Örfá sæti eftir á Dömukvöld ÍBV!

Dömukvöld handknattleiksdeildar ÍBV verður haldið á morgun, föstudaginn 31. október í Golfskálanum. Húsið opnar kl 19:30 og borðhald hefst kl 20:30, segir í tilkynningu frá dömukvöldsnefnd handknattleiksdeildar ÍBV. „Glæsilegir smáréttir frá Vöruhúsinu. Nammibarinn verður á sínum stað. Veislustjóri er eyjamærin Hrund Scheving. Einar Ágúst kemur til okkar og tekur lagið. Kvöldið endar með því að […]
Nýtt tölublað Eyjafrétta: 44 síðna blað komið út

Næsta tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og að vanda er fjölbreytt efni í blaðinu þar sem lesendur fá innsýn í mannlíf, framkvæmdir, atvinnulíf og menningu í Vestmannaeyjum. Í blaðinu er m.a. fjallað um FÍV og sterka stöðu verkmenntunar í Eyjum, auk þess sem Safnahelgin sem fram undan er fær góðan sess. Þá er sagt frá […]
Safnahelgin: Dagskrá dagsins

Safnahelgin hefst í dag. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og er síðasti viðburður dagsins klukkan 20.00. Setningin er í Stafkirkjunni klukkan 18.00. Hér að neðan gefur að líta dagskrá dagsins. Fimmtudagur 30. október 13:30 Safnahús: Ljósmyndadagur. Elstu myndir af Vestmannaeyjum, frá 19. öld og nýlega afhend mannamyndasöfn frá 20. öld dregin fram. 17:00 Opnun á ljósmyndasýningu […]
Eyjakonur úr leik í Powerade bikarnum

Kvennalið ÍBV tók á móti Gróttu í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins á Seltjarnarnesi í kvöld. Leiknum lauk með 35-32 sigri Gróttu og má segja að úrslitin hafi verið ansi óvænt þar sem lið Gróttu leikur í Grill 66 deildinni. Gróttu konur voru yfir framan af í leiknum en staðan eftir 20 mínútna leik var jöfn, […]
Laxey stækkar vinnubúðirnar við Helgafell
Framkvæmdir standa nú yfir hjá Laxey við að bæta við þriðju vinnubúðaeiningunni, sem verður sambærileg við þær sem fyrir eru við Helgafell. Allar einingarnar eru jafn stórar og hver þeirra er með 44 herbergi með sérbaðherbergi, auk sameiginlegs eldhúss og seturýmis fyrir íbúa. Nýja einingin verður því til viðbótar við tvær sem fyrir eru. Aðstaðan […]
Jól í skókassa: Skil í Landakirkju til 31. október

Verkefnið Jól í skókassa stendur nú yfir. Markmið þess er að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma eða aðrar erfiðar aðstæður með jólagjöf sem send er í skókassa. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og hefur glatt ótal börn sem annars hefðu lítið eða ekkert fengið um jólin. Þátttakendur, bæði börn og fullorðnir, eru hvattir […]
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1620. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Fjárhagsáætlun næsta árs ber hæst á fundinum. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingargluggann. Á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar er beðist velvirðingar á þeim hljóðtruflunum sem eru að hrjá útsendinguna. „Unnið er að greiningu vandans, en allt bendir til bilunar […]
Landað fyrir árshátíðarferð

Þessa dagana eru ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni að landa áður en áhafnir þeirra halda í árshátíðarferð til Póllands. Á fréttasíðu Síldarvinnslunnar er greint frá aflabrögðum þeirra og hvar veitt hefur verið. Jóhanna Gísladóttir GK landaði á Grundarfirði sl. sunnudag. Aflinn var um 60 tonn, mest þorskur sem fékkst á Strandagrunni. Smári Rúnar Hjálmtýsson skipstjóri sagði að […]
Komið gott segir Njáll

Eftir átta ár í bæjarstjórn og sem formaður bæjarráðs Vestmannaeyja ætlar Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, að láta gott heita í vor. Í ítarlegu viðtali við Eyjafréttir segir hann að ákvörðunin hafi verið tekin eftir mikla íhugun. „Í svona starfi verður maður að geta gefið sig hundrað prósent – annars er betra að sleppa því.“ Njáll […]
Safnahelgin hefst á morgun

Safnahelgin er fram undan og menningarlífið í Eyjum fer á fullt þegar söfn, gallerí og menningarhús bæjarins sameinast í fjölbreyttri og líflegri dagskrá. Gestir geta notið ljósmyndasýninga, tónleika, bókakynninga og fræðandi erinda, auk þess sem opnar vinnustofur og sýningar bjóða upp á einstaka innsýn í list og sögu Eyjanna. Safnahelgin er orðin fastur liður í […]