Hætta núverandi ferli og endurmeta stöðuna

ithrottam

Líkt og kom fram á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja þann 4. júní sl. var útboð vegna uppbyggingar og reksturs heilsuræktar við Íþróttamiðstöð kært til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin tók ákvörðun um að stöðva skyldi fyrirhugaða samningsgerð tímabundið á milli Vestmannaeyjabæjar, Lauga ehf. og Í toppformi ehf. skv. bréfi dags. 12. júní sl. á meðan málið er í […]

Löggjafinn ræður leikreglum

DSC_8177

Allt frá því að frumvarp um verulega og fyrirvaralausa hækkun veiðigjalds var lagt fram hafa fjölmargir hagaðilar um allt land varað við áhrifum þess. Þar á meðal hafa verið sveitarfélög og fyrirtæki í sjávarútvegi, iðnaði, tækni og nýsköpun. Ekki hefur reynst vilji til þess að ræða álitamálin þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á […]

Glimrandi vika hjá Bergey

Ísfisktogarinn Bergey VE hefur landað tvisvar í heimahöfn í Eyjum í þessari viku. Jón Valgeirsson skipstjóri er ánægður með gang veiðanna. Haft er eftir honum á vefsíðu Síldarvinnslunnar að þeir hafi farið út á fimmtudag í síðustu viku og héldu beint á Pétursey og Vík. „Þar var heldur rólegt. Þá var farið austur á Höfða […]

Heimila lundaveiði 25. júlí – 15. ágúst

lundaveidi

Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum. Veiði verður heimil dagana 25. júlí – 15. ágúst 2025. Ráðið telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið af viðkomu stofnsins. Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí – 15. […]

Ráðast þarf í brýnar umbætur og lagfæringar á aðbúnaði

Sorpa Ruslagamur Tms 20250227 142322

Á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var tekið fyrir mál af fundi framkvæmda- og hafnarráðs sem vísað var til bæjarráðs. Fram kemur í fundargerð að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafi setið fundinn í málinu og fylgt eftir minnisblaði er varðar aðstöðu og umhverfi sorpmóttökustöðvar við Eldfellsveg. Fyrir liggur að ráðast þarf í brýnar umbætur og lagfæringar […]

Vosbúð færði hollvinasamtökum Hraunbúða styrk

Vosbúð nytjamarkaður færði hollvinasamtökum Hraunbúða 200.000 króna styrk í dag. Tilgangur hollvinasamtakanna er að bæta aðstöðu og upplifun þeirra sem þar dvelja, með því að styðja við úrbætur á vistarverum og skapa hlýlegt og mannvænt umhverfi. Framlagið frá Vosbúð er því mikilvæg innspýting í áframhaldandi starf og skilar sér beint til þeirra sem þurfa á […]

Tinna Ósk verslunarstjóri Icewear

ICEWEAR hefur starfað frá árinu 1972 og lagt áherslu á útivistarfatnað yst sem innst. Vegur Icewear hefur vaxið með hverju ári og er orðið eitt öflugasta fyrirtækið á þessu sviði hér á landi. Icewear opnaði í Vestmannaeyjum árið 2017, fyrst í Básum en er í dag í glæsilegu og rúmgóðu húsnæði í Baldurshaga við Bárustíg. […]

Landsliðsstelpurnar á TM mótinu

Landsliðið og Pessuliðið léku sinn árlega leik á TM mótinu í ár. Leikurinn fór fram á Þórsvelli í frábæru veðri. Það var Landsliðið sem byrjaði leikinn betur og komust í 3-0 en Pressuliðið náði að jafna leikinn í seinni hálfleik og leikurinn endaði 3-3. Kolfinna Lind Tryggvadóttir og Arna Hlín Unnarsdóttir leikmenn ÍBV voru báðar valdar […]

Eyjamenn ekki fleiri í 30 ár

Opf 20250704 155558

​Íbúum Vestmannaeyja fjölgaði um 47 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2024 til 1. júlí 2025, samkvæmt tölum sem eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi. Þann fyrsta júlí sl. stóð íbúafjöldinn í Vestmannaeyjum í 4.765. Á vefsíðu Þjóðskrár eru gefnar upp tölur aftur til ársins […]

Aðstaða fyrir 140 m ekjufraktskip

„Þeir frá Krönum ehf. eru að vinna fyrir okkur að endurbyggingu Gjábakkakants eftir að í ljós kom að þilið er ónýtt,“ sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri Vestmannaeyja um framkvæmdir í norðurhöfninni. Er verið að reka niður stálþilið en undanfarið hafa starfsmenn Krana keyrt efni með bryggjukantinum. „Nýr kantur verður þannig að ekjufraktskip eða Róróskip geta […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.