Verðskuldaður sigur ÍBV

ÍBV hafði betur, 1:2 í leik á útivelli gegn Keflavík í Bestu deild kvenna sem var að ljúka rétt í þessu. Mörk ÍBV komu með mínútu millibili undir lok fyrri hálfleiks. Ameera Hussen skoraði á 40. mínútu og  Viktorija Zaicikova á þeirri 41. Góð baraátta hjá Eyjakonum og sigurinn verðskuldaður í leik sem Kári lék […]

Herjólfur í Þorlákshöfn kl. 17.00

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag. og er brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og brottför frá Þorlákshöfn kl. 20:45. „Þeir farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum hafa verið færðir á milli hafna aðrir þurfa að hafa samband við afgreiðslu okkar til þess að láta færa ferð sína. Á þessum árstíma er alltaf hætta […]

Tveggja marka tap í hörkuleik

Eyja 3L2A2868

Stjarn­an hafði betur i miklum baráttuleik gegn ÍBV í annarri umferð Olísdeildar kvenna  í Vestmannaeyjum í gær. Jafnt var í hálfleik 12:12 en Stjörnukonur höfðu betur á lokakaflanum og lauk leiknum með 22:24 útisigri Stjörnunnar. ÍBV er með tvö stig eftir tvær umferðir. Næsti leikur er gegn HK þann áttunda október. Mynd Sigfús Gunnar. (meira…)

Ofsaveður hamlar siglingu Herjólfs

„Vegna ofsaveðurs hefur verið ákveðið að fella niður siglingar fyrri hluta dagsins. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi.Hvað varðar siglingar seinnipartinn í dag, þá á veðrið að lægja þegar líða tekur á daginn. Við gefum út tilkynningu […]

Krakkar í GRV gróðursettu 450 plöntur

Grunnskóli Vestmannaeyja fékk nú í haust 450 plöntur frá Yrkju sem er Sjóður æskunnar til ræktunar landsins. Plöntunar voru gróðursettar af krökkunum í fyrsta, öðrum, þriðja, fjórða og fimmta bekk á miðvikudaginn. Yrkja er sjóður sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. Stjórnendur GRV sóttu til sjóðsins og fengu gefins plöntur. Ákveðið var að framkvæma gróðursetninguna í […]

Pöbbkviss og getraunir ÍBV

Í tilefni þess að getraunir ÍBV fara af stað á morgun, laugardag verður pöbbkviss og stuðningsmannaspjall í kvöld kl. 20 í Týsheimilinu. Alla laugardaga í tengslum við getraunir,  er boðið upp á kaffi, misgáfulegar umræður um fótbolta og getraunaþjónustu í Týsheimilinu. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook síðu getrauna ÍBV. (meira…)

Herjólfur – Breytingar vegna skítaveðurs

„Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér að ferðast með okkur á morgun laugardag að spáð er hækkandi ölduhæð þegar líða tekur á kvöldið, en um kl. 21:00 annað kvöld er gert ráð fyrir 3 metra ölduhæð við Landeyjahöfn,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi. Ástæðan er skítaveður um helgina, fyrsta alvöru haustlægðin sem […]

Burstuðu ÍR-inga í gærkvöldi

Það var mikið stuð á Eyjamönnum í Olísdeild karla þegar þeir tóku á móti ÍR-ingum í öðrum leik tímabilsins í gærkvöldi. ÍBV var með yfirhöndina frá fyrstu mínútu og lauk leiknum með 15 marka mun, 43:28. Í fyrsta leik gerði ÍBV jafntefli á mói KA fyrir norðan og er í fimmta sæti með þrjú stig. […]

Georg Eiður – Lundasumarið 2022

Sá engan lunda í dag og pysjunum farið að fækka og styttist óðum í Lundaballið og því rétt að gera sumarið upp. Ég fór inn í þetta sumar með miklar væntingar um að hin góða nýliðun í lundastofninum héldi áfram, en svo varð ekki, því miður, en hafa verður þó í huga að komnar eru […]

Breytt áætlun Herjólfs um mánaðarmótahelgina

Þar næstu helgi kemur Herjólfur til með að sigla skv. eftirfarandi áætlun vegna árshátíðar starfsfólks. Laugardagur 1.október Frá  Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30, 17:00. Frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15. Sunnudagur 2.október Frá Vestmannaeyjum kl. 09:30, 12:00, 14:30, 17:00, 19:30, 22:00 Frá Landeyjahöfn kl. 10:45, 13:15, 15:45, 18:15,20:45, 23:15 (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.