Metallica tribute tónleikar á Háaloftinu

Fyrr á árinu voru haldnir tónleikar í Höllinni til heiðurs hljómsveitarinnar Nirvana, þar sem 31 ár var liðið síðan söngvari hljómsveitarinnar Kurt Cobain lést. Tónleikarnir heppnuðust ótrúlega vel og var stemningin æðisleg. Spilað var fullt af lögum af öllum þeim breiðskífum sem Nirvana gaf út á sínum tíma og voru áhorfendur mjög ánægðir með hvernig […]
Safnahelgin: Enn einn dagskrárliður felldur niður

Því miður þarf að fresta bókakynningu Emblu Bachmann sem átti að vera kl. 11 í fyrramálið, laugardaginn 1. nóvember. Nýr tími verður auglýstur síðar. Þetta segir í tilkynningu frá skipuleggjendum Safnahelgar. Áður hafði verið tilkynnt um að tónleikum Pálma Sigurhjartarsonar og Stefaníu Svavarsdóttur sem vera áttu í kvöld hafi verið aflýst. Einnig var tilkynnt um […]
Andri fetar í spor systkina sinna

Andri Erlingsson gegndi hlutverki fyrirliða hjá 20 ára landsliði Íslands í handknattleik karla í gær þegar liðið mætti A-landsliði Grænlands í vináttuleik í Safamýri.Með því fylgdi Andri fordæmi eldri systkina sinna, Söndru og Elmars, sem bæði hafa áður verið fyrirliðar íslenskra landsliða í handbolta. 20 ára landslið karla mætir grænlenska landsliðinu öðru sinni í Víkinni […]
Eyjaskip í vísindaleiðangri umhverfis Ísland

Togararnir Þórunn Sveinsdóttir VE og Breki VE frá Vinnslustöðinni voru meðal skipa sem tóku þátt í þrítugustu stofnmælingu botnfiska að haustlagi, svokölluðu haustralli, sem lauk 17. október síðastliðinn. Auk þeirra sigldi rannsóknaskipið Árni Friðriksson HF, og tóku alls um 80 starfsmenn þátt í verkefninu. Í frétt á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar kemur fram að skipstjórar hafi verið […]
Konunglega teboðið færist

Konunglega teboðið sem átti að vera kl. 14:00 á morgun, laugardag, færist til um einn dag vegna veðurs. Konungalega teboðið verður á sunnudaginn 2. nóvember kl. 15:00, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Sunnudag kl. 15:00 Sagnheimar: Konunglegt teboð. Guðný Ósk Laxdal heldur erindi um dönsku konungsfjölskylduna en Guðný Ósk heldur úti vinsæla Instagram reikningnum Royal Icelander þar […]
Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður ferð kl. 20:45). Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Ferðir kl. 18:15, 19:30, 22:00,23:15 falla niður, farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að […]
Sjá um gangbrautavörslu í skammdeginu

Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja hefja á mánudaginn næstkomandi gangbrautavörslu við nokkrar fjölfarnar gangbrautir í Vestmannaeyjum. Verkefnið miðar að því að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann og hvetja elstu nemendur til að taka þátt í samfélagsmálum á ábyrgan og jákvæðan hátt. Í tilkynningu frá Grunnskóla Vestmannaeyja og Landsbankanum segir að […]
Úrgangur verður að verðmætum

Vinnslustöðin hefur tekið í notkun nýja, háþróaða HDF hreinsistöð sem tryggir betri nýtingu hráefna og dregur úr umhverfisáhrifum. Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar segir að verkefnið sé unnið í samstarfi við íslenska fyrirtækið Iðnver og þýska tæknifyrirtækið Huber Technology. Með nýju kerfi er hægt að endurheimta fitu og prótein úr fráveitu sem áður fóru til spillis og […]
Brottför seinkar frá Landeyjahöfn

Aðstæður í Landeyjahöfn eru mjög erfiðar eins og stendur, en ölduhæð er 4.8 metrar. Að því sögðu þarf að seinka brottför sem áætluð var kl. 10:45 til 11:45. Afsökum við óþægindin sem það kann að valda, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að ferðir kl. 12:00, 13:15, 14:30, 15:45 falli niður vegna […]
Sterk staða verkmenntunar í Eyjum

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur verið tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2025 fyrir framúrskarandi starf í kennslu málm- og vélstjórnargreina. Tilnefningin er í flokknum Iðn- eða verkmenntun en auk FÍV er Fataiðndeild Tækniskólans og Unnar Þorsteinn Bjartmarsson grunn- og framhaldsskólakennari við Grunnskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóla Vesturlands tilnefnd í flokknum. Verðlaunin verða afhent á Bessastöðum 4. nóvember næstkomandi […]