Andlát: Gunnar Stefán Jónsson
Elsku eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR STEFÁN JÓNSSON Hásteinsvegi 60, Vestmannaeyjum, lést á Landspítala Fossvogi 19. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnheiður Björgvinsdóttir Ívar Gunnarsson – Ragna Lára Jakobsdóttir Jón Ragnar Gunnarsson Ingunn Sara Ívarsdóttir Davíð Þór Ívarsson Jakob Stefán Ívarsson (meira…)
Páll forseti bæjarstjórnar – Réttar ákvarðanir og rökréttar
Beindust að því eina marki að fá fólkið heim – Teknar undir þrýstingi „Þegar ég horfi tilbaka rétta hálfa öld og velti fyrir mér öllu því sem hér gerðist – þegar ég var hér 18 ára peyi – staldra ég oft við þær ákvarðanir sem hér voru teknar af þeim sem réðu fyrir málum hér í […]
Katrín forsætisráðherra – Seiglan okkur í blóð borin

Það sem hendir einn skiptir okkur hin máli – Óttinn stjórnaði okkur ekki þegar við tókumst á við eldgos í Eyjum – Óttinn vondur leiðtogi – Styrkurinn sem réð för „Seigla er orð sem hefur verið mér hugleikið undanfarin ár. Seiglan sem íslenskt samfélag sýndi í heimsfaraldrinum sem stóð í tvö ár. Faraldurinn var í […]
Aukinn loðnukvóti – VSV-skip bíða átekta

„Hrognafylling loðnunnar er 8-9% en við viljum að hún sé 13-14% til vera í fullnægjandi ástandi til frystingar. Við bíðum því um sinn og búum okkur undir vertíðina. Ég geri ekki ráð fyrir því að okkar skip fari til veiða fyrr en í fyrsta lagi um næstu helgi eða eftir þá helgi,“ segir Sindri Viðarsson, […]
Að verða besta útgáfan af sjálfum sér
Á morgun, sunnudaginn 5. febrúar, stendur Safnahúsið fyrir dagskrá undir yfirskriftinni: Að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Fjölmargir aðilar kynna þau tækifæri sem gefast í Vestmannaeyjum til heilsueflingar, allt frá yoga til CrossFit. Þá bjóða Líonsfélagar upp á ókeypis blóðsykursmælingar og ráðleggingar frá hjúkrunarfræðingin. Á undan verða boðin upp á 5 hnitmiðuð erindi um […]
Kiddi Egils, Kristmann múrari og Siggi á Hvassó í Einarsstofu
Það eru miklir völundarsmiðir sem verða með sýningu á verkum sínu í Einarsstofu sem verður opnuð klukkan 16.00 í dag, laugardag. Verðugir fulltrúar handverkskvenna og -karla í Vestmannaeyjum. Það eru þeir Kristján Egilsson (Kiddi á Náttúrugripasafninu), Kristmann Kristmannsson (Kristmann múrari) og Sigurður Óskarsson (Siggi á Hvassó) sem þarna sýna hluta af því sem þeir hafa […]
Vestmannaeyjamót í fimleikum

Fimleikafélagið Rán átti að fara með fjóra hópa á fimleikamót núna um helgina en vegna veðurs þá komumst hóparnir ekki. Þau hafa því brugðið á það ráð að halda sitt eigið mót þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Húsið opnar kl. 13:30 og innmars hefst kl. 14:00. “Við viljum hvetja alla bæjarbúa að koma […]
Guðni forseti – Blásið var á svartsýnisraddir
Undir eldi og eimyrju var einvala lið að störfum – Ösku og vikri mokað – Hraunið kælt – Böndum komið á Flakkarann – Lífæðinni bjargað „Við minnumst hér og nú hrikalegra náttúruhamfara. Fyrir hálfri öld hófst eldgos í útjaðri byggðar á þessari fögru ey. Þannig ótíðindi höfðu aldrei áður dunið yfir hér á landi. Þó hefði […]
The volcano: Rescue from Whakaari

– Eftir Georg Eið Arnarson Eða Hvítu eyju, var vinsælasta Netflix myndin um síðustu jól, en myndin fjallar um eina virkustu sprengigoseyju í heiminum og samt þá staðreynd að þangað voru túristaferðir daglega fram að 9. des. 2019, en þá gerðist það að gígurinn á eyjunni sprengir. Þó að þetta standi aðeins yfir í ca. […]
Forsetinn leit víða við
Guðni Th. Jóhannesson, forseti kom víða við í heimsókn sinni til Vestmannaeyja 23. og 24. janúar en stóra tilefnið var að þann 23. janúar var þess minnst að 50 ár voru frá upphafi Heimaeyjargossins 1973. Guðni var viðstaddur minningarfund bæjarstjórnar í viðhafnarsal Ráðshússins þar sem hann ávarpaði fundinn. Heimsótti Framhaldsskólann og dagdvöl aldraðra á Hraunbúðum […]