Íþróttaskóli ÍBV og HKK

Íþróttaskóli ÍBV og Heildverslunar Karls Kristmanns verður haldinn föstudaginn langa 18. apríl og laugardaginn 19. apríl milli kl 13:00-14:00 báða dagana. Íþróttaskólinn er fyrir krakka fædda 2019, 2020 og 2021. Allir þátttakendur fá gefins páskaegg. Verð er aðeins 3.500 kr. Stjórnendur skólans verða leikmenn og þjálfarar mfl. kvenna. Skráningafrestur er til 7 apríl og þau […]
Fullt hús á Mey kvennaráðstefnu

Kvennaráðstefnan Mey fór fram í Sagnheimum fyrir fullum sal kvenna í gær. Markmið Mey er að sameina konur, styrkja, gleðja og valdefla. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg, en þrír fyrirlesarar stigu á svið yfir daginn. Fyrst á svið var Anna Steinsen, eigandi Kvan. Anna starfar sem fyrirlesari, þjálfari, markþjálfi og jógakennari. Anna ræddi um mikilvægi […]
Fjárfrekar framkvæmdir framundan

Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri fór yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar árið 2024 á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 694 millj.kr. og afkoma ársins var jákvæð sem nemur 111 millj.kr. Fram kemur í afgreiðslu að ráðið samþykki fyrirliggjandi ársreikning og var honum vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Enn fremur segir að […]
Afturelding hafði betur

ÍBV og Afturelding mættust í 8-liða úrslitum karla í handbolta í dag. Jafnræði var með liðunum framan af leik í dag, en ÍBV leiddi í leikhléi 13-14. Þegar leið á seinni hálfleik komust heimamenn í Aftureldingu yfir og létu þeir ekki þá forystu af hendi. Lokatölur 32-30. Næsti leikur í einvíginu verður næstkomandi þriðjudag í […]
Fékk áskorun frá ungum Eyjastelpum

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Þar greindi hún þingheimi frá því að henni hafi borist skemmtileg áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum á dögunum, frá Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að lengja útivistartíma 10 til 12 ára barna. „Þeim þótti það bara […]
Segja upplýsingaskortinn óásættanlegan

Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald sem nú er í samráðsgátt voru tekin til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja á miðvikudaginn. Þar voru drög að umsögn Vestmannaeyjabæjar um málið einnig rædd. Þá ræddi ráðið bókun stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá fundi 28. mars. sl um frumvarpsdrögin. Í umsögn bæjarráðs kemur fram að ráðið […]
Pólskur markvörður til ÍBV

Pólski markvörðurinn Marcel Zapytowski skrifaði í vikunni undir samning út keppnistímabilið við knattspyrnudeild ÍBV. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins segir að hann komi til með að leika með liðinu í Bestu deild karla en fyrsti leikur ÍBV er á mánudaginn kemur gegn Víkingum á útivelli. Marcel er 24 ára og hefur leikið með Birkirkara, Korona […]
Úrslitakeppnin af stað hjá strákunum

Fyrsti leikur í einvígi ÍBV og Aftureldingar í úrslitakeppni Olísdeildar karla verður háður í dag. Leikið er í Mosfellsbæ. Liðið sem er undan að sækja tvo sigra fer áfram í næstu umferð. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er hann í beinni útsendingu hjá Sjónvarpi Símans. Handknattleiksdeild ÍBV bauð upp á hópferð frá Eyjum og verður […]
Þrír Eyjamenn í stjórn SFS

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var haldinn í dag. Í tilkynningu frá samtökunum segir að ný stjórn hafi verið kjörin á fundinum fyrir starfsárið 2025 – 2026. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. var kosinn formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á aðalfundi samtakanna í Hörpu í dag. Hann tekur við af Ólafi Marteinssyni sem verið […]
Arndís Bára sett í embætti lögreglustjóra

Dómsmálaráðherra hefur sett Arndísi Báru Ingimarsdóttur í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum til tólf mánaða, frá og með 1. apríl 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu. Arndís Bára lauk fullnaðarprófi í lögfræði árið 2014 og hefur unnið hjá embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá árinu 2016 sem saksóknarafulltrúi, aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjóra. Hún hefur tvívegis verið sett sem […]