Gæti þýtt þreföldun á veiðigjaldinu í Eyjum

„Það er ekki hægt að fjalla um veiðigjöld og auknar álögur á sjávarútveg án þess að skoða rekstrarumhverfi fyrirtækja í sjávarútvegi, samkeppnisstöðu og fjárfestingar,“ sagði Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélagsins á ráðstefnu Eyjafrétta um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi. Hann lagði áherslu á skattspor sjávarútvegs þar sem allur almenningur nýtur góðs af sköttum sem koma frá greininni. […]
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1617. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjald. Alla dagskrána má sjá undir útsendingaglugganum. Almenn erindi 1. 202503247 – Frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjald 2. 201006074 – Kosning í ráð, nefndir og stjórnir […]
Þórunn Sveinsdóttir VE sett á söluskrá

Í gær var áhöfn Þórunnar Sveinsdóttur tilkynnt um að til standi að setja skipið á söluskrá. Þetta herma heimildir Eyjafrétta. Samkvæmt sömu heimildum segir að ekki hafi komið til uppsagna. Þórunn Sveinsdóttir VE-401 er togari sem er í eigu Óss ehf., dótturfélags Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin hf. keypti allt hlutafé í félaginu árið 2023 ásamt hlutafé í […]
Stoppuðum í 33 eða 34 tíma á miðunum

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður um aflabrögð og veður. „Þetta var þægilegur sumartúr og auk þess var hann stuttur en við stoppuðum á miðunum í 33 eða 34 tíma og náðum að fylla. Veður var virkilega […]
World Class opnar á morgun

World Class opnar á morgun, miðvikudaginn 11. júní, í íþróttahúsinu. Hægt verður að kaupa aðgang í gegnum Abler og á heimasíðu World Class. Við hjá Eyjafréttum hittum á Björn Leifsson í íþróttahúsinu í dag, þar sem hann og teymi hans voru að ljúka við uppsetningu tækja í salnum. Um er að ræða bráðabirgðaaðstöðu, en að […]
Rafmagnslaust á Suðurlandi og í Eyjum – uppfært

Laust fyrir klukkan 10 í morgun fór rafmagnið af Vestmannaeyjabæ. Er rafmagn nú komið á hluta af bænum. Í fyrstu tilkynningu frá Landsneti segir að rafmagnslaust sé á Suðurlandi þar sem Hvolsvallarlína 1 leysti út. „Rafmagnslaust er á Hellu, Hvolsvelli, Rimakot, Vestmannaeyjar og nærsveitum. Unnið er að koma rafmagni aftur á.” Í annari tilkynningu frá […]
Eyjakonur í undanúrslit eftir frábæran sigur

Kvennalið ÍBV er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir frábæran 1-3 sigur á Bestu deildar liði Tindastóls á Sauðárkróki fyrr í dag. Það var hin marksækna Olga Sevcova sem kom Eyjakonum yfir strax á 4. mínútu leiksins eftir að hún hafði sloppið í gegn og klárað fram hjá Genevieve Jae Crenshaw í marki Tindastóls. Lítið var […]
Herjólfur er fjölskylduvænn vinnustaður

Það er heldur hráslagalegt veðrið þegar blaðamaður bankaði upp á hjá Ólöfu Maren Bjarnadóttur og Páli Eiríkssyni á heimili þeirra í Foldahrauninu. Þar búa þau með tveimur börnum sínum, Ástrós Berthu og Arnóri Breka. Austan kæla og þokuslæðingur á meðan sól og blíða var annars staðar á landinu. Hún Akureyringur en hann innmúraður Eyjamaður. „Ég […]
Viljum ekki verða jaðarsettur hópur á framfærslu höfuðborgarinnar

– Það er mikið undir, framtíð barnanna á landsbyggðinni. Viljum við hafa góð störf, lifa góðu lífi eða viljum við að hagkerfi landsbyggðarinnar verði að nýlenduhagkerfi og við verðum einhver jaðarsettur hópur, þar sem efnahagslegur vöxtur er ekki til staðar, og verðmætin flytjist öll til höfuðborgarinnar? „Vandamálið í fjármálum ríkisins er ekki á tekjuhliðinni, heldur […]
ÍBV mætir Tindastól í bikarnum

8-liða úrslit bikarkeppni kvenna hefjast í dag með viðureign Tindastóls og ÍBV á Sauðárkróksvelli. Tindastóll í áttunda sæti Bestu deildarinnar en Eyjaliðið í öðru sæti Lengudeildarinnar. Stólarnir slógu Stjörnuna út í síðustu umferð á útivelli á meðan ÍBV lagði Völsung á heimavelli. Flautað er til leiks klukkan 13.00 í dag og verður leikurinn í beinni […]