Gæti þýtt þreföldun á veiðigjaldinu í Eyjum

Einar Sig Cr

„Það er ekki hægt að fjalla um veiðigjöld og auknar álögur á sjávarútveg án þess að skoða rekstrarumhverfi fyrirtækja í sjávarútvegi, samkeppnisstöðu og fjárfestingar,“ sagði Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélagsins á ráðstefnu Eyjafrétta um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi. Hann lagði áherslu á skattspor sjávarútvegs þar sem  allur almenningur nýtur góðs af sköttum sem koma frá greininni. […]

Bæjarstjórnarfundur í beinni

1617. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjald. Alla dagskrána má sjá undir útsendingaglugganum. Almenn erindi 1.     202503247 – Frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjald 2. 201006074 – Kosning í ráð, nefndir og stjórnir […]

Þórunn Sveinsdóttir VE sett á söluskrá​

Thorunn Sv TMS 20210811 163809

Í gær var áhöfn Þórunnar Sveinsdóttur tilkynnt um að til standi að setja skipið á söluskrá. Þetta herma heimildir Eyjafrétta. Samkvæmt sömu heimildum segir að ekki hafi komið til uppsagna. Þórunn Sveinsdóttir VE-401 er togari sem er í eigu Óss ehf., dótturfélags Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin hf. keypti allt hlutafé í félaginu árið 2023 ásamt hlutafé í […]

Stoppuðum í 33 eða 34 tíma á miðunum

220223 La Cr

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður um aflabrögð og veður. „Þetta var þægilegur sumartúr og auk þess var hann stuttur en við stoppuðum á miðunum í 33 eða 34 tíma og náðum að fylla. Veður var virkilega […]

World Class opnar á morgun

World Class opnar á morgun, miðvikudaginn 11. júní, í íþróttahúsinu. Hægt verður að kaupa aðgang í gegnum Abler og á heimasíðu World Class. Við hjá Eyjafréttum hittum á Björn Leifsson í íþróttahúsinu í dag, þar sem hann og teymi hans voru að ljúka við uppsetningu tækja í salnum. Um er að ræða bráðabirgðaaðstöðu, en að […]

Rafmagnslaust á Suðurlandi og í Eyjum – uppfært

Laust fyrir klukkan 10 í morgun fór rafmagnið af Vestmannaeyjabæ. Er rafmagn nú komið á hluta af bænum. Í fyrstu tilkynningu frá Landsneti segir að rafmagnslaust sé á Suðurlandi þar sem Hvolsvallarlína 1 leysti út. „Rafmagnslaust er á Hellu, Hvolsvelli, Rimakot, Vestmannaeyjar og nærsveitum. Unnið er að koma rafmagni aftur á.” Í annari tilkynningu frá […]

Eyjakonur í undanúrslit eftir frábæran sigur

Kvennalið ÍBV er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir frábæran 1-3 sigur á Bestu deildar liði Tindastóls á Sauðárkróki fyrr í dag. Það var hin marksækna Olga Sevcova sem kom Eyjakonum yfir strax á 4. mínútu leiksins eftir að hún hafði sloppið í gegn og klárað fram hjá Genevieve Jae Crenshaw í marki Tindastóls. Lítið var […]

Herjólfur er fjölskylduvænn vinnustaður

Það er heldur hráslagalegt veðrið þegar blaðamaður bankaði upp á hjá Ólöfu Maren Bjarnadóttur og Páli Eiríkssyni á heimili þeirra í Foldahrauninu. Þar búa þau með tveimur börnum sínum, Ástrós Berthu og Arnóri Breka. Austan kæla og þokuslæðingur á meðan sól og blíða var annars staðar á landinu. Hún Akureyringur en hann innmúraður Eyjamaður. „Ég […]

Viljum ekki verða jaðarsettur hópur á framfærslu höfuðborgarinnar

– Það er mikið undir, framtíð barnanna  á landsbyggðinni. Viljum við hafa góð störf, lifa góðu lífi eða viljum við að hagkerfi landsbyggðarinnar verði að nýlenduhagkerfi og við verðum einhver jaðarsettur hópur, þar sem efnahagslegur vöxtur er ekki til staðar, og verðmætin flytjist öll til höfuðborgarinnar? „Vandamálið í fjármálum ríkisins er ekki á tekjuhliðinni, heldur […]

ÍBV mætir Tindastól í bikarnum

Eyja 3L2A2347

8-liða úrslit bikarkeppni kvenna hefjast í dag með viðureign Tindastóls og ÍBV á Sauðárkróksvelli. Tindastóll í áttunda sæti Bestu deildarinnar en Eyjaliðið í öðru sæti Lengudeildarinnar. Stólarnir slógu Stjörnuna út í síðustu umferð á útivelli á meðan ÍBV lagði Völsung á heimavelli. Flautað er til leiks klukkan 13.00 í dag og verður leikurinn í beinni […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.