Skemmtiferðaskip í Klettsvík

Skemmtiferðaskipið Vasco da Gama kom til Vestmannaeyja í morgun og vakti mikla athygli. Það er óvenjulegt að skemmtiferðaskip komi til Eyja á þessum árstíma, en áhöfnin nýtti tækifærið til að kynna farþegum íslenskt mannlíf og náttúru í vetrarbúningi. Skipið liggur í Klettsvíkinni og smellti Óskar Pétur Friðriksson meðfylgjandi myndum. (meira…)
Gervigreindin tvíeggjað sverð en möguleikar óendalegir

Vel var mætt á námskeið um hagnýta notkun á gervigreind í atvinnulífi sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja stóð fyrir í upphafi mánaðarins. Fyrirlesarar voru þrír, Gísli Ragnar Guðmundsson, sérfræðingur í gervigreind hjá KPMG, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, annar eigandi ráðstefnufyrirtækisins Iceland Innovation Week og Guðfinna Birta Valgeirsdóttir markaðsstjóri Innovation Week. Allt mjög áhugaverðir fyrirlestrar og margt sem kom á óvart, m.a. að upphaf gervigreindar má rekja aftur til […]
Gular viðvaranir víðast hvar – uppfært

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir eftirtalin svæði: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 31. okt. kl. 09:00 og gildir til 1. nóv. kl. 07:00. Í viðvörunartexta segir: Hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s undir Eyjafjöllum. Búast […]
Örfá sæti eftir á Dömukvöld ÍBV!

Dömukvöld handknattleiksdeildar ÍBV verður haldið á morgun, föstudaginn 31. október í Golfskálanum. Húsið opnar kl 19:30 og borðhald hefst kl 20:30, segir í tilkynningu frá dömukvöldsnefnd handknattleiksdeildar ÍBV. „Glæsilegir smáréttir frá Vöruhúsinu. Nammibarinn verður á sínum stað. Veislustjóri er eyjamærin Hrund Scheving. Einar Ágúst kemur til okkar og tekur lagið. Kvöldið endar með því að […]
Nýtt tölublað Eyjafrétta: 44 síðna blað komið út

Næsta tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og að vanda er fjölbreytt efni í blaðinu þar sem lesendur fá innsýn í mannlíf, framkvæmdir, atvinnulíf og menningu í Vestmannaeyjum. Í blaðinu er m.a. fjallað um FÍV og sterka stöðu verkmenntunar í Eyjum, auk þess sem Safnahelgin sem fram undan er fær góðan sess. Þá er sagt frá […]
Safnahelgin: Dagskrá dagsins

Safnahelgin hefst í dag. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og er síðasti viðburður dagsins klukkan 20.00. Setningin er í Stafkirkjunni klukkan 18.00. Hér að neðan gefur að líta dagskrá dagsins. Fimmtudagur 30. október 13:30 Safnahús: Ljósmyndadagur. Elstu myndir af Vestmannaeyjum, frá 19. öld og nýlega afhend mannamyndasöfn frá 20. öld dregin fram. 17:00 Opnun á ljósmyndasýningu […]
Eyjakonur úr leik í Powerade bikarnum

Kvennalið ÍBV tók á móti Gróttu í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins á Seltjarnarnesi í kvöld. Leiknum lauk með 35-32 sigri Gróttu og má segja að úrslitin hafi verið ansi óvænt þar sem lið Gróttu leikur í Grill 66 deildinni. Gróttu konur voru yfir framan af í leiknum en staðan eftir 20 mínútna leik var jöfn, […]
Laxey stækkar vinnubúðirnar við Helgafell
Framkvæmdir standa nú yfir hjá Laxey við að bæta við þriðju vinnubúðaeiningunni, sem verður sambærileg við þær sem fyrir eru við Helgafell. Allar einingarnar eru jafn stórar og hver þeirra er með 44 herbergi með sérbaðherbergi, auk sameiginlegs eldhúss og seturýmis fyrir íbúa. Nýja einingin verður því til viðbótar við tvær sem fyrir eru. Aðstaðan […]
Jól í skókassa: Skil í Landakirkju til 31. október

Verkefnið Jól í skókassa stendur nú yfir. Markmið þess er að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma eða aðrar erfiðar aðstæður með jólagjöf sem send er í skókassa. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og hefur glatt ótal börn sem annars hefðu lítið eða ekkert fengið um jólin. Þátttakendur, bæði börn og fullorðnir, eru hvattir […]
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1620. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Fjárhagsáætlun næsta árs ber hæst á fundinum. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingargluggann. Á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar er beðist velvirðingar á þeim hljóðtruflunum sem eru að hrjá útsendinguna. „Unnið er að greiningu vandans, en allt bendir til bilunar […]