Andlát: Margrét Karlsdóttir

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Karlsdóttir, lést á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum sunnudaginn 2. október 2022. Útförin verður gerð frá Landakirkju föstudaginn 7. október kl. 14 og streymt á vef Landakirkju, landakirkja.is Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Hraunbúða. Fyrir hönd aðstandenda Stefán Friðþórsson, Svala Sigurðardóttir […]
Ísfélagið – Líflegt í síldinni á Þórshöfn

Á Þórshöfn á Langanesi rekur Ísfélagið mjög öflugt frystihús þar sem unninn er bolfiskur og uppsjávarfiskur. Frá Þórshöfn er núna stutt á síldarmiðin og röð myndast í landanir. Álsey kláraði að landa 1000 m3 í gær og fór út um 15:00 og tók 360 tonn í fyrsta hali. Heimaey hóf löndun í gærkvöldi á 1050 […]
Umsóknafrestur fyrir Uppbyggingarsjóðs Suðurlands rennur út í dag

Opið er fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2022. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileyka atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli […]
Veiðráðgjöf loðnu lækkar

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að loðnuafli veturinn 2022/2023 verði ekki meiri en 218.400 tonn. Ráðgjöfin kemur í stað upphafsráðgjafar upp á 400 000 tonn sem byggði á magni ókynþroska loðnu í haustmælingum 2021. Ráðgjöfin verður endurskoðuð að loknum mælingum Hafrannsóknastofnunar á stærð veiðistofnsins í janúar/febrúar eins og aflaregla strandríkja fyrir stofninn gerir ráð fyrir. Hlekkur á ráðgjöf. […]
Ungmenni frá Eyjum í landsliðum.

Þjálfarar yngri landsliða karla hafa valið æfingahópa fyrir sín lið en áætlað er að liðin æfi á höfuðborgarsvæðinu 12. – 16. okt. 2022. Í hópunum má finna fjölmarga unga og efnilega leikmenn frá ÍBV. Drengirnir sem um ræir eru þeir Morgan Goði Garner, Andri Erlingsson, Andri Magnússon, Elís Þór Aðalsteinsson, Andrés Marel Sigurðsson, Elmar Erlingsson, […]
Einhugur með opinn fræðslufund í kvöld

Í dag mánudaginn 3.október mun Einhugur – foreldra og aðstandendafélag einhverfra barna í Vestmanneyjum standa fyrir opnum fræðslufundi á vegum Einhverfusamtakanna á Íslandi. Fundurinn verður haldinn í sal Barnaskólans kl.19:30 Félagið hefur fengið til liðs við sig Guðlaugu Svölu Kristjánsdóttur, ráðgjafa og verkefnastjóra hjá Einhverfusamtökunum. Guðlaug Svala hefur haldið fjöldan allan af fyrirlestrum fyrir bæði […]
Kaffi og kleinur í Vísindakaffi í Þekkingarsetrinu

Milli klukkan 16.30 og 19.00 í dag verður opið hús, Vísindakaffi í Þekkingarsetrinu þar sem bæjarbúum og gestum er boðið að kynna sér fjölbreytta starfsemi sem þar er. Allir velkomnir og margt að skoða. Meðal annars Fablabið hjá Frosta á þriðju hæðinni sem er mikill ævintýraheimur. Fyrirtækin á annarri hæðinni verða opin gestum og gangandi […]
Úkraínumenn koma til Eyja

Ekkert bendir til annars en að ÍBV mæti úkraínska liðinu Donbas í annarri umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í upphafi næsta mánaðar. Leikirnir hafa verið settir á dagskrá í Vestmannaeyjum 5. og 6. nóvember. Skiljanlega verður ekkert af heimaleik Donbasliðsins sem er í með bækistöðvar í Maríupól sem um þessar mundir er hernumin af rússneska […]
Vörðum leiðina saman: Opnir samráðsfundir í öllum landshlutum

Innviðaráðuneytið, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, býður íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Tilgangur samráðsfundanna er að gefa íbúum landsins og sveitarstjórnarfólki um land allt tækifæri til að hafa áhrif á stefnumótun í nokkrum helstu málaflokkum ráðuneytisins. Á fjarfundunum verður kastljósinu beint að framtíðaráskorunum í málaflokkunum. Meginviðfangsefni fundanna […]
Stærsti sigur ÍBV í efstu deild?

ÍBV komst upp að hlið Fram í annað til þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik með stórsigri, 43:25, á nýliðum Harðar frá Ísafirði í Vestmannaeyjum í dag. Eftir því sem fram kom í skeleggri lýsingu á ÍBVtv þá leikur sterkur grunur á að um stærsta sigur ÍBV sé að ræða í kappleik í efstu deild […]