Eyjakonur komnar upp í Bestu deildina

Kvennalið ÍBV er komið upp í bestu deildina eftir 0-2 útisigur á Keflavík er liðin mættust í 15. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld.  Eyjakonur komust yfir í leiknum á 18. mínútu með marki frá Allison Grace Lowrey. Staðan 0-1 í hálfleik. Allison var svo aftur á ferðinni í síðari hálfleik þegar hún skoraði af vítapunktinum […]

Persónuleg þjónusta og snyrtilegt umhverfi á tjaldsvæðinu

Tjaldsvæði Vestmannaeyja býður upp á flotta aðstöðu í og við Þórsheimilið og inni í Herjólfsdal og hefur hlotið mikið lof á meðal gesta. Á báðum stöðum stendur gestum til boða hlýleg og notaleg aðstaða með eldhúsi, borðsal, sturtum, snyrtihorni og salernum. Við heyrðum í Katrínu Harðardóttur öðrum rekstraraðila tjaldsvæðisins og spurðum hana út í reksturinn, […]

Sigldi 310 daga í Landeyjahöfn

landeyjah_her_nyr

Samspil nokkurra þátta hafa áhrif á það hvort Herjólfur geti siglt til Landeyjahafnar. Hæð kenniöldu, ölduhæð, vindhraði og dýpi í hafnarmynni geta valdið því að fella þarf niður ferð eða sigla þarf til Þorlákshafnar. Hafnadeild Vegagerðarinnar hefur tekið saman gögn til að greina hvaða þættir hafa áhrif á svokallaðar frátafir eða truflun á siglingum Herjólfs. […]

ÍBV mætir Keflavík í kvöld

Heil umferð verður leikin í Lengjudeild kvenna í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins mætast Keflavík og ÍBV í Keflavík. ÍBV með góða forystu á toppi deildarinnar. Eru með 37 stig, 6 stigum meira en HK sem situr í öðru sæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. Leikurinn hefst klukkan 18.00. Leikir dagsins:   (meira…)

Góður túr hjá Breka — áhersla á karfa og ufsa

Ísfisktogarinn Breki VE kom að landi síðdegis í dag eftir fyrsta túrinn að loknu sumarfríi áhafnarinnar. Aflabrögð voru góð og var uppistaðan aflans djúpkarfi, ufsi og gullkarfi. „Túrinn gekk mjög vel,“ segir Bergur Guðnason skipstjóri, sem stýrði Breka í þessari veiðiferð. „Þetta var fyrsti túrinn eftir sjö vikna sumarfrí, en áhöfnin var fljót að detta […]

Á ferð með fuglafræðingum í Elliðaey

Skjask Hbh 130825

Í morgun ferjaði Guðjón Þórarinn Jónsson frá Látrum þrjá fuglafræðinga út í Elliðaey. Halldór B. Halldórsson slóst í för með hópnum og setti í kjölfarið saman þetta skemmtilega myndband frá ferðinni. (meira…)

Innviðir Eyglóar seldir á 705 milljónir

ljosleidaralogn_2021

Eitt mál var á dagskrá fundar bæjarráðs Vestmannaeyja í gær. Þar var fjallað um Eygló, eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum og sölu innviða úr félaginu. Fjarskiptainnviðir Eyglóar voru auglýstir til sölu á vef Vestmannaeyjabæjar þann 10. júní sl. og í framhaldi í öðrum miðlum. Frestur til að skila inn tilboðum rann út á hádegi föstudaginn […]

Þaulreynt sálgæslu- og áfallateymi á vakt alla hátíðina

Hátíðin fór vel fram frá okkar bæjardyrum séð og allflestir voru til fyrirmyndar Margir koma að skipulagi, undirbúningi og framkvæmd Þjóðhátíðar. Má nefna þjóðhátíðarnefnd, Heilbrigðisstofnun, sýslumannsembættið, Björgunarfélagið, slökkvilið, Herjólf, Landakirkju og Vestmannaeyjabæ þar sem er unnin fjölbreytt vinna í tengslum við hátíðina, við götulokanir, bakvaktir í barnavernd og allt þar á milli. Á hátíðinni er […]

Sigríður Inga: TM- og Orkumótið

Mótin okkar eru sett upp alveg eins nema að á TM-mótinu erum við með hæfileikakeppni og á Orkumótinu er tilkomumikil skrúðganga. Að öðru leyti erum við að keyra á sama prógramminu. Sömu skemmtikraftar og sama umgjörð,“ segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir, íþróttafulltrúi ÍBV sem hefur haft yfirumsjón með knattspyrnumótum ÍBV – Íþróttafélags og akademíum frá 2017. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.