Eyjakonur unnu Ragnarsmótið á Selfossi

Kvennalið ÍBV í handbolta tryggði sér Ragnarsbikarinn eftir 11 marka sigur á Selfossi í Sethöllinni í dag. Leikurinn var úrslitaleikur og endaði 33-22 ÍBV í vil. Fyrri hálfleikurinn var frekar jafn en Eyjakonur voru mikið sterkari aðilinn í þeim síðari. ÍBV hafði áður sigrað Víking og Aftureldingu sannfærandi. Þetta er annað æfingamótið sem stelpurnar sigra, […]

Grunnskólinn settur – Kveikjum neistann megin stefið

Nemendur í Grunnskóla Vestmmannaeyja eru samtals 534 og kennarar og annað starfsfólk telur 122, samtals 656 sem gerir Grunnskólann að særsta vinnustað í Vestmannaeyjum. Þar af eru í Hamarsskóla 180 nemendur og starfsmannafjöldi 52. Þar eru 52 nemendur og 14 starfsmenn á fimm ára deildinni og 74 nemendur og tíu starfsmenn á frístund. Í Barnaskólanum eru 354 nemendur og […]

Bandaríska sjónvarpsstöðin PBS sýnir þátt um pysjubjörgunina í Eyjum

Pysja Lundi Skjask Youtube 25

Bandaríska sjónvarpstöðin PBS heldur út vinsælum þætti sem nefnist Nature eða Náttúran. Í gegnum árin hefur Nature fært fegurð og undur náttúrunnar inn á bandarísk heimili og orðið að viðmiði náttúrusöguþátta í bandarísku sjónvarpi. Þáttaröðin hefur hlotið meira en 600 viðurkenningar frá sjónvarpsiðnaðinum, alþjóðlegum kvikmyndasamtökum um dýralíf, foreldrasamtökum og umhverfissamtökum – þar á meðal 10 […]

​Óska eftir lóð undir aðra seiðaeldisstöð

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja var tekin fyrir umsókn frá Laxey um stækkun iðnaðarsvæðis og lóðar í Viðlagafjöru. Í umsókninni er óskað eftir heimild til að hefja vinnu við skipulagsbreytingar sem fela í sér að landnotkunarreit efnistökusvæðis E-1, 5,1 hektari, falli undir landnotkunarreit iðnaðarsvæðis I-3 og að lóð fyrirtækisins nái yfir efnistökusvæði E-1. […]

Myndir: Nýtt einingahús híft á grunn við Vesturveg

Í morgun vakti athygli bæjarbúa í Vestmannaeyjum þegar stórir kranar hófu að hífa nýtt hús í einingum ofan á grunn við Vesturveg. Fram kom í tillögu að breyttu skipulagi að gert sé ráð fyrir fyrir tveggja hæða húsi auk kjallara á lóð við Vesturveg 6 þar sem geti verið allt að 5 íbúðir. Grunnflötur byggingareits […]

Úlli Open haldið í sjötta sinn um síðustu helgi

Ulli Open IMG 7860

Um síðustu helgi fór fram minningarmótið Úlli Open 2025 í Vestmannaeyjum. Mótið er haldið til minningar um Gunnlaug Úlfar Gunnlaugsson, Úlla pípara. Er þetta í sjötta sinn sem mótið er haldið. Frá upphafi hefur Krabbavörn í Vestmannaeyjum notið ágóðans sem safnast, en allur ágóði af mótinu rennur óskiptur til þessa mikilvæga félags. Mótið er styrkt […]

Ný staðföng á ljósleiðaranet Eyglóar

linuborun_0423

Fram kemur í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar að eftirfarandi staðföng hafi nú bæst við ljósleiðaranet Eyglóar: Brekastígur 15B Dverghamar 42, Dverghamar 8 Goðahraun 9 Hólagata 11 Hrauntún 31 Höfðavegur 34 Illugagata 8 Kirkjuvegur 28 – 3 þræðir Ofanleitisvegur 19 Vestmannabraut 19 Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja inn á kerfi […]

Sérfræðingar vs. heilbrigð skynsemi

gea_opf

Aðeins nokkrir dagar í að nýtt fiskveiðiár hefjist, en ég hef að undanförnu verið að velta fyrir mér þessu með blessaða sérfræðingana okkar. Ef við byrjum á veðurfræðingunum, þá er það nú einu sinni þannig að flestir þekkja það að veðurspá viku fram í tímann stenst yfirleitt ekki. Þess vegna þótti mér svolítið skondið í fyrra […]

ÍBV er Lengjudeildarmeistari 2025

Kvennalið ÍBV vann stórkostlegan 4-1 heimasigur á HK í 16. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. ÍBV er því Lengjudeildarmeistari 2025 en HK var eina liðið sem átti möguleika á að ná ÍBV að stigum. Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur en Eyjakonur voru samt sem áður sterkari aðilinn. Bæði lið voru að skapa sér færi en […]

Nova Fest á Vöruhúsinu sló í gegn

Nova Fest á Vöruhúsinu fór fram um Þjóðhátíðina á nýjum stað og er óhætt að segja að hátíðin hafi slegið í gegn hjá gestum. Aðsókn var stöðug alla helgina og gekk vel að halda utan um viðburðinn á svæðinu. Í fyrsta sinn var boðið upp á Nova PoppÖpp í samblandi við tónleikadagskrá NovaFest. Þar komu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.