Gleðilegt nýtt ár!

Flugeldar OPF 25 DSC 7026

Stjórn og starfsfólk Eyjafrétta óska lesendum sínum og öllum landsmönnum gleðilegs nýs ár og farsældar á komandi ári. Við þökkum ánægjulega samfylgd á liðnu ári og munum við áfram kappkosta að flytja Eyjamönnum nær og fjær fréttir úr héraði. Myndasyrpu Óskars Péturs Friðrikssonar, ljósmyndara Eyjafrétta frá flugeldasýningunni og brennunni síðdegis í dag má sjá hér […]

Við þurfum að vera á tánum

Gisli Stef Is

Bæjarfulltrúar á áramótum – Gísli Stefánsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Árið sem er að líða hefur gefið taktinn fyrir það næsta. Hagræðingartillögur ríkisstjórnar sem voru eftir allt saman bara fjölmiðlastönt, ESB komið á línulega dagskrá sem enginn horfir á lengur og svo leiðréttingar á því óréttlæti sem skapast þegar sjávarútvegurinn hagnast. Margir þeir úr pólitíkinni hér í […]

Fjölmiðlar eru alltaf á tímamótum

Eyjafréttir og eyjafrettir.is hafa verið á mikilli siglingu á árinu sem nú er senn á enda og áfram skal haldið. Fréttavefurinn hefur fest sig í sessi sem öflugur fréttamiðill og heimsóknum fjölgar í samræmi við það. Eyjafréttir enduðu árið með stærsta jólablaði í 51 árs sögu blaðsins, 56 síðum af fjölbreyttu efni ætlaðu fólki á […]

Mest lesnu færslur ársins

Við áramót er gjarnan litið um öxl og rifjuð upp tíðindi ársins. Að venju höfum við hér á Eyjafréttum/Eyjar.net tekið saman þær fréttafærslur sem vöktu mesta athygli lesenda á árinu sem er að líða. sætið – Viðtal við Víði Reynisson Á toppi listans er viðtal við Víði Reynisson, þingmann Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna, þar sem farið […]

Metþátttaka í styrktargöngu Krabbavarnar

Árleg styrktar-ganga og -hlaup til stuðnings Krabbavörn Vestmannaeyja fór fram í morgun og var þátttaka afar góð. Aðstæður til útivistar voru góðar, góður hiti en smá vindur. Gangan hófst við Steinsstaði og lauk á Tanganum þar sem þátttakendum var boðið upp á heita súpu og brauð. Samkvæmt Hafdísi Kristjánsdóttur einum af skipuleggjendum gekk viðburðurinn mjög […]

Anton Frans og Sigurmundur Gísli komu heim með silfur

Eyjapeyjarnir Anton Frans Sigurðsson og Sigurmundur Gísli Unnarsson, leikmenn ÍBV í handbolta unnu til silfurverðlauna á Sparkassen Cup-handboltamótinu með u-18 ára landsliði Íslands, í Merzig í Þýskalandi. Íslenska liðið tapaði með þremur mörkum, 31-28, í úrslitaleik mótsins gegn Þýskalandi. Alls unnu íslensku strákarnir fjóra leik á mótinu, gegn Slóveníu, Austurríki, Hollandi og Portúgal og töpuðu […]

Brenna og flugeldasýning í dag

Björgunarfélag Vestmannaeyja stendur fyrir hefðbundinni brennu og flugeldasýningu í dag, á gamlársdag. Kveikt verður í brennunni klukkan 17:00 og hefst flugeldasýningin skömmu síðar. Svæði sem merkt er með appelsínugulum lit verður skilgreint sem öryggissvæði á meðan flugeldasýning stendur yfir. Gestir eru beðnir um að virða lokanir, fara ekki inn á svæðið og fylgja leiðbeiningum þeirra […]

FÍV hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025 

Það hefur verið sérstakt ár hjá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Í nóvember var tilkynnt að skólinn hefði hlotið Íslensku menntaverðlaunin 2025 í flokki framúrskarandi iðn- og verkmenntunar, fyrir öflugt og nýstárlegt starf í nánu samstarfi við atvinnulífið. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 4. nóvember og er það mikil viðurkenning fyrir bæði skólann og […]

Nýtt ár heilsar með Landeyjahafnar-siglingu

Herjólfur ohf hefur gefið út siglinga-áætlun fyrir næstu tvo daga. Á morgun, gamlársdag siglir Herjólfur eina ferð til Þorlákshafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Siglingar á nýársdag verða þannig að Herjólfur siglir eina ferð til/frá Landeyjahöfn á háflóði. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 14:00 (Áður ferð kl. 09:30). Brottför frá Landeyjahöfn […]

Innkalla “Rakettupakka 2”

Rakettupakki 2

Slysavarnafélaginu Landsbjörg bárust í kvöld ábendingar um að galli væri í einhverjum rakettum sem seldar hafa verið  í Rakettupakka 2. Við prófun kom í ljós að einhverjar þeirra sprungu of snemma. Því hefur verið tekin sú ákvörðun um að taka Rakettupakka 2 úr sölu og kalla inn þá pakka sem hafa verið seldir. Þetta segir […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.