Það eru miklir völundarsmiðir sem verða með sýningu á verkum sínu í Einarsstofu sem verður opnuð klukkan 16.00 í dag, laugardag. Verðugir fulltrúar handverkskvenna og -karla í Vestmannaeyjum.
Það eru þeir Kristján Egilsson (Kiddi á Náttúrugripasafninu), Kristmann Kristmannsson (Kristmann múrari) og Sigurður Óskarsson (Siggi á Hvassó) sem þarna sýna hluta af því sem þeir hafa verið að dunda sér við undanfarin ár. Allt mjög flott og þess virði að kíkja við í Einarsstofu.
Sýning þeirra opnar laugardaginn 3. febrúar kl. 16:00 og stendur fram til 19. febrúar eða konudags.
Mynd: Sýningargripirnir, sjón er sögu ríkari.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst