300 skráðir í The Puffin Run skráning opnaði í gær

Skráning er hafin í The Puffin Run sem fram fer í Vestmannaeyjum þann 6. maí 2023 kl. 12:30. Opnað var fyrir skráningu í gær og hafa 300 hlauparar skráð sig. Er það mun meira en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum hlaupsins. Í boði verða þrjár vegalengdir eins og fyrr ár einstaklingskeppni […]

ÍBV-KA í dag

Áfram verður haldið að leika í 13. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í dag en fyrsti leikur dagsins fer fram í Vestmannaeyjum þegar leikmenn KA sækja Eyjamenn heim. KA menn komu til Vestmanneyja í gær og því ekkert því til fyrirstöðu að hefja leik klukkan 14:00. Liðin skildu jöfn þegar þau mættust fyrr í vetur […]

Fjölmenni þegar kveikt var á jólatrénu á Stakkó – Myndir

Það var glatt á Hjalla þegar kveikt var á Jóatrénu á Stakkagerðistúni í gær. Veðrið lék við nærstadda á meðan Lúðrasveit Vestmannaeyja lék létt jólalög og barnakór Landakirkju söng nokkra þekkta desember slagara. Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur sögðu nokkur orð áður en Emilía Dís Karlsdóttir sem á afmæli 24. desember […]

ASÍ – Breytingar á leikskóla- gjöldum – Vm í lægri kantinum

Vestmannaeyjabær kemur vel út í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Hún sýnir að leikskólagjöld, 8 tíma vistun með fæði, hækkuðu hjá 17 sveitarfélögum af 20. Fjórtán sveitarfélög hækkuðu gjöld á bilinu 3 -5,7%, þar af hækkuðu gjöld umfram 4% hjá átta sveitarfélögum. Hækkunin var 2.5% hjá Vestmannaeyjabæ. Tímagjald […]

Veiðum lokið á heimasíldinni – 13.000 tonn til Eyja

„Við kláruðum heimasíldina um miðjan þennan mánuð. Hún veiddist vestur af Reykjanesi á sömu slóðum og undanfarin ár. Heimaey VE og Sigurður VE sáu um veiðarnar þetta haustið,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. Heimaey var með 3400 tonn og Sigurður 3500 tonn í heildina. „Þetta blandaðist að hluta við norsk-íslensku síldina í september sem veiddist […]

Tillögur um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, tók í gær við lokaskýrslu verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa úr hendi Guðveigar Eyglóardóttur, formanns verkefnisstjórnarinnar. Skýrslan hefur að geyma 15 tillögur um hvernig draga megi úr álagi, stuðla að sanngjarnari kjörum, bættum vinnuaðstæðum og samskiptum kjörinna fulltrúa, sín á milli og við almenning. Verkefnið er hluti af gildandi aðgerðaáætlun stjórnvalda […]

Jólasælgætissalan hefst í dag

Nú þegar aðventan er að renna í garð þá tökum við félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli upp þráðinn og hefjum okkar starf við fjáröflun til að geta styrkt okkar samfélag með góðri aðstoð bæjarbúa. Föstudaginn 25. nóvember munun við ganga í hús og hefja okkar árlegu Jólasælgætissölu til styrktar góðum málefnum. Bæjarbúar og fyrirtæki hafa ávalt […]

Olísdeild karla – Lýsi og tros skiptu sköpum

Eftir slakt gengi í síðustu leikjum vann ÍBV mikilvægan útisigur, 29:30 á Fram í Olís-deild karla í kvöld. Jafnt var framan af leik og var staðan 14:12 í hálfleik. Í seinni hálfleik komst Fram fjórum mörkum yfir en þá sýndu Eyjamenn að lýsi og tros er það sem gildir þegar á reynir.  Síðustu mínúturnar voru […]

Nýr sjóðari og forsjóðari tryggja og auka afköst

„Við erum að taka inn nýjan sjóðara, 160 m2 sem kemur frá Norska fyrirtækinu Fjell. Hér er fyrst og fremst verið að horfa í rekstaröryggi, að geta haldið uppi afköstum og vonumst einnig eftir auknum afköstum. Er stærð sjóðara í verksmiðjunni þá orðin umtalsverð og með frekari fjárfestinu eiga þeir að ráða við aukna afkastagetu,“ […]

Sóknarfæri í nýsköpun / kynningarfundur á netinu

Sóknarfæri í nýsköpun, kynningarfundur verður á netinu 30. nóvember kl.13:00-14:00. Sóknarfæri í nýsköpun er átta vikna sunnlenskur viðskiptahraðall þar sem áhersla er lögð á verkefni sem tengjast orku, mat og líftækni, ferðaþjónustu og skapandi greinum. Hraðlinum verður stýrt af Svövu Björk Ólafsdóttur stofnanda RATA sem jafnframt leiðir kynningarfundinn. Hraðallinn er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.