Breytingar á umferð vegna Þjóðhátíðar – 7 dagar

Eftirfarandi breytingar á umferðarskipulagi í Vestmannaeyjum taka gildi kl. 13:00 föstudaginn 29. júlí nk. og gilda til kl. 19:00 mánudaginn 1. ágúst nk.: Hámarkshraði á Dalvegi verður lækkaður úr 50 km/klst. í 15 km/klst. og framúrakstur bannaður. Umferð um Dalveg verður einungis leyfð til að leggja í bifreiðarstæði og til að skila og sækja fólk. […]

Snemmbær stuðningur í hnotskurn

Leikskólarnir munu innleiða þróunarverkefnið Snemmbær stuðningur í hnotskurn á komandi skólaári. Það er Menntamálastofnun sem leiðir verkefnið. Þetta kemur fram á síðasta fundi fræðsluráðs. Samkvæmt verkáætlun frá Menntamálastofnun þarf að gera ráð fyrir einum starfsdegi í ágúst fyrir undirbúning og námskeið fyrir starfsmenn í tengslum við verkefnið. Þann dag er starfsdagur samkvæmt samþykktu skóladagatali og […]

Ísfélagið – Makríll – Fjögur þúsund tonn af nítján þúsund

„Makrílveiðin hófst hjá okkur um 10. júlí í Smugunni. Skipin okkar, Álsey, Sigurður og Heimaey vinna saman á miðunum, aflinn settur í eitt skip í einu. Heimaey er að landa í Eyjum, um 1000 tonnum. Áður höfðu Sigurður og Álsey landað rúmum 2000 tonnum,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. Álsey er á landleið með fullfermi […]

Moli brá á leik með yngri flokkunum

Verkefnið, Komdu í fótbolta, samstarfsverkefni KSÍ og Landsbankans heldur áfram og hefur  Siguróli Kristjánsson, kallaður Moli, umsjón með verkefninu. Moli mætti á æfingu hjá yngri flokkum ÍBV í morgun. Setti hann upp æfingar, hvatti krakkana áfram og gaf þeim buff og plaköt. Félagið fékk bolta að gjöf og var mikið stuð. (meira…)

Þjóðhátíðararmbönd – 8 dagar

Það geta myndast langar biðraðir við hliðið inn á hátíðarsvæðið Í Herjólfsdal og í tilkynningu frá Þjóðhátíðarnefnd eru gestir eindregið hvattir til að ná í armbönd sem fyrst. Opið verður á Básaskersbryggju fimmtudaginn 28. júlí kl. 12-22 fyrir þá sem hafa keypt miða og vilja sækja armband. Innrukkun í Herjólfsdal hefst föstudaginn 29. júlí kl. […]

Þjóðhátíðarblað Eyjafrétta stútfullt af flottu efni

Þjóðhátíðarblað Eyjafrétta kemur út eftir næstu helgi og er stútfullt af efni sem tengist þjóðhátíð fyrr og nú. Spjallað er við lögreglustjóra og framkvæmdastjóra ÍBV sem ásamt stórum hópi fólks vinnur hörðum höndum við undirbúning hátíðarinnar sem nú er að verða að veruleika eftir þriggja ára hlé. Búningum á þjóðhátíð og búningakeppninni eru gerð skil, […]

ÍBV fær ísraelskan mótherja í þriðja sinn

Dregið var um mótherja fyrstu umferðar í Evrópubikarkeppni karla í handbolta í gær, ÍBV dróst á móti ísraelska liðinu Holon HC í fyrstu umferð. ÍBV er ekki eina íslenska liðið sem skráð er til leiks, en Haukar og KA verða einnig fulltrúar Íslands. Haukar og KA sitja þó hjá í fyrstu umferð og voru því […]

Tveir Eyjamenn í U20

Íslenska U20 ára landslið Íslands í handbolta lék á Evrópumeistaramótinu í Porto á dögunum. Þeir náðu að sigra Ítala í síðasta leik sínum og enduðu í 11. sæti á mótinu. Efstu 11. sætin á á þessu móti gáfu þátttökurétt á HM á næsta ári 21 árs landsliða og því mikilvægur niðurstaða hjá liðinu. Það er […]

Stígandi sem þarf að fylgja eftir

Karlalið ÍBV í knattspyrnu vann sinn fyrsta leik í Bestu deildinni nú um helgina þegar liðið lagði Val 3-2 á Hásteinsvelli með þrennu frá Halldóri. Þetta voru langþráð mörk og enn sætari sigur, við ákváðum að taka stöðuna á Halldóri markaskorara, okkar nýjustu hetju í Eyjum. Hann heitir fullu nafni Halldór Jón Sigurður Þórðarson og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.