Verðbólgan hjaðnar

Peninga

Vísitala neysluverðs mælist 0,15% lægri nú í ágúst en mánuðinn á undan. Vöruflokkurinn Ferðir og flutningar hefur mest áhrif til lækkunar (-0,39%). Innan þess flokks munar mest um Flutningar í lofti (-0,36%) en þar á eftir kemur Bensín og olíur (-0,03%). Í tilkynningu frá Verðlagseftirliti ASÍ segir að eftirlitið hafi í nýlegum úttektum bent á aukið svigrúm til frekari lækkana í […]

Reyna að fá annað en þorsk

Eyjarnar 20250826 081915

Um þessar mundir er lögð áhersla á að togararnir í Síldarvinnslusamstæðunni veiði annað en þorsk. Einkum er áhersla lögð á að veiða ufsa en það hefur sannast sagna gengið erfiðlega. Að undanförnu hafa togararnir landað, en rætt er við skipstjóra togaranna á vef Síldarvinnslunnar í dag. Bergey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum á mánudagsmorgun og […]

Ótrúlega flottir krakkar í GRV

Skólastjórar GRV: – Kveikjum neistann verkefni sem virkar -Lykil að bættu skólakerfi er að finna í Vestmannaeyjum – Byggir á traustum vísindum – Betri mælitæki og eftirfylgni – Lestur mikilvægur – Lesskilningur yfir 90 prósent – Hafa meiri trú á sér – Seigla og vilji til að gera vel  Nú eru tímamót þegar fjórði bekkur […]

Þorskkvótinn dregst saman um átta þúsund tonn

DSC_8031

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki á fiskveiðiskip fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og fengu 456 skip í eigu 377 aðila úthlutað. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fiskistofu. Þar segir jafnframt að heildarúthlutun sé rúm 287 þúsund þorskígildistonn. Úthlutun í þorski er rúm 160 þúsund þorskígildistonn en var tæp 168 þúsund þorskígildistonn á síðasta fiskveiðiári. Úthlutun í ýsu […]

Blak fyrir konur

Í haust verður boðið upp á blakæfingar sérstaklega ætlað fyrir konur. Fyrsta æfingin fer fram miðvikudaginn 10. september og eru allar konur hvattar til að mæta og prófa, bæði byrjendur og lengra komnar. Æfingarnar fara fram tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl 19:30 í sal 3 í íþróttahúsinu. (meira…)

Meistararnir mæta ÍA á Hásteinsvelli

Eyja 3L2A8517

Næstsíðasta umferð Lengjudeildar kvenna hefst í kvöld með fjórum viðureignum. Í Eyjum tekur ÍBV á móti ÍA. Eyjaliðið nú þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn með glæsibrag og þar með sæti í Bestudeildinni að ári. Þær hafa sigrað 14 af 16 leikjum mótsins og einungis tapað einum leik, en það var í 1. umferð. Liðið […]

Ally áfram hjá ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Allison Patricia Clark hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV út næsta keppnistímabil. Ally eins og hún er kölluð er 24 ára miðjumaður sem getur þó leikið í flest öllum sóknarstöðunum einnig. Á þessari leiktíð hefur Ally verið mögnuð í búningi ÍBV, skorað 13 mörk en einnig komið að öðru 21 marki af […]

Framkvæmdaferð um bæinn

K94A3435

Víða um bæinn er verið að framkvæma. Halldór B. Halldórsson veitir okkur hér smá innsýn í hvað er verið að gera hingað og þangað um bæinn. Hann hefur leikinn á hafnarsvæðinu. (meira…)

Fjör og spjall í sviðaveislu Bakkabræðra

Fjárbændur í Eyjum eru allir frístundabændur. Margir þeirra hafa fé á beit í úteyjunum allan ársins hring. Á sunnudag var réttað þremur eyjanna, Bjarnarey, Álsey og Suðurey. Áður hafði verið réttað í Elliðaey og þaðan flutt 240 fjár til lands, bæði lömb og fullorðið fé. Þá er búið að rétta í Ystakletti en réttir á […]

Átta ferða áætlun allt næsta sumar

Greint er frá því í tilkynningu frá Herjólfi ohf. í dag að tekin hafi verið ákvörðun um að sigla átta ferða siglingaáætlun allt næsta sumar. Undanfarin tvö sumur hefur átta ferða áætlun tekið gildi í byrjun júlí og verið í gildi fram í byrjun ágúst. „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að tekin hefur […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.