Landakirkja og eldgosið á Heimaey 1973

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá upphafi og lokum eldgossins á Heimaey 1973 verður haldin athöfn í Landakirkju, kirkjugarðinum og safnaðarheimilinu, annan í hvítasunnu, mánudaginn 29. maí nk. Athöfnin hefst kl. 13.00 í Landakirkju þar sem flutt verða blessunarorð og tónlist ásamt 10 mínútna upptöku Ríkisútvarpsins frá svokallaðri eldmessu Þorsteins Lúthers Jónssonar […]

Fræðslufundur – Fjölþætt heilsuefling 65+

Í dag fimmtudaginn 25. maí verður fræðslufundur í Týsheimilinu kl. 14:00, þar sem Katrín Harðardóttir íþróttafræðingur og jógakennari verður með fræðslu um jákvæða sálfræði. Fer hún meðal annar yfir hvernig er hægt að nota hana til að auka vellíðan og einnig mun hún kynna lokaverkefnið sitt í mastersnáminu sínu. Allir eldri borgarar eru velkomnir. (meira…)

Samantekt á ábendingum í verkefninu Auðlindin okkar

Á vef stjórnarráðsins kemur fram að gerð hefur verið samantekt á ábendingum almennings, sérfræðinga og hagaðila sem leitað var til við undirbúning sjávarútvegsstefnu í verkefninu Auðlindin okkar. Þar má einnig finna upptökur af fundunum, meðal annars frá Vestmannaeyjum. Samantektin ber heitið Tæpitungulaust og inniheldur ábendingar þeirra 132 sérfræðinga sem samstarfshópar og samráðsnefnd verkefnisins leituðu til. Einnig eru […]

Eiginmaðurinn varð kveikjan að lokaverkefninu

Katrín Harðardóttir er íþróttafræðingur úr Vestmannaeyjum sem er að útskrifast með diplómagráðu í jákvæðri sálfræði á meistarastigi frá Endurmenntun Háskóla Íslands,“ segir á heimasíðu Endurmenntunar HÍ.  Þar segir á  hún sé fjölskyldumanneskja, eigi eiginmann og þrjú börn og í náminu kviknaði áhugi hennar á að finna leiðir til að hjálpa körlum eins og sínum manni […]

Formleg opnun nýs Suðurlandsvegar á morgun

Verkið Hringvegur (1), Biskupstungnabraut – Gljúfurholtsá, er annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Umferðaröryggi eykst til muna með þessari framkvæmd enda eru akstursstefnur nú aðskildar og vegamótum hefur fækkað úr rúmlega tuttugu í tvenn. Innviðaráðherra og forstjóri Vegagerðarinnar opna formlega nýjan veg milli Hveragerðis og Selfoss fimmtudaginn 25. maí klukkan 10:00. Klippt verður á […]

Stefán Jónsson yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum

Ákveðið hefur verið að ráða Stefán Jónsson sem yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum frá 1. júní nk. Stefán gegnir nú stöðu aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Stefán tekur við af Jóhannesi Ólafssyni sem lætur af störfum frá sama tíma vegna aldurs. Jóhannes hóf störf í lögreglunni 12. október […]

Vilja ráða sérfræðing í 70% stöðu vegna nemenda sem glíma við miklar áskoranir

Úthlutun kennslustunda til skólastarfs var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni en um var að ræða framhald af 4. máli 364. fundar fræðsluráðs. Áætlun um úthlutun kennslustunda og stöðugilda annarra starfsmanna skólaárið lögð fram til staðfestingar. Jafnframt óskar skólastjóri eftir heimild til að ráða sérfræðing í 70% stöðu vegna nemenda sem glíma við miklar […]

Ófært til lands

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður siglingar fyrri part dags v/veðurs og sjólags. “Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning,” segir í tilkynningu frá Herjólfi. Hvað varðar siglingar seinnipartinn í dag, þá verður gefin út tilkynning fyrir kl. 15:00 […]

Bikarinn á loft í Eyjum á föstudaginn?

Einbeitning, sjálfstraust, leikgleði og einbeittur vilji var lykillinn að sigri ÍBV á Haukum á Ásvöllum í kvöld, 26:29. Heilt yfir var leikurinn nokkuð jafn og í hálfleik skildu aðeins tvö mörk liðin að, 11:13 fyrir ÍBV. En eins og svo oft áður átti ÍBV síðustu mínúturnar skuldlausar. Rún­ar Kára­son var fremstur meðal jafningja með 11 […]

Ellert Scheving ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags

Ellert Scheving hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Hann mun hefja störf nú þegar en Haraldur verður honum til halds og trausts til mánaðarmóta þegar hann lætur af störfum. Þetta staðfesti Sæunn Magnúsdóttir formaður aðalstjórnar ÍBV við Eyjafréttir. Það vekur athygli að Ellert var kynntur sem til starfa sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV um miðjan síðasta […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.