Kvennalið ÍBV byrjar tímabilið á sigri

Kvennalið ÍBV vann góðan sigur á Fram í fyrstu umferð Olís deildar kvenna í Vestmannaeyjum í dag. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Eyjakonur voru með tveggja marka forystu í hálfleik 20-18. Seinni hálfleikur spilaðist nokkuð líkt og sá fyrri en Eyjakonur juku forskot sitt jafnt og þétt. Lokatölur leiksins 35-30. Sandra Erlingsdóttir fór á […]
Frá slori og netagerð í ítalska sveit

Pálmi Sigmarsson er Eyjamaður í húð og hár, 61 módel sem steig bernskusporin á Kirkjuveginum. Foreldrar hans eru Sigmar Pálmason, þekktur knattspyrnumaður og Kristrún Axelsdóttir, fv. banakastarfsmaður, en þau hjón voru umboðsmenn og ráku vöruafgreiðslu í Emmuhúsinu í félagi við fleiri. Pálmi á þrjár systur, Unni Björg, Berglindi og Hildi. Börn Pálma og fyrri eiginkonu […]
Fjögur lítil fjölbýlishús fyrir samtals 16-18 íbúðir

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 11. júní 2025 að kynna á vinnslustigi deiliskipulag við Rauðagerði í Vestmannaeyjum. Við Boðaslóð 8-10 starfaði áður starfaði leikskólinn Rauðagerði. Ákvörðun hefur verið tekin um að húsnæðið muni verða rifið og þess í stað gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði á lóðinni. Lóðin tilheyrir svæði þar sem er rótgróin íbúðarbyggð en svæðið er […]
Sumarlestur 2025: Uppskeruhátíð í dag

Uppskeruhátíð Sumarlestursins verður á Bókasafninu í dag, laugardaginn 6. september kl. 14:00. Dregið verður úr happdrætti úr bókamiðum sem börn hafa skilað inn fyrir hverja lesna bók. Þau sem tóku þátt í Sumarlestinum fá glaðning. Allskonar nammiföndur í boði. Popp og nammi í boði fyrir öll börn sem mæta. Öll börn eru innilega velkomin hvort […]
ÍBV og Fram mætast í Eyjum

Olís deild kvenna hefst í dag, en þá fara fram þrír leikir. Í síðasta leik dagsins tekur ÍBV á móti Fram í Eyjum. ÍBV hefur gengið vel á undirbúnings-tímabilinu en liðið vann bæði Ragnarsbikarinn og stóð uppi sem sigurvegari á KG Sendibílamótinu. Leikurinn í Eyjum hefst klukkan 15.00. Hér má lesa viðtal Eyjafrétta við þjálfara […]
Eyjamenn með sigur í fyrsta leik

Karlalið ÍBV sigraði HK naumlega 30-29 í fyrstu umferð Olís deildar karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn og voru yfir 15-11 í hálfleik. Eyjamenn voru áfram með stjórnina á leiknum í síðari hálfleik en þegar hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður náði HK að saxa á forskotið. Þegar tæpar fimm mínútur […]
Samfylkingin áfram stærst í Suðurkjördæmi

Nýverið birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga að fylgi Viðreisnar minnkar um tæplega tvö prósentustig. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0-1 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Hátt í 35% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, tæplega 20% kysu Sjálfstæðisflokkinn, nær 13% […]
Bærinn veitir umhverfisviðurkenningar

Í dag voru veittar umhverfisviðurkenningar umhverfis-og skipulagsráðs Vestmannaeyja. Með viðurkenningum vill Vestmannaeyjabær hvetja bæjarbúa til að hugsa vel um nærumhverfi sitt og verðlauna þá sem skara fram út í snyrtimennsku og umhirðu garða. Þeir sem fengu viðurkenningu í ár voru: Snyrtilegasta eignin: Heiðarvegur 57 – Þröstur Jóhannsson. Fallegasti garðurinn: Vestmannabraut 49/Stakkholt – Guðný Svava Gísladóttir […]
„Um kvótavæna blöndu að ræða”

Veiði hefur gengið vel hjá ísfisktogurum Síldarvinnslusamstæðunnar og hafa þeir jafnvel komið til löndunar tvisvar í vikunni. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Þar eru þeir spurðir frétta af veiðunum en Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu á miðvikudag í Vestmannaeyjum, Jóhanna Gísladóttir GK landaði einnig á miðvikudag í Grindavík og Gullver […]
Allskonar fólk

Sem „AKP“ (aðkomupakk) í Vestmannaeyjum hefur það verið mikil gæfa að fá að kynnast samfélaginu með augum gestsins og nú sem íbúi. Móðir mín, borin og barnfædd í Eyjum, flutti héðan í gosinu og ég held það hafi alltaf verið skrifað í skýin að ég myndi einn daginn verða AKP-íbúi í Eyjum í fótsporum hennar […]