Blómlegt rokk í Eyjum

Rokkarinn Arnar Júlíusson setti saman þessa áugaverðu samantekt um starfandi rokkhljómsveitir í Vestmannaeyjum sem hann birti á facebook. Okkur fanst þessi samantekt eiga erindi við fleiri svo við birtum hana í heild sinni í samráði við Arnar. “Stundum velti ég því fyrir mér hvort eyjamenn geri sér fyllilega grein fyrir því hvað það er mikil […]

Toppliðið í heimsókn

Það er verðugt verkefni framundan hjá liðið Íslandsmeistara ÍBV í dag þegar topplið Vals kemur í heimsókn. Lið Vals situ í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. ÍBV situr í fimmtasæti deildarinnar með sjö stig eftir jafn marga leiki. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni klukkan 16:00 í dag. (meira…)

Bleik messa í Landakirkju

Landakirkja í samstarfi við Krabbavörn heldur uppi uppteknum hætti í október og heldur bleika messu í tilefni bleiks októbers í dag kl. 13:00. Kristín Valtýsdóttir segir frá starfi Krabbavarnar og Valgerður Þorsteinsdóttir segir sögu sína. Sr. Viðar þjónar og Kitty Kovács leiðir Kór Landakirkju. (meira…)

Til fundar við Eldfell – Breyttur leiðsagnartími

Nú eru síðustu forvöð að sjá hina áhugaverðu samsýningu innlendra og erlendra listamanna í Einarsstofu og Sagnheimum í Safnahúsinu, þar sem sýningin verður tekin niður eftir helgi. Af því tilefni munu Vala Pálsdóttir, sýningarstjóri og Þorgerður Ólafsdóttir, myndlistamaður leiða gesti um sýninguna í dag sunnudaginn 22. október kl. 14:30. Að lokinni leiðsögn verður boðið upp […]

Stórleikur hjá stelpunum

ÍBV stelpurnar taka á móti kvennaliði Fram í dag í íþróttamiðstöðinni. Það má gera ráð fyrir því að þar verðir á ferðinni hörku leikur. ÍBV situr um þessar mundir í 2. sæti deildarinnar með 8 stig en Fram í því fjórða með 6 stig. Flautað verður til leiks klukkan 14:00 í dag (meira…)

Afhentu milljón til góðgerðarmála

Nú síðdegis afhentu forsvarsmenn Geisla tveimur góðgerðafélögum myndarlega gjöf í tilefni af 50 ára afmælis fyrirtækisins á dögunum. Félögin tvö sem nutu góðs af þessu eru Einhugur, félag einhverfra og aðstandenda þeirra i Vestmannaeyjum og Krabbavörn í Vestmannaeyjum, 500.000 fyrir hvort félag. Í afmælishófi á vegum Geisla fyrr í þessum mánuði voru öll blóm og […]

Til fundar við Eldfell – lokaleiðsögn á laugardaginn

Nú eru síðustu forvöð að sjá hina áhugaverðu samsýningu innlendra og erlendra listamanna í Einarsstofu og Sagnheimum í Safnahúsinu, þar sem sýningin verður tekin niður eftir helgi. Af því tilefni munu Vala Pálsdóttir, sýningarstjóri og Þorgerður Ólafsdóttir, myndlistamaður leiða gesti um sýninguna laugardaginn 21. október kl. 14. Að lokinni leiðsögn verður boðið upp á kaffi […]

Allt að 100 íbúðir við Löngulág

Fyrirhuguð íbúðarbyggð á Malarvellinum við Löngulág voru til umtæðu á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni um er að ræða skipulagsáætlanir á svæði ÍB-5. Skipulagsfulltrúi lagði fram skipulags- og matslýsing fyir breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og nýtt deiliskipulag miðlægrar íbúðabyggðar á svæði kenndur við malarvöll og Löngulág. Meðal helstu breytingar eru: Aukinn fjöldi íbúða: […]

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum úr húsafriðunarsjóði

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2024. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til: • viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, ásamt öðrum húsum […]

Vegur og virðing jólasíldar VSV vex

„Við lögðum verðandi jólasíld VSV í edikspækil í lok september, lítum til kerjanna nokkrum sinnum á sólarhring og hrærum í. Framleiðslan í ár er með sama sniði og í fyrra enda mæltist jólasíldin afar vel fyrir þá. Bitarnir eru minni í ár en áður, það er eina breytingin. Og svo hófumst við handa ögn fyrr […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.