ÍBV sektað vegna framkomu áhorfenda

Knattspyrnufélag Íslands hefur sektað ÍBV um hundrað þúsund krónur vegna ummæla áhorfenda í garð dómara á leik ÍBV og Vals í Bestu deild kvenna sem fór fram þann 29. júlí sl. Í skýrslu KSÍ kemur fram að Ásgeir Viktorsson aðstoðadómari (AD1) hafi orðið fyrir hrottalegum ummælum áhorfenda og stuðningsmanna ÍBV sem höfðu komið sér fyrir […]
Ætlað að auka lýðræðisþátttöku og sjálfbærni sveitarfélaga

Drög að nýrri reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið er að einfalda og minnka umfang íbúakosninga sveitarfélaga og veita sveitarfélögum meira vald hvað kosningarrétt varðar í ráðgefandi íbúakosningum. Reglugerðinni er jafnframt ætlað að auka lýðræðisþátttöku og sjálfbærni sveitarfélaga og efla þannig sveitarsjórnarstigið. Skoða má drög að reglugerð um íbúakosningar í […]
Nýtt skip Ísfélags sjósett

„Nýr ísfisktogari Ísfélagsins hf. var sjósettur hjá skipasmíðastöðinni Celiktrans í Tyrklandi í dag og ber skipið nafnið Sigurbjörg ÁR. Áætlað er að Sigurbjörg komi til landsins um áramótin og er smíðaverð um þrír milljarðar króna,“ segir á 200 mílum mbl.is í dag. Segir að skipið sé hannað af Nautic ehf. fyrir útgerðarfélagið Ramma á Siglufirði, […]
Óeigingjarnt starf í þágu Villikatta
Deild Villikatta í Vestmannaeyjum var stofnuð í lok ársins 2017. Til að byrja með voru Villikettir í Vestmannaeyjum hluti af Villiköttum á Suðurlandi en urðum svo sér deild fljótlega. Félagið Villikettir eru starfandi um mest allt landið. Samstarf er á milli allra deilda félagsins. Starfssamningur við Vestmannaeyjabæ var svo undirritaður í október 2018. Kisu kotið […]
Heiður að taka þátt í frumflutningi þjóðhátíðarlagsins

Kvennakór Vestmannaeyja tók þátt í þjóðhátíðarlaginu í ár í annað skiptið. Kristín Halldórsdóttir meðstjórnandi Kvennakórs Vestmannaeyja og frumkvöðull kórsins sagði frá stofnun kórsins og þeirri upplifun að fá að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni í 15. tbl Eyjafrétta. Skellti í Facebook færslu Kvennakór Vestmannaeyja var stofnaður árið 2020 þegar Kristín Halldórsdóttir tók þá ákvörðun […]
Grunnskóli Vestmannaeyja settur á morgun

Á morgunn miðvikudaginn 23. ágúst verður skólasetning hjá 2-10 bekk í íþróttahúsinu kl. 11:30. Eftir setningu fara nemendur í sínar skólastofur og hitta þar umsjónakennara. Foreldrar eru velkomnir með. Skóli hefst samkvæmt stundatöflu þann 24. ágúst hjá 2. -10. bekk. Einstaklingsviðtöl hjá 1. bekk eru 23. ágúst, umsjónarkennarar hafa samband vegna tímasetninga. Skólasetning hjá 1. […]
ÍBV leikur gegn Selfossi á Ragnarsmótinu í kvöld

Karlalið ÍBV á leik gegn Selfossi á Ragnarsmótinu í kvöld. Flautað verður til leiks kl 18:00 í Sethöllinni á Selfossi. Á handbolti.is kemur fram að mótið sé haldið í 35 skiptið í ár til minningar um Ragnar Hjálmtýsson. Frítt er á leikinn og verður hann einnig sýndur á Selfoss TV á youtube. Upplýsingar um mótið […]
Karlmenn í Eyjum geta líka sungið

Jarl Sigurgeirsson hefur verið félagi í Karlakór Vestmannaeyja frá upphafi. Hann hefur fengið að stýra nokkrum verkefnum og er í stjórn kórsins þessa stundina. Karlakór Vestmannaeyja tók þátt í Þjóðhátíðarlaginu í ár, líkt og Kvennakór Vestmannaeyja. Eyjafréttir tóku púlsinn á Jarli fyrir Þjóðhátíðina í ár. Hvernig byrjaði karlakór Vestmannaeyja? „Við höfðum lengi verið að ræða […]
Strákarnir fá Fylki í heimsókn

ÍBV tekur á móti liði Fylkis í Bestu deild karla í fótbolta í dag, sunnudaginn 20. ágúst. Flautað verður til leiks klukkan 16:15 á Hásteinsvelli. Eyjamenn sitja í tíunda sæti deildarinnar og Fylkir í því níunda. Liðin eru jöfn stiga eftir að hafa spilað 19 leiki og úr þeim tryggt sér 17 stig hver. (meira…)
Séra Magnús messar í dag

Sr. Magnús Björn Björnsson, sem leysir þá Sr. Guðmund og Sr. Viðar af þessa dagana, predikar í Landakirkju í dag. Athöfnin hefst stundvíslega 11:00. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács, segir í tilkynningu á fréttavef Landakirkju. (meira…)