Lundúnir í fyrradag og Lúxemborg í dag

Eyjamaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, sem hefur verið að gera það gott undir listamannsnafninu Júníus Meyvant, hóf tónleikaferðalag sitt um Evrópu með tónleikum í Lundúnum í fyrrakvöld. „Þetta var bara gaman, mjög gaman,“ segir Unnar um fyrstu tónleikana, sem voru vel sóttir. „Ég ætlaði að vera kominn með plötu, en það klúðraðist aðeins í smá studíórugli. Ég […]
Höfnin stefnir á Seatrade eftir 14 ára hlé

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum að leggja til að tveir fulltrúar Vestmannaeyjahafnar verði sendir á Seatrade Global ráðstefnuna sem fer fram í vor. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur, en fulltrúar D-lista greiddu atkvæði gegn henni. Beiðnin barst frá hafnarstjóra og hafsögumönnum sem telja nauðsynlegt að viðhalda tengslum við viðskiptavini […]
ÍBV fær KA/Þór í heimsókn

Það verður spenna á parketinu í Olís deild kvenna í dag þegar ÍBV tekur á móti KA/Þór í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Leikurinn hefst klukkan 15:00. Bæði lið hafa sýnt góða takta í upphafi móts og ljóst að mikilvægt er fyrir þau að næla í stig á þessum tímapunkti, enda hart barist á toppi deildarinnar. ÍBV hefur […]
Bókakynningu Óla Gränz frestað til sunnudags

Bókakynningu Óla Gränz, sem fara átti fram í Eldheimum um helgina, hefur verið frestað til sunnudagsins 9. nóvember kl. 17:00. Á kynningunni mun Óli segja frá nýrri bók sinni Óli Gränz, þar sem raktar eru endurminningar hans úr fjölbreyttu og viðburðarríku lífi. Bókin er skráð af Guðna Einarssyni og gefin út af Bókaútgáfunni Hólum. Óli, […]
Sandra Erlingsdóttir á leiðinni á HM í handbolta

Sandra Erlingsdóttir, leikmaður ÍBV, er í lokahópi kvennalandsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í lok mánaðarins. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, tilkynnti lokahópinn fyrr í dag en í honum eru 16 leikmenn. Fyrsti leikur Íslands á HM verður gegn Þýskalandi, 26. nóvember. Tveimur dögum síðar mæta stelpurnar Serbíu og 30. nóvember spila […]
Bergey og Vestmannaey lönduðu í Grindavík

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Grindavík í morgun að afloknum stuttum veiðiferðum. Vinnslustöðvar Vísis þurftu á hráefni að halda og þá komu togararnir færandi hendi. Rætt er við þá Jón Valgeirsson skipstjóra á Bergey og Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey á vef Síldarvinnslunnar. Jón sagði að farið hefði verið út […]
Klæðning Eldheima þolir illa veðráttuna

Klæðning Eldheima er á köflum verulega illa farin og hafa nú verið hafnar aðgerðir til að fjarlægja þá hluta sem verst standa. Frá þessu er greint á vef Vestmannaeyjabæjar. Bent á áskoranir strax í upphafi Byggingu Eldheima lauk árið 2014 og var húsið lokaverkefni arkitektsins Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur í arkitektanámi hennar í Árósum. Ytra byrði […]
Kósí stemning í miðbænum í gær

Notaleg stemning var í miðbænum í gærkvöldi þegar þrjár verslanir, Póley, Sjampó og Litla skvísubúðin, buðu viðskiptavinum í kvöldopnun. Boðið var upp á ýmis tilboð og kynningar ásamt léttum veitingum. Litla skvísubúðin fagnaði 15 ára afmæli sínu og var með flotta tískusýningu sem vakti mikla athygli. Sjampó var með kynningu á Sebastian hárvörum og var […]
Á snurvoð, færum og síld

Óli Gränz er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og var áberandi í bæjarlífinu. Óli segir frá æsku sinni og uppvexti, þátttöku í atvinnulífi og pólitík, einkamálum, prakkarastrikum og því þegar hann og Hjálmar Guðnason sáu upphaf Heimaeyjargossins. Bókin er 315 bls. og prýdd […]
Jólaþorp Vöruhússins opnar á ný á aðventunni

Vöruhúsið mun á ný opna jólaþorp sitt í aðdraganda jóla líkt og í desember í fyrra. Um er að ræða samfélagsverkefni Vöruhússins þar sem félagssamtökum/fyrirtækjum gefst kostur á að selja varning tengdan jólum. Framtakið heppnaðist afar vel í fyrra og var Jólaþorpið vel sótt af börnum sem fullorðnum sem mættu og áttu notalega jólastund í […]