Eyjamenn töpuðu fyrir vestan

Eyja 3L2A1791

ÍBV og Vestri áttust við í 16. umferð Bestu deildar karla í dag. Leikið var á Ísafirði og máttu Eyjamenn þola tap. Leikurinn fór rólega af stað en Eyjamenn voru meira með boltann en náðu ekki að skapa sér mikið. Það voru Vestramenn sem komust yfir á 20. mínútu leiksins en þar var að verki […]

Heimaey í dag

Það styttist í Þjóðhátíð og það leynir sér ekki í myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem tekið er í Vestmannaeyjum í dag. Auðvitað hefur hann rúntinn í Herjólfsdal þar sem verið er að vinna að uppsetningu þjóðhátíðarmannvirkja. Síðan var stefnan tekin niður á hfn þar sem allt iðaði af lífi. Sjón er sögu ríkari! (meira…)

Sungið í dalnum í eina og hálfa öld

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stærsta tónlistar- og menningarhátíð landsins er framundan. Hún verður sett í Herjólfsdal klukkan 14:30 á föstudaginn að undangengnu “Húkkaraballi” á fimmtudagskvöldið og svo verður hátíð í dalnum framundir mánudagsmorgun. Í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd segire að mörg stærstu nöfn íslenskra tónlistar í dag séu meðal þeirra sem koma fram og þá er ekki […]

Endurnýja samstarfssamning

Skak Kennsla Tv Ads

Á föstudaginn sl. undirrituðu Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hallgrímur Steinsson, f.h. TV endurnýjaðan samstarfssamning milli Vestmannaeyjabæjar og Taflfélags Vestmannaeyja. Samningurinn gildir til næstu fjögurra ára og hefur það að markmiði að efla samstarf aðila með það að leiðarljósi að styrkja stöðu skákíþróttarinnar í samfélaginu. Sérstök áhersla er lögð á að skapa vettvang fyrir kynningu, […]

Ítreka nauðsyn þess að halda áfram vel utan um reksturinn

default

Drög að sex mánaða uppgjöri Vestmannaeyjabæjar voru lögð fyrir bæjarráð í liðinni viku. Um er að ræða samstæðu A og B. Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins um 5,6% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 4,2% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu sex mánuði ársins er betri en áætlanir gerðu […]

Hjólaferð með Halldóri B.

Skjask Hbh 270725

Halldór B. Halldórsson skellti sér í hjólatúr um eyjuna fögru nýverið. Auðvitað hafði hann myndavélina á sér og má sjá skemmtilegt myndband hans frá túrnum hér að neðan. (meira…)

Mæta Vestra fyrir vestan

Eyja 3L2A1713

Þrír leikir fara fram í 16. umferð Bestu deildar karla í dag. Fyrsti leikur dagsins fer fram á Ísafirði þar sem Vestri tekur á móti ÍBV. Einungis munar einu stgi á liðunum. Vestri er í sjötta sæti með 19 stig en Eyjamenn eru með 18 stig í níunda sæti. Vestri sigraði fyrri leik liðanna í […]

Er nokkurs konar mamma um borð

Valtyr Audbersson Svn

Valtýr Auðbergsson, kokkur á Vestmannaey VE er í viðtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir að Valtýr sé fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og segist hann vera hundrað prósent Vestmannaeyingur. „Ég reyndi að búa í Reykjavík í nokkur ár en það var ekkert varið í það svo ég kom aftur heim,” segir hann. „Ég byrjaði að […]

Starfshópur endurskoðar fyrirkomulag fagráða

Ráðhús_nær_IMG_5046

Bæjarstjórn Vestmannaeyja tók ákvörðun á fundi sínum þann 2. júlí sl. að skipa þriggja manna starfshóp samkvæmt tilnefningum frá öllum listum sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn. Verkefni hópsins verður að endurskoða fyrirkomulag fagráða og greiðslufyrirkomulag fyrir setu í þeim. Einnig að fara yfir reynslu af þeim breytingum sem komu inn i bæjarmálasamþykkt 2020 og varða […]

Ásgeir Sigurvinsson: Borgfirskur Sandari af Reglubrautinni

Í þessu viðtali við Ásgeir Sigurvinsson verður leitast við að fara yfir barnæsku og unglingsár Ásgeirs í Vestmannaeyjum. Við vörpum ljósi á það samfélag sem hann ólst upp í, og hvaða áhrif það hafði á uppeldi hans og hæfileika í íþróttum. Rætur Ásgeirs má kortleggja eins og þríhyrning um landið, Hellissandur í vestri, Borgarfjörður eystri […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.