Árekstur á gatnamótum Strandvegar og Heiðarvegar

20250908 125553

Í hádeginu í dag varð umferðaróhapp á gatnamótum Strandvegar og Heiðarvegar þegar tveir pallbílar lentu í nokkuð hörðum árekstri. Á gatnamótunum eru umferðarljós. Stefán Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum segir í samtali við Eyjafréttir að það sem vitað sé á þessari stundu er að talsvert eignatjón er á bifreiðum og minniháttar meiðsli. „Vinna stendur […]

Alþjóðlegur dagur læsis

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis. Á þessum degi minnumst við mikilvægi læsis og hlutverki þess í að skapa það samfélag sem við viljum búa í, samfélag sem er réttlátt með jöfnum tækifærum til frama fyrir börn og ungmenni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Að mati UNESCO skorti að minnsta kosti […]

Fáanlegt efnismagn verði um 1,5 milljónir rúmmetrar

Haugasvaedi 20250113 105005

Efnisvinnslusvæði við Haugasvæði, umhverfismat og skipulag lá fyrir umhverfis- og skipulagsráði á síðasta fundi ráðsins. Fram kemur í fundargerð að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafi lagt fram erindi um að hafin verði vinna við umhverfismat skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana og skipulagsbreytingar vegna nýs efnisvinnslusvæði á Haugasvæðinu. Síðastliðinn vetur fóru fram jarðvegsrannsóknir á […]

Vestmannaeyjahlaupið fór fram með pompi og prakt

Vestmannaeyjahlaupið fór fram í gær í fimmtánda sinn og tóku alls 128 hlauparar þátt. Veðrið var gott og stemningin létt, og var sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir ungir hlauparar tóku þátt og sýndu glæsilegan árangur. Í 5 km hlaupinu bar Eva Skarpaas sigur úr býtum í kvennaflokki á tímanum 23:18. Eva átti einmitt frumkvæðið […]

Baldur siglir milli lands og Eyja

Á morgun mánudag mun ferjan Baldur taka við siglingum á milli lands og Eyja á meðan Herjólfur IV verður í slipp í Hafnarfirði næstu 2-3 vikurnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Siglingaáætlun Baldurs má sjá hér að neðan. Ef sigla þarf til/frá Þorlákshöfn, þá færast eftirfarandi ferðir sjálfkrafa milli hafna. Brottför frá […]

Kia EV3 bíll ársins 2025 hjá World Car Awards

Hinn alrafmagnaði Kia EV3 var frumsýndur á Íslandi í ársbyrjun 2025. Það er óhætt að segja að síðan þá hafi Kia EV3 slegið í gegn hér á landi en hann er sem stendur næstmestseldi bíllinn í almennri notkun á Íslandi 2025. Kia EV3 hefur sópað að sér verðlaunum á heimsvísu og var t.a.m. valinn bíll […]

Lokun Leo Seafood

Af eðlilegum ástæðum skapaðist mikil umræða um lokun Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood og hafa þingmenn og ráðherrar tjáð sig.  Umræðan sneri einkum að því hvort veiðigjöld væri ástæða lokunar eða ekki. Atvinnuvegaráðherra tjáði sig með mismunandi hætti og taldi annars vegar að veiðigjöld gætu ekki verið ástæðan eins og hún sagði í viðtali í fréttum […]

Myndir: Uppskeruhátíð í Bókasafninu

IMG 7944 2

Í gær, laugardaginn 6. september, var haldin uppskeruhátíð Sumarslestursins 2025. Markaði hún jafnframt vetraropnun Bókasafns Vestmannaeyja en fram í maí á næsta ári er opið alla laugardaga kl. 12-15. Að þessu sinni opnaði safnið ekki fyrr en kl 13 vegna Vestmannaeyjahlaupsins og var því opið til kl. 16 þennan eina dag. Laugardagsopnanir hafa mælst afar […]

Minning: Vigfús Jónsson

Untitled (1000 X 667 Px) (36)

Bróðir minn, Vigfús Jónsson lést á Landspítalanum 22. ágúst 2025 eftir stutta sjúkrahúslegu. Vigfús var fæddur í Vestmannaeyjum 8. júlí 1934.Hann var nýorðinn 91 árs þegar hann lést. Vigfús var sonur Guðbjargar Sigurðardóttur og Jóns Vigfússonar frá Holti. Heimili okkar bræðra var á Helgafellsbraut 17. Eftir að Vigfús eignaðist fjölskyldu bjó hann á Höfðavegi 21. […]

„Þetta er nákvæmlega það sem við óttuðumst“

Í kjölfar hópuppsagna hjá Vinnslustöðinni hafa margir spurt hvort varað hafi verið nægilega við afleiðingum nýsamþykktra laga um veiðigjöld. Aðspurð hvort uppsagnirnar hafi komið henni á óvart segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Suðurkjördæmis, að svo hafi ekki verið. „Þetta er sárt, en því miður ekki ófyrirséð. Við vöruðum við því í þingumræðum að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.