skólaskrifstofur Vestmannaeyja að endurskoðaðri gjaldtöku á leikskóla og innritunar- og innheimtureglum en tillögurnar voru unnar að ósk ráðsins frá 374. og 376. fundum ráðsins. Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram: 1. Gjaldtaka hjá yngsta aldurshópi leikskólanna, þ.e. 12-18 mánaða, verði hækkuð um næstu áramót þannig að […]
Þurfa lengri tíma til að meta ástand leiðslunnar og möguleikum á viðgerð

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja fundaði aftur með forsvarsmönnum HS-veitna síðdegis í dag þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin vegna tjóns á neysluvatnslögninni til Eyja. Fram kom á fundinum að þeir erlendu sérfræðingar sem hafa málið til skoðunar telja sig þurfa fleiri daga til viðbótar til að meta ástand leiðslunnar og möguleikum á […]
Styrktarsjóður Landakirkju

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjaðir að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum. Slíkt hefur leitt til þess að þau sem eiga […]
Arnór Sölvi áfram með ÍBV

Í tilkynningu frá ÍBV kemur fram að knattspyrnumaðurinn Arnór Sölvi Harðarson hefur skrifað undir áframhaldandi samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann lék með liðinu seinni hluta tímabilsins og kom við sögu í fimm leikjum. Arnór er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið í mörgum stöðum en hann er fæddur 2004 og bindur ÍBV vonir við að […]
Íbúafundinum varðandi sorpmál frestað

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur Íbúafundinum verið frestað til miðvikudagsins 29. nóvembers. (meira…)
Bíða eftir upplýsingum fyrir um næstu skref

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja fundaði með forsvarsmönnum HS-veitna síðdegis í dag þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin vegna tjóns á neysluvatnslögninni til eyja. Búið er að senda allar fyrirliggjandi upplýsingar um tjónið á vatnsleiðslunni til erlendra sérfræðinga og framleiðanda leiðslunnar sem eru nú að fara yfir málið. Eins og staðan er núna […]
Tvær Eyjakonur í meðal 20 markahæstu í Þýskalandi

Landsliðs- og Eyjakonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir eru á meðal 20 markahæstu í þýsku 1. deildinni í handknattleik að loknum átta umferðum. Frá þessu er greint í frétta á vefnum Handbolti.is. Hlé hefur verið gert á keppni í deildinni vegna heimsmeistaramótsins sem hefst undir lok mánaðarins og þráðurinn tekinn upp á nýjan leik […]
Vilja nýta betur lóðir við höfnina

Lóðir innan hafnarsvæðis voru til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni sem leið, en á fundi ráðsins þann 27. september var starfsmönnum sviðsins falið að fara yfir nýtingu, tækifæri og gildandi samninga á hafnarsvæðinu. Hafnarstóri fór yfir drög að niðurstöðum starfsmanna sviðsins. Í niðurstöðu um málið kemur fram að ráðið felur hafnarstjóra að […]
FRÉTTATILKYNNING-VATNSLÖGNIN TIL VESTMANNAEYJA

Föstudagskvöldið 17. nóvember varð neysluvatnslögnin til Vestmannaeyja fyrir skemmdum þegar Huginn VE missti niður akkeri sem festist í vatnslögninni. Vatnslögnin, sem liggur í sjó milli lands og Eyja, er í eigu Vestmannaeyjabæjar og sjá HS Veitur um rekstur hennar. Málsatvik eru í rannsókn en skipið var komið inn fyrir Klettsnef þegar atvikið átti sér stað. […]