Bikarinn og stelpurnar með 18:15 ferðinni

Kvennalið ÍBV varð síðast bikarmeistari í kvennaflokki árið 2004, þegar liðið lagði Hauka í úrslitaleik 32-35 fyrir framan rúmlega þúsund áhorfendur í Laugardalshöll. Stelpurnar endurtóku leikinn núna og eru væntanlegar með bikarinn með 18:15 ferð Herjólfs úr Landeyjahöfn eftir frækinn sigur á Val, 31:29. Liðið kemur því um sjö leytið til Eyja og verður tekið […]
ÍBV er bikarmeistari – Verðskuldaður sigur

„Ég veit ekki hvað er hægt að segja, vá hvað þetta er gaman. Þessi liðsheild og mótlæti eftir mótlæti og mæta hérna með þennan stuðning. Vá hvað þetta er gaman!“ segir Hrafnhildur Hanna, ÍBV sigurreif að leik loknum í samtali við mbl.is eftir sigur á Val í bikarúrslitunum 31:29. Hrafnhildur Hanna var fremst meðal jafningja, […]
Leika til bikarúrslita í dag

Kvennalið ÍBV leikur til bikarúrslita í dag þegar liðið mætir Valskonum í Laugardalshöll klukkan 13:30. Það má gera ráð fyrir spennandi leik þar sem mætast tvö sterkustu kvenna lið landsins um þessar mundir. Þá hefur gengið á ýmsu milli þessara liða í aðdraganda leiksins svo ekki sé meira sagt. Sala í hópferðir á leikinn hefur […]
Ísfélagið og Herjólfur koma Eyjamönnum á leikinn
ÍBV stelpur mæta Valskonum á morgun í bikarúrslitum í Laugardalshöll. Ísfélagið og Herjólfur ætla í sameiningu að sjá til þess að Eyamenn fylli Höllina á morgun. Ísfélagið býður frítt í rútur fyrir stuðningsmenn ÍBV og þeir sem bóka sig í rútuna fá sömuleiðis fría Herjólfsmiða! Farið frá Eyjum kl.09:30 á morgun og svo heim með […]
Kostnaðar vegna framfærsluaðstoðar lækkaði um 39%

Staða fjárhagsaðstoðar Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Silja Rós Guðjónsdóttir umsjónarfélagsráðgjafi gerði grein fyrir stöðu fjárhagsaðstoðar árið 2022. Kostnaðar Vestmannaeyjabæjar vegna framfærsluaðstoðar lækkaði á milli áranna 2021 og 2022 um 39%. Helsta ástæða þess var markviss vinna við að aðstoða vinnufæra aðila í vinnu/virkni og þeim sem eru óvinnufærir […]
Minni afli en í febrúar á síðasta ári

Landaður afli í höfnum á Íslandi í febrúar síðastliðnum varð 27% minni en febrúaraflinn ári áður. Hann nam 145 þúsund tonnum samanborið við 198 þúsund tonn í febrúar 2022. Hagstofan hefur tekið saman tölurnar. Hún segir aflasamdráttinn skýrast af minni loðnuafla, en þorskafli hafi staðið í stað á milli ára og verið tæp 22 þúsund tonn. […]
Brúkum bekki

Skipulags- og umhverfisfulltrúi kynnti á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni verkefnið Brúkum bekki og fyrstu leiðir sem verða útbúnar. Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir og Thelma Rós Tómasdóttir höfðu frumkvæmði að innleiðingu verkefnisins í Vestmannaeyjum. Í lýsinga á verkefninu segir: “Félag Íslenskra Sjúkraþjálfara (FÍSÞ) varð 70 ára árið 2010. Í tilefni þess ákváðu sjúkraþjálfarar að fara […]
Framhaldsskólakynning og Íslandsmót iðn- og verkgreina

Á annað hundrað nemendur keppa í iðn- og verkgreinum í Laugardalshöll Dagana 16. til 18. mars 2023 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Keppt í 22 faggreinum Á annað hundrað keppendur taka þátt í 22 faggreinum og takast […]
Mæta botnliðinu á Ísafirði
Til viðbótar við bikarleikir dagsins fer einn leikur fram í Olísdeild karla. ÍBV sækir lið Harðar heim til Ísafjarðar en leiknum var frestað fyrr í vetur. Fall blasir við Ísfirðingum sem sitja á botni deildarinnar. Eyjaliðið er sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar með 20 stig. Flautað er til leiks klukkan 18.00 á Ísafirði í […]
Herra og Konukvöld fótboltans

Herrakvöld fótboltans fer fram 24. mars! Leikararnir Kári Viðars og Tryggvi Rafns verða veislustjórar. Eyþór Ingi mun stíga á svið með tónlistaratriði og þá mun enginn annar en Einar Fidda vera ræðumaðurkvöldsins. Happdrætti og leikmannakynning verður á sínum stað. Sama kvöld fer fram konukvöld ÍBV. Veislustjóri verður enginn annar en Eyþór Ingi! Sara og Una taka […]