Séra Magnús í afleysingum í Landakirkju

Séra Magnús Björn Björnsson leysir af í Landakirkju á meðan séra Guðmundur Örn er í sumarfríi, er fram kemur í tilkynningu frá Landakirkju. Sr. Magnús er fæddur í Reykjavík 27. nóvember 1952. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1978. Að guðfræðiprófi loknu var sr. Magnús Björn við nám […]

Ragnheiður nýr deildarstjóri á dagdvölinni

Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum stöðu deildarstjóra í dagdvölinni Bjarginu lausa til umsóknar. Ragnheiður Geirsdóttir hefur verið ráðin nýr deildarstjóri í dagdvölinni Bjarginu. Ragnheiður útskrifaðist sem sjúkraliði árið 2007 og hefur mikla reynslu sem sjúkraliði. Ragnheiður leysti af sem deildarstjóri í Bjarginu um tíma og hefur að undanförnu starfað sem dagdvalarfulltrúi í Bjarginu. Ragnheiður mun taka […]

„Ef þetta er nýr maður þá keyrir hann á”

Harald Teitsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, telur merkingar við Herjólf vítaverðar og segir fjölda bifreiða hafa orðið fyrir tjóni þar síðustu ár. Í samtali við mbl.is segir hann hann þrjú ár síðan hans félagsmenn hjá hinum ýmsu hópbifreiðafyrirtækjum voru að lenda í miklum vandræðum við landganginn hjá Herjólfi. Vörubifreið var ekið á landgöngubrú Herjólfs sl. þriðjudag þar sem miklar […]

Hlaupahópar keppa í fyrsta sinn í Vestmannaeyjahlaupinu

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Vestmannaeyjahlaupið sem fer fram laugardaginn 2. september. Boðið verður upp á bæði 5 km og 10 km hlaupaleiðir og ræst við Íþróttamiðstöðina. Allur ágóði af hlaupinu rennur til góðgerðarmála. Keppni milli hlaupahópa Í ár verður í fyrsta sinn keppni milli hlaupahópa. Þegar keppandi bókar sig í hlaupið skráir hann […]

Sjávarútvegsskóli unga fólksins í Vestmannaeyjum

Sjávarútvegsskóli unga fólksins var kenndur í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið. Tveir leiðbeinendur komu til Eyja til þess að hafa umsjón með kennslunni. Önnur þeirra var eyjakonan Katla Snorradóttir en með henni í för var Guðdís Benný Eiríksdóttir. Sjávarútvegsskóli unga fólksins var stofnaður árið 2013 af Síldarvinnslunni en Háskólinn á Akureyri tók við rekstrinum árið […]

Vegleg dagskrá Eyjafólks á Menningarnótt Reykjavíkur

12 rammar

Vestmannaeyjar eru sérstakir gestir á Menningarnótt Reykjavíkur sem er laugardaginn 19. ágúst. Verður dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 13.00 til 17.00. Fyrir liggja drög að dagskránni en hún er ekki fullmótuð. Sett verður upp þjóðhátíðartjald þar sem Áttahagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík (ÁTVR) ætlar að standa vaktina og spjalla við gesti, bjóða uppá bakkelsi og fleira […]

Litla-Grá á batavegi

Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít voru fluttar aftur í sérútbúna umönnunarlaug sína að landi, frá sjókvínni í Klettsvík, í lok maí vegna lítillar matarlystar Litlu-Grá. Þegar komið var í land kom í ljós að um magasár væri að ræða sem hafði ollið minnkandi matarlyst og hegðunarbreytingum. Í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu Sea Life Trust segir að mjöldrunum líði […]

Mæta FH í Krikanum

ÍBV mætir liði FH í Bestu deild karla í fótbolta klukkan 17:00 í dag, sunnudaginn 13. ágúst, á Kaplakrikavelli. Fimleikafélagið situr í 6. sæti deildarinnar með 24 stig úr 17 leikjum. Eyjamenn hafa leikið 18 leiki og tryggt sér 17 stig. Knattspyrnudeild ÍBV hvetur Eyjafólk á höfuðborgarsvæðinu til að mæta á leikinn í færslu á […]

Grímur kokkur og fleira gott fólk á Fiskidegi

Grímur Gíslason, Grímur kokkur í Vestmannaeyjum á sér fastan sess á Fiskideginum mikla á Dalvík sem nú stendur sem hæst. Búist er við allt að 40 þúsund gestum sem er ansi stór biti fyrir bæjarfélag sem telur um 2000 íbúa. „Þetta gengur allt mjög vel og fínasta veður,“ segir Atli Rúnar Halldórsson, Svarfdælingur, Dalvíkingur, Eyjamaður […]

Með fullfermi af þorski og ýsu

Ísfisktogarinn Bergur VE hélt til veiða sl. mánudag að Þjóðhátíð lokinni. Skipið kom að landi á fimmtudag með fullfermi af þorski og ýsu. Í samtali við fréttavef Síldarvinnslunnar segir Jón Valgeirsson, skipstjóri, að veiðiferðin hafi gengið hreint ljómandi vel. „Við byrjuðum á Pétursey og Vík og þar var þrumuþorskveiði. Aflinn var svolítið ýsublandaður. Síðan var […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.