Ábending frá Herjólfi

Dýpi og aðstæður til dýpkunar hafa verið óhagstæðar undanfarnar vikur og spá fyrir næstu daga er jafnframt óhagstæð. Dýpkun hefst um leið og aðstæður leyfa. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Siglingaáætlun Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 […]

Hallar verulega á Vestmannaeyjar í samgönguáætlun

Hofnin TMS 20220630 084235 La 25

Bæjarstjóri og hafnarstjóri Vestmannaeyja fóru nýverið yfir tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026–2040 og fimm ára aðgerðaáætlun 2026–2030 í bæjarráði og framkvæmda- og hafnarráði. Í þeirri yfirferð kom fram að áætlunin halli verulega á Vestmannaeyjar þegar kemur að uppbyggingu samgönguinnviða. Greint er frá þessu á vef Vestmannaeyjabæjar, þar sem farið er ítarlega yfir […]

Stuðningsmaður ÍBV með 13 rétta

Tveir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fá þeir í sinn hlut tæpar 1.6 milljónir króna. Annar tipparinn er úr Vestmannaeyjum og styður ÍBV en hinn úr Reykjavík og styður við bakið á Íþróttafélagi Fatlaðra í Reykjavík. Báðir tippararnir tippuðu á að Arsenal myndi vinna Wolves og glöddust yfir tveim […]

Samið um nýja almannavarnavatnslögn til Eyja

Vestmannaeyjabær hefur undirritað samning við fyrirtækið SUBSEA 7 Ltd. um flutning og lagningu almannavarnavatnslagnar NSL-4 milli lands og Vestmannaeyja. Samkvæmt samningnum mun fyrirtækið meðal annars annast flutning lagnarinnar, útlagningu hennar og eftirlit með framkvæmdunum. Greint er frá þessu á vef Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða 12,7 kílómetra langa 8 tommu lögn, sem verður flutt frá […]

Síðasti séns að koma gjöfum undir jólatréið á bókasafninu

Í dag, 15. desember er síðasti dagur til að koma gjöfum undir jólatréið á bókasafninu í Vestmannaeyjum. Bókasafnið, í samstarfi við Landakirkju, stendur fyrir gjafasöfnun þar sem markmiðið er að tryggja að sem flestir geti upplifað gleðileg jól og fengið jólagjöf, óhað stétt eða stöðu. Mikilvægt er að gjafirnar séu merktar aldurshópi og kyni. Tilvalið […]

Ég man þau jólin…

Í dag eru níu dagar til jóla og því ekki úr vegi að setja í smá jólagír. Halldór B. Halldórsson setti saman skemmtilegt jólamyndband sem sýnir eyjuna okkar á marga vegu, en ávallt með jólaívafi. Kíkjum jólarúnt næstu þrjár mínúturnar, eða svo. (meira…)

Að halda áfram….

Krabbavörn Vestmannaeyja stóð fyrir hinni árlegu ljósagöngu á Eldfell fimmtudaginn 20. nóvember. Ljósagangan er til að sýna samstöðu, samveru, samtakamátt og til að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein En í fyrra mættu um eitt hundrað manns í frábæru veðri. Ákveðið var að gangan yrði farin í hvaða veðri sem er, […]

Jólablað Fylkis er komið út

Jólablaði Fylkis 2025 var dreift í hús innanbæjar nú um helgina 13.-14. desember og sent víðsvegar um land.  JólaFylkir er að þessu sinni 44 bls., sama stærð og 2024,  sem  eru er stærstu og efnismestu Jólablöð Fylkis frá upphafi útgáfu þess fyrir 76 árum. Meðal efnis í blaðinu er hugvekja Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar, sóknarprests í […]

Kvennalið ÍBV rúllaði yfir Selfoss

Kvennalið ÍBV mætti Selfoss í Sethöllinni, í lokaleik 10. umferðar Olís deildar kvenna í dag. Eyjakonur voru ekki í vandræðum með Selfoss konur og unnu 11 marka sigur, 40:29. Fyrstu mínútur leiksins voru frekar jafnar og var staðan 4:4 eftir sjö mínútna leik. Eyjakonur voru fljótar að ná upp forystunni og voru sjö mörkum yfir […]

Karlalið ÍBV á sigurbraut

Karlalið ÍBV í handbolta sigraði Þór á Akureyri, í fyrsta leik 15. umferðar Olís deildar karla í dag. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var staðan 6:6, eftir tólf mínútur. Eyjamenn náðu þó fljótt forystunni og var munurinn orðinn sex mörk, 8:14, eftir 20 mínútna leik. Þórsarar minnkuðu aftur muninn og var staðan […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.