Bikarinn og stelpurnar með 18:15 ferðinni

Kvennalið ÍBV varð síðast bikarmeistari í kvennaflokki árið 2004, þegar liðið lagði Hauka í úrslitaleik 32-35 fyrir framan rúmlega þúsund áhorfendur í Laugardalshöll. Stelpurnar endurtóku leikinn núna og eru væntanlegar með bikarinn með 18:15 ferð Herjólfs úr Landeyjahöfn eftir frækinn sigur á Val, 31:29. Liðið kemur því um sjö leytið til Eyja og verður tekið […]

ÍBV er bikar­meist­ari – Verðskuldaður sigur

„Ég veit ekki hvað er hægt að segja, vá hvað þetta er gam­an. Þessi liðsheild og mót­læti eft­ir mót­læti og mæta hérna með þenn­an stuðning. Vá hvað þetta er gam­an!“ seg­ir Hrafn­hild­ur Hanna, ÍBV sig­ur­reif að leik lokn­um í samtali við mbl.is eftir sigur á Val í bikarúrslitunum 31:29. Hrafn­hild­ur Hanna var fremst meðal jafningja, […]

Leika til bikarúrslita í dag

Kvennalið ÍBV leikur til bikarúrslita í dag þegar liðið mætir Valskonum í Laugardalshöll klukkan 13:30. Það má gera ráð fyrir spennandi leik þar sem mætast tvö sterkustu kvenna lið landsins um þessar mundir. Þá hefur gengið á ýmsu milli þessara liða í aðdraganda leiksins svo ekki sé meira sagt. Sala í hópferðir á leikinn hefur […]

Ísfélagið og Herjólfur koma Eyjamönnum á leikinn

ÍBV stelpur mæta Valskonum á morgun í bikarúrslitum í Laugardalshöll. Ísfélagið og Herjólfur ætla í sameiningu að sjá til þess að Eyamenn fylli Höllina á morgun. Ísfélagið býður frítt í rútur fyrir stuðningsmenn ÍBV og þeir sem bóka sig í rútuna fá sömuleiðis fría Herjólfsmiða! Farið frá Eyjum kl.09:30 á morgun og svo heim með […]

Kostnaðar vegna framfærsluaðstoðar lækkaði um 39%

Staða fjárhagsaðstoðar Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Silja Rós Guðjónsdóttir umsjónarfélagsráðgjafi gerði grein fyrir stöðu fjárhagsaðstoðar árið 2022. Kostnaðar Vestmannaeyjabæjar vegna framfærsluaðstoðar lækkaði á milli áranna 2021 og 2022 um 39%. Helsta ástæða þess var markviss vinna við að aðstoða vinnufæra aðila í vinnu/virkni og þeim sem eru óvinnufærir […]

Minni afli en í febrúar á síðasta ári

Landaður afli í höfnum á Íslandi í febrúar síðastliðnum varð 27% minni en febrúaraflinn ári áður. Hann nam 145 þúsund tonnum samanborið við 198 þúsund tonn í febrúar 2022. Hagstofan hefur tekið saman tölurnar. Hún segir aflasamdráttinn skýrast af minni loðnuafla, en þorskafli hafi staðið í stað á milli ára og verið tæp 22 þúsund tonn. […]

Brúkum bekki

Skipulags- og umhverfisfulltrúi kynnti á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni verkefnið Brúkum bekki og fyrstu leiðir sem verða útbúnar. Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir og Thelma Rós Tómasdóttir höfðu frumkvæmði að innleiðingu verkefnisins í Vestmannaeyjum. Í lýsinga á verkefninu segir: “Félag Íslenskra Sjúkraþjálfara (FÍSÞ) varð 70 ára árið 2010. Í tilefni þess ákváðu sjúkraþjálfarar að fara […]

Framhaldsskólakynning og Íslandsmót iðn- og verkgreina

Á annað hundrað nemendur keppa í iðn- og verkgreinum í Laugardalshöll Dagana 16. til 18. mars 2023 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Keppt í 22 faggreinum Á annað hundrað keppendur taka þátt í 22 faggreinum og takast […]

Mæta botnliðinu á Ísafirði

Til viðbótar við bikarleikir dagsins fer einn leikur fram í Olísdeild karla. ÍBV sækir lið Harðar heim til Ísafjarðar en leiknum var frestað fyrr í vetur. Fall blasir við Ísfirðingum sem sitja á botni deildarinnar. Eyjaliðið er sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar með 20 stig. Flautað er til leiks klukkan 18.00 á Ísafirði í […]

Herra og Konukvöld fótboltans

Herrakvöld fótboltans fer fram 24. mars! Leikararnir Kári Viðars og Tryggvi Rafns verða veislustjórar. Eyþór Ingi mun stíga á svið með tónlistaratriði og þá mun enginn annar en Einar Fidda vera ræðumaðurkvöldsins. Happdrætti og leikmannakynning verður á sínum stað. Sama kvöld fer fram konukvöld ÍBV. Veislustjóri verður enginn annar en Eyþór Ingi! Sara og Una taka […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.