Tyrkjaránsdagur 12. júlí 2025

Tyrkjaran Ads 2

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum mun að venju í júlímánuði bjóða upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Á þessu ári eru liðin 398 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu,  drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu […]

Þetta er góður dagur fyrir okkur Eyjamenn

„Í kvöld var Vestmannaeyjastrengur 5 (VM5) tekin á land í Eyjum, nú eru bæði VM4 og VM5, nýjir rafstrengir Landsnets, komir á land í Eyjum. Fyrsta hluta framkvæmdanna er lokið,“ segir Íris Róbertsdóttir á Fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi þegar langingaskipið Aura kom að landi í Eyjum. „Tveir nýir rafstrengir hafa verið baráttumál okkar Eyjamanna undan farin ár enda mikið gengið á varðandi raforkuöryggi okkar. Þetta verður alger […]

Fyrsti þingmaður okkar fer á kostum

„Ég er mjög hugsi eftir þessi ummæli 1. þingmanns Suðurkjördæmis, stjórnarþingmannsins Ásthildar Lóu Þórsdóttur á þinginu í gær. Þar gerir hún gerir lítið úr þeim 26 sjávarútvegssveitarfélögum sem hafa skilað inn umsögn af því að þau eru ekki meirihluti sveitarfélaga á landinu og þá á ekki að hlusta á þeirra áhyggjur,“ segir Íris Róbertsdóttir á Fésbókarsíðu sinni […]

Dalur lét sig ekki fyrr en í fulla hnefana

Húsið Dalur sem byggt árið 1906 og var við Kirkjuveg 35 kvaddi í gær þegar stórtækar vinnuvélar réðust að því með kjafti og klóm. Þar lauk ákveðnum kafla í húsasögu Vestmannaeyja um leið og nýr er að hefjast. Víkur Dalur fyrir fjölbýlishúsi sem rís við Sólhlíðina. Óskar Pétur fylgdist með niðurrifinu og skráði með myndavélinni. Það gaf sig ekki […]

VM5 strengurinn á land í Eyjum í kvöld

„Veðrið og öldurnar voru ekki alveg að spila með okkur í gær en eftir smá baráttu tókst okkur að koma strengnum í land á sandinum.  Skipið er nú á siglingu yfir til Vestmannaeyja og ef allt gengur samkvæmt áætlun verður strengurinn dreginn í land í Eyjum um kvöldmatarleytið,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets við Eyjafréttir […]

Frábæru N1-móti lokið

N1-mót KA fór fram dagana 2. – 5. júlí en frá ÍBV tóku 44 strákar þátt í mótinu, 38 þeirra úr 5. flokki en 6 þeirra lánsmenn frá 6. flokki. Foreldrar fylgdu öllum strákum norður og er það mikilvægur þáttur í að láta mótið ganga sem best fyrir strákana sem upplifa mótið líkt og um […]

Vilja láta vinna víðtækara áhrifamat

DSC_7648

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga ítreka afstöðu sína og hvatningu til Alþingis um að tekið sé tillit til þeirra athugasemda og þeirra áhyggja sem samtökin hafa komið á fram færi við atvinnuvegaráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, atvinnuveganefnd og þingmenn. Samtökin hvetja þessa aðila til þess að hafa hagsmuni almennings í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á […]

Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás

„Ráðist var á lögreglumann á sextugsaldri á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum á aðfaranótt sunnudags. Árásin var alvarleg að sögn yfirlögregluþjóns og var maðurinn fluttur á sjúkrahús,“ segir á visir.is. Haft er eftir Stefáni Jónssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum að til skoðunar sé hvort árásin hafi beinst að lögreglumanninum vegna starfa hans hjá lögreglunni. Líðan lögreglumannsins, […]

Fasteignamatið hækkar um 11,1%

hus_midbaer_bo

Nýtt fasteignamat fyrir árið 2026 liggur nú fyrir hjá Þjóðskrá. Fasteignamatið í Vestmannaeyjum hækkar um 11,1% milli áranna 2025 og 2026. Hækkar íbúðahúsnæði m.a. um 11,4% og atvinnuhúsnæði um 9,9% milli ára. Líkt og á mörgum stöðum á landinu hefur fasteignamat farið hækkandi í Vestmannaeyjum síðustu ár. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja. […]

ÍBV fær liðsstyrk

Knattspyrnumaðurinn Þorri Heiðar Bergmann hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið. Þorri hefur leikið með þremur yngri landsliðum Íslands, U15, U16 og U17 síðustu ár. Hann kemur til liðsins frá Víkingi Reykjavík þar sem hann hefur leikið upp alla yngri flokkana, segir í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. Þar segir jafnframt að Þorri sé nú […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.