Ásgeir Sigurvinsson: Borgfirskur Sandari af Reglubrautinni

Í þessu viðtali við Ásgeir Sigurvinsson verður leitast við að fara yfir barnæsku og unglingsár Ásgeirs í Vestmannaeyjum. Við vörpum ljósi á það samfélag sem hann ólst upp í, og hvaða áhrif það hafði á uppeldi hans og hæfileika í íþróttum. Rætur Ásgeirs má kortleggja eins og þríhyrning um landið, Hellissandur í vestri, Borgarfjörður eystri […]

Rekstur heilsuræktar í formlegt útboð

ithrotta-6.jpg

Útboð vegna uppbyggingar og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð var kært til kærunefndar útboðsmála sem tók þá ákvörðun að stöðva skyldi fyrirhugaða samningsgerð tímabundið milli Vestmannaeyjabæjar, Lauga ehf. og Í toppformi ehf. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að ráðinu hafi ekki fundist forsvaranlegt gagnvart íbúum sveitarfélagsins að eyða fjármunum og tíma í að láta reyna á […]

Frábært gengi ÍBV heldur áfram

Kvennalið ÍBV vann afar sannfærandi sigur á Haukum í 12. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld þegar liðin mættust á Hásteinsvelli. Leikurinn fór frekar rólega af stað en ÍBV var þó með yfirhöndina. Það tók Eyjakonur óvenju langan tíma að skora fyrsta mark leiksins en á 39. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Allison Grace Lowrey […]

Nútímaskip orðin ein tölva

Það var í mörg horn að líta hjá Ólafi Einarssyni, skipstjóra á nýrri Heimaey VE 1 og áhöfn hans þegar blaðamaður leit þar við. Allt á fullu undirbúa skipið fyrir fyrsta túrinn eftir að Ísfélagið fékk skipið afhent. „Við erum að aðlaga skipið að okkar þörfum, smá breytingar hér og þar en heilt yfir lítur […]

Herjólfur í slipp í september

Áætlað er að Herjólfur IV fari í slipp 8. september nk. í Hafnafirði. Gert er ráð fyrir að ferjan verði frá í tvær vikur gegn því að ekkert óvænt komi upp og mun ferjan Baldur leysa af á meðan. Um er að ræða reglubundinn slipp, þar sem hefðbundin slippverk verða unnin ásamt verkum sem þarf […]

Upplýsingar um lundaveiði

lundaveidi

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyjabæjar hefur samþykkt að heimila lundaveiði á tímabilinu 25. júlí til 15. ágúst 2025. Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar að ráðið leggi ríka áherslu á að veiðistýring taki ávallt mið af ástandi og viðkomu lundastofnsins. Samkvæmt lögum er hefðbundið veiðitímabil lunda frá 1. júlí til 15. ágúst. Réttur til veiða Veiðifélög […]

Nauðsynlegt að endurnýja flotann

„Hér er vélgæslukerfi og hægt að sjá og stýra flestum kerfum skipsins. Við getum kveikt ljós á dekkinu með þessum skjá ef því er að skipta. Sett aðalvél í gang og fylgst með öllu, RSW-kælikerfið er hérna líka en þegar við erum að dæla inn fiski erum við uppi í dekkhúsi þar sem við erum […]

ÍBV fær Hauka í heimsókn

Eyja 3L2A6769

Heil umferð fer fram í Lengjudeild kvenna í dag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Haukum. ÍBV sem fyrr á toppi deildarinnar með 28 stig úr 11 leikjum. Lið Hauka er í sjöunda sæti með 13 stig. Flautað er til leiks á Hásteinsvelli klukkan 18.00. Leikir dagsins: (meira…)

Þjóðhátíð: Vekja athygli á breytingum

thodhatid_ur_lofti_2023_hbh

Nú styttist óðfluga í hátíðina okkar og því vilja ÍBV-íþróttafélag og þjóðhátíðarnefnd vekja athygli á nokkrum breytingum sem verða í Herjólfsdal í ár: 1. Engin almenn bílastæði í Herjólfsdal Í ár verða engin almenn bílastæði í Herjólfsdal. Þetta er liður í því að draga úr umferð á hátíðarsvæðinu og auka öryggi gesta. Umferð og rökkur […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.