Gleðilegt nýtt ár!

Stjórn og starfsfólk Eyjafrétta óska lesendum sínum og öllum landsmönnum gleðilegs nýs ár og farsældar á komandi ári. Við þökkum ánægjulega samfylgd á liðnu ári og munum við áfram kappkosta að flytja Eyjamönnum nær og fjær fréttir úr héraði. Myndasyrpu Óskars Péturs Friðrikssonar, ljósmyndara Eyjafrétta frá flugeldasýningunni og brennunni síðdegis í dag má sjá hér […]
Við þurfum að vera á tánum

Bæjarfulltrúar á áramótum – Gísli Stefánsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Árið sem er að líða hefur gefið taktinn fyrir það næsta. Hagræðingartillögur ríkisstjórnar sem voru eftir allt saman bara fjölmiðlastönt, ESB komið á línulega dagskrá sem enginn horfir á lengur og svo leiðréttingar á því óréttlæti sem skapast þegar sjávarútvegurinn hagnast. Margir þeir úr pólitíkinni hér í […]
Fjölmiðlar eru alltaf á tímamótum

Eyjafréttir og eyjafrettir.is hafa verið á mikilli siglingu á árinu sem nú er senn á enda og áfram skal haldið. Fréttavefurinn hefur fest sig í sessi sem öflugur fréttamiðill og heimsóknum fjölgar í samræmi við það. Eyjafréttir enduðu árið með stærsta jólablaði í 51 árs sögu blaðsins, 56 síðum af fjölbreyttu efni ætlaðu fólki á […]
Mest lesnu færslur ársins

Við áramót er gjarnan litið um öxl og rifjuð upp tíðindi ársins. Að venju höfum við hér á Eyjafréttum/Eyjar.net tekið saman þær fréttafærslur sem vöktu mesta athygli lesenda á árinu sem er að líða. sætið – Viðtal við Víði Reynisson Á toppi listans er viðtal við Víði Reynisson, þingmann Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna, þar sem farið […]
Metþátttaka í styrktargöngu Krabbavarnar

Árleg styrktar-ganga og -hlaup til stuðnings Krabbavörn Vestmannaeyja fór fram í morgun og var þátttaka afar góð. Aðstæður til útivistar voru góðar, góður hiti en smá vindur. Gangan hófst við Steinsstaði og lauk á Tanganum þar sem þátttakendum var boðið upp á heita súpu og brauð. Samkvæmt Hafdísi Kristjánsdóttur einum af skipuleggjendum gekk viðburðurinn mjög […]
Anton Frans og Sigurmundur Gísli komu heim með silfur

Eyjapeyjarnir Anton Frans Sigurðsson og Sigurmundur Gísli Unnarsson, leikmenn ÍBV í handbolta unnu til silfurverðlauna á Sparkassen Cup-handboltamótinu með u-18 ára landsliði Íslands, í Merzig í Þýskalandi. Íslenska liðið tapaði með þremur mörkum, 31-28, í úrslitaleik mótsins gegn Þýskalandi. Alls unnu íslensku strákarnir fjóra leik á mótinu, gegn Slóveníu, Austurríki, Hollandi og Portúgal og töpuðu […]
Brenna og flugeldasýning í dag

Björgunarfélag Vestmannaeyja stendur fyrir hefðbundinni brennu og flugeldasýningu í dag, á gamlársdag. Kveikt verður í brennunni klukkan 17:00 og hefst flugeldasýningin skömmu síðar. Svæði sem merkt er með appelsínugulum lit verður skilgreint sem öryggissvæði á meðan flugeldasýning stendur yfir. Gestir eru beðnir um að virða lokanir, fara ekki inn á svæðið og fylgja leiðbeiningum þeirra […]
FÍV hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025

Það hefur verið sérstakt ár hjá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Í nóvember var tilkynnt að skólinn hefði hlotið Íslensku menntaverðlaunin 2025 í flokki framúrskarandi iðn- og verkmenntunar, fyrir öflugt og nýstárlegt starf í nánu samstarfi við atvinnulífið. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 4. nóvember og er það mikil viðurkenning fyrir bæði skólann og […]
Nýtt ár heilsar með Landeyjahafnar-siglingu

Herjólfur ohf hefur gefið út siglinga-áætlun fyrir næstu tvo daga. Á morgun, gamlársdag siglir Herjólfur eina ferð til Þorlákshafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Siglingar á nýársdag verða þannig að Herjólfur siglir eina ferð til/frá Landeyjahöfn á háflóði. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 14:00 (Áður ferð kl. 09:30). Brottför frá Landeyjahöfn […]
Innkalla “Rakettupakka 2”

Slysavarnafélaginu Landsbjörg bárust í kvöld ábendingar um að galli væri í einhverjum rakettum sem seldar hafa verið í Rakettupakka 2. Við prófun kom í ljós að einhverjar þeirra sprungu of snemma. Því hefur verið tekin sú ákvörðun um að taka Rakettupakka 2 úr sölu og kalla inn þá pakka sem hafa verið seldir. Þetta segir […]