Saga úr Höllinni – Einar Ágúst og Gosarnir heiðruðu Jónas Friðrik

Tónleikarnir Ég skal syngja fyrir þig fóru fram í Höllinni á fimmtudagskvöldið, þar sem Einar Ágúst og hljómsveitin Gosarnir heiðruðu textaskáldið Jónas Friðrik. Gosarnir – Jarl, Dúni, Þórir, Gísli, Sæþór og Biggi – urðu til í kringum jólahlaðborð Hallarinnar, og eftir að Einar Ágúst steig á svið með þeim kviknaði hugmyndin að þessu verkefni. Frumraunin […]
Rúnar Gauti Íslandsmeistari í snóker

Eyjamaðurinn Rúnar Gauti Gunnarsson varð í dag Íslandsmeistari í tvímenningi í snóker. Rúnar Gauti, sem er einn af stofnendum Pílu- og Snókerklúbbs Vestmannaeyja, lék í mótinu ásamt Þorra Jenssyni, sem er einmitt ríkjandi Íslandsmeistari í snóker. Óhætt er að segja að úrslitaleikurinn hafi verið sannkallaður stórmeistaraslagur, því mótherjar þeirra voru þeir Sigurður Kristjánsson, stigameistari í […]
Svavar Steingríms gefur hreyfinguna ekki eftir

Svavar Steingrímsson eða Svabbi eins og hann er kallaður er Eyjamaður mánaðarins. Svabbi hefur alla tíð haft mikla ástríðu fyrir náttúrunni og útivist og er mikill úteyjamaður. Þrátt fyrir að vera orðinn 89 ára gamall hreyfir hann sig nánast á hverjum degi og er Heimaklettur einn af hans uppáhalds stöðum að fara á. Svavar er […]
Leiknum frestað

Leik Fram og ÍBV í Olís deild kvenna sem fram átti að fara í dag hefur verið frestað til morguns. Fram kemur í tilkynningu frá HSÍ að breyting hafi verið gerð á ferðum Herjólfs í morgun með þeim afleiðingum að lið ÍBV átti ekki kost á því að komast til lands í tæka tíð. Liðin […]
Heimaklettur: Framkvæmdir hafnar en framhaldið tefst

Endurbætur á gönguleiðinni upp Heimaklett hófust í sumar, en tafir hafa orðið vegna þess að skipta þurfti um verktaka. Eins og fram kom í fyrri umfjöllun Eyjafrétta í maí síðastliðnum hefur gönguslóði upp Heimaklett verið talinn forgangsverkefni til lagfæringar. Þar kom fram að slóðinn væri orðinn mjög illa farinn og að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefði veitt […]
Nýr farsældarhraðall til að efla menntun og lífsgæði íslenskra barna

Andvari er ný stofnun sem hefur það markmið að stuðla að farsæld íslensku þjóðarinnar. Starfið er rekið án hagnaðarsjónarmiða og er fjármagnað af sex fjölskyldum sem standa að verkefninu. „Ísland stendur frammi fyrir stórum áskorunum þegar kemur að börnum okkar, menntun og heilbrigði,“ segir Tryggvi Hjaltason, framkvæmdastjóri Andvara. „Ef ekkert breytist gæti innan fimm ára […]
Framlengja samning um móttöku flóttafólks

Vestmannaeyjabær hefur framlengt þjónustusamning við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks til 31. desember 2025. Um er að ræða viðauka við eldri samning sem tók gildi í upphafi árs 2024. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Péturssyni, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, tryggir samningurinn að bæjarfélagið fái greiddan allan kostnað vegna þjónustu sem tengist móttöku flóttafólks. […]
Fram fær ÍBV í heimsókn

Í dag verður 8. umferð Olís deildar kvenna leikin. Klukkan 15.00 mætast Fram og ÍBV í Lambhagahöllinni. ÍBV er í fjórða sæti með 8 stig en Fram er í því sjötta með 5 stig úr 7 leikjum. Leikir dagsins: Dagsetning Tími Umferð Völlur Dómarar Lið Lau. 01. nóv. 25 14:00 8 Skógarsel KG/MKJ ÍR – […]
Kristín Klara hlaut Fréttabikarinn í kvennaflokki

Fréttabikarinn var veittur á dögunum á lokahófi ÍBV í fótbolta. Bikarinn hljóta þeir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna sem þykja efnilegastir ár hvert. Kristín Klara Óskarsdóttir hlaut Fréttabikarinn í kvennaflokki. Við fengum að spyrja hana nokkurra spurninga. Kristín Klara Óskarsdóttir: Aldur? 16 ára. Fjölskylda? Mamma mín heitir Guðbjörg Guðmannsdóttir og pabbi minn heitir Óskar Jósúason. […]
Eyjalífið í gegnum linsu Óskars Péturs

Ljósmyndasýning Óskars Péturs Friðrikssonar opnaði í Safnahúsinu í gær og er hluti af dagskrá Safnahelgarinnar í Eyjum. Nokkrir tugir gesta mættu á opnunina þar sem Óskar Pétur sagði frá tilurð bókarinnar Westman Islands. Fáir eru þeir viðburðir í Vestmannaeyjum á síðustu árum og áratugum sem Óskar Pétur hefur ekki fest á filmu. Úrval mynda hans […]