Nýtt hús rís fyrir saltfisk- og uppsjávarvinnslu VSV

Framkvæmdir eru í þann veginn að hefjast á Vinnslustöðvarreitnum við nýtt tveggja hæða steinhús á tveimur hæðum, alls um 5.600 fermetra, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. Nýbyggingin verður L-laga, að hluta í gamla þróarrýminu sem snýr út að Hafnargötu í krikanum þar sem er nýlegur aðalinngangur VSV. […]

Stelpurnar mæta Haukum á útivelli í bikarnum

Bikarmeistarar ÍBV mæta Haukum á Ásvöllum í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik kvenna, bikarkeppni HSÍ. Dregið var fyrir stundu í bækistöðvum HSÍ í Laugardal. Annar slagur á milli liða úr Olísdeildinni verður í 16-liða úrslitum verður þegar Stjarnan og Afturelding mætast í Mýrinni. Stefnan hefur verið sett á að leikir 16-liða úrslita fari fram þriðjudaginn […]

Gunnar Heiðar þjálfar Njarðvík til 2025

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur samið við Gunnar Heiðar Þorvaldsson um hann verði aðalþjálfari meistaraflokks karla út leiktíðina 2025 í hið minnsta. Gunnar verður í fullu starfi sem þjálfari meistaraflokks karla. Gunnar Heiðar tók við liði Njarðvíkur í júlí þegar liðið var statt á ólgusjó í deildinni og náði ásamt þjálfarateyminu að rétta skútuna af og bjarga […]

Innleiðing á nýju flokkunarkerfi

Kubbur Sorp

Innleiðing á nýju flokkunarkerfi mun hefjast haustið 2023 í Vestmannaeyjum þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Þetta kemur fram í frétt á v ef Vestmannaeyjabæjar. Flokkunum fylgja samræmdar merkingar FENÚR sem munu gilda fyrir alla flokkun á Íslandi, allar tunnur fá því nýjar límmiðamerkingar. Um er að ræða stórt framfaraskref í umhverfis- […]

Fundu pysju á hálendi

Pysjueftirlitð fékk fregnir af pysju um daginn sem fannst dauð uppi á Biskupstungnaafrétti. Nánar til tekið við Sandvatn sem er um 80-90 km frá sjó. Var þetta eftir mikið sunnan hvassviðri sem gekk yfir landið fyrstu helgina í september. Greinilegt er að mikill vindur getur borið pysjur langt af leið. Þessi saga ætti að kenna […]

Fjarheilbrigðisþjónusta er byggðamál

Byggðamál snerta flesta, ef ekki alla, málaflokka ríkisins og í stefnumótandi byggðaáætlun er lögð áhersla á samhæfingu við aðra stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Af 44 aðgerðum byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2026 eru 32 aðgerðir á ábyrgð annarra ráðuneyta en innviðaráðuneytis og tengjast málefnasviðum þeirra. Ein af þeim er aðgerð A.5 Fjarheilbrigðisþjónusta. Markmið með þeirri aðgerð er að aðgengi […]

Brælustopp

Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gær og í dag landar Vestmannaey VE einnig fullfermi. Skipin munu bæði stoppa í landi meðal annars vegna bræluspár. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, sagði í gær, í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar, að tveggja daga stopp væri framundan. „Það er norðaustan lurkur næstu daga og þá er eins […]

Dagskrá opnunarviðburðar Matey Seafood Festival

Opnunarviðburður Matey Seafood Festival verður haldin á morgunn miðvikudag frá kl: 17:00-18:30 í Eldheimum. Í boði verða tónlistaratriði, listasýning, smakk og léttar veitingar ásamt áhugaverðum erindum. Opnunar-viðburðurinn er fyrir alla og enginn aðgangseyrir. Á Matey.is getur þú pantað borð og lesið þig nánar til um hátíðina. Dagskrá:   (meira…)

Toppliðin mætast í kvöld

Eyja 3L2A0803

Kvennalið ÍBV hefur farið vel af stað á þessu tímabili og unnið sína tvo fyrstu leiki. Annarsvegar KA/Þór fyrir norðan og svo Haukastúlkur á heimavelli. Liðið situr á toppi Olísdeildarinnar með fullt hús stiga ásamt Valsstúlkum. En þessi tvö lið mætast í toppslag á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á handboltarás Símans. […]

KFS fallið eftir tap um helgina

KFS er fallið niður í 4. deild eftir tap gegn Víði um helgina. KFS þurfti að minnsta kosti jafntefli í leiknum til þess að halda sér í deildinni en leikurinn fór 3-0 Víði í vil. KFS endaði í 11 sæti með 21 stig eftir 22 leiki. Stigataflan eftir tímabilið: (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.