Hefnd Helgafells og eldgosið í garðinum

Mánudaginn, 23. janúar minnumst við þess að 50 ár eru frá upphafi goss á Heimaey. Í tilefni af þessum atburðum verður opnuð sýning í Einarsstofu í dag undir yfirskriftinni “Hefnd Helgafells og eldgosið í garðinum.” Meðal þess sem er til sýnis er frægasta málverks Guðna Hermansen, Hefnd Helgafells. Einnig sýna félagar í Lista- og menningarfélagi […]
Grímur Hergeirsson skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi

Dómsmálaráðherra hefur skipað Grím Hergeirsson í embætti lögreglustjóra á Suðurlandi frá 1. apríl nk. Grímur hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurlandi síðan 1. júlí 2022. Jafnframt því hefur hann gegnt starfi sínu sem lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Staða lögreglustjórans í Vestmannaeyjum hefur nú verið auglýst og er umsóknarfrestur til 4. febrúar. Skipað verður í þá stöðu […]
6.600 tonn af kolmunna á land á fjórum sólarhringum

Kolmunnavinnsla fer í gang með miklu trukki í þetta sinn. Í Fiskimjölsverksmiðju VSV var byrjað að bræða kolmunnann síðastliðinn sunnudag og þar á bæ hafa menn tekið við alls 6.600 tonnum á fjórum sólarhringum. Á forsíðumyndinni eru fyrstu mjölsekkir vertíðarinnar komnir í geymslu. Færeyska skipið Tróndur í Gøtu landaði 2.100 tonnum og á eftir fylgdu VSV-skipin Gullberg […]
Eyjanótt – Streymi opið í 48 tíma

Eyjanótt, stórtónleikar í Hörpu á laugardagskvöldið verða í beinu streymi hjá Sjónvarpi Símans og Vodafone. „Ekki er víst að allir geti horft á streymið á laugardagskvöldið enda margt í boði. Þeir sem kaupa sér aðgang fyrir tónleikana hafa aðgang að þeim í 48 klukkutíma. Það er því hægt að njóta þeirra á sunnudaginn eða seinna […]
22% aukning í farþegafjölda milli ára

Meðal þess sem var á dagskrá á fundi bæjarstjórnar í gær vat Umræða um samgöngumál.Árið 2022 flutti Herjólfur alls 412.857 farþega, sem er 22% aukning milli ára og rúmlega 57.000 fleiri farþegar en fluttir voru með Herjólfi árið 2019, sem þá var metár farþegaflutninga með Herjólfi á einu ári. Nýting Landeyjarhafnar hefði getað verið betri […]
Eyjafréttir í dag – Fjölbreytti efni

Annað tölublað Eyjafrétta á þessu ári kemur út í dag og er eðlilega helgað því að á mánudaginn, 23. janúar minnumst við þess að 50 ár eru frá upphafi goss á Heimaey. Líka er spáð í spilin á HM í handbolta þar sem við eigum verðuga fulltrúa. Í blaðinu eru ávörp frá forseta Íslands, borgarstjóranum […]
ÍBV á þrjú lið í bikarkeppni yngri flokka

Á dögunum var dregið í átta liða úrslit yngri flokkana í Powerade-bikarkeppninni í handknattleik. ÍBV átti þrjú lið í pottinum en eftirtalin lið drógust saman. 3. flokkur karla: Haukar – Stjarnan. KA – Afturelding. Selfoss – FH. Valur – Fram. Leikirnir eiga að fara fram 7. febrúar. 3. flokkur kvenna: Selfoss – Valur. ÍR – […]
Málþing í Sagnheimum um heilsutengdan lífsstíl

Laugardaginn 28. janúar er þér boðið til málþings sem haldið verður í Sagnheimum. Boðið verður upp á 4 stutta fyrirlestra um mikilvægi þess að hlúa að eigin heilsu auk þess sem fyrirtæki, áhugahópar og aðrir munu kynna nokkur af þeim fjölbreyttu tækifærum sem eru í boði til heilsueflingar í Vestmannaeyjum. Þá mun yngstu þátttakendunum verða boðið […]
Stormur og asahláka, lögreglan varar við vatnstjóni

Veðurstofan hefur gefið út glua veðurviðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi á morgun. Á suðurlandi er gert er ráð fyrir suðaustan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s. Sums staðar snjókoma, einkum á fjallvegum. Hlýnar síðan og fer að rigna á láglendi, hlýnar einnig síðar á fjallvegum. Búast má við mikilli hálku eftir að hlýnar. Hiti […]
Eldheimar – Tónleikar hefjast eftir handboltann

Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að byrja tónleikana á föstudagskvöldið, Við sem eftir erum – Sögur og söngvar í ELDHEIMUM uppúr kl 21:00 í stað 20:30 eins og upphaflega var auglýst. Húsið verður opnað kl 20:30 Einnig er hægt er að nálgast miða alla daga frá kl. 13:30 til 16:30. Allar frekari upplýsingar í 4882700. […]