ÍBV mætir Gróttu í bikarnum

Handbolti kvenna 2025

Bikarkeppni kvenna í handbolta hefst í kvöld með fimm leikjum. ÍBV sækir Gróttu heim í Hertz-höllina. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 og má búast við hörkuleik. Grótta hefur byrjað tímabilið vel í Grill 66 deildinni og er með ungt og efnilegt lið sem leikur hraðan bolta. Liðið er í öðru sæti Grill-deildarinnar. Eyjakonur hafa […]

Nóg um að vera í Eyjum næstu daga

Það stefnir í líflega daga í Eyjum á næstunni þar sem nóg verður um að vera og fjölbreyttir viðburðir í boði. Hér er yfirlit um helstu viðburði: Fimmtudagur: „Ég skal syngja fyrir þig“ fer fram í Höllinni, þar sem Einar Ágúst syngur ljóð Jónasar Friðriks við undirleik Gosanna. Húsið opnar kl. 19.30 og tónleikar hefjast […]

Duftreitur tilbúinn til notkunar í Kirkjugarði Vestmannaeyja

Nýr duftreitur hefur verið tekinn í notkun í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Með því lýkur stækkunarferli garðsins sem staðið hefur yfir undanfarin ár, og markar þetta mikilvægt skref í umhverfisvænni og hagkvæmri nýtingu grafarsvæða. Kirkjugarður Vestmannaeyja hefur verið í stækkunarferli undanfarin ár og nú sér fyrir endann á því í bili. Í sumar var sáð í nýjan […]

Dömu- og herrakvöld handknattleiksdeildar ÍBV

domukvo_ibv_hkd_ads

Handknattleiksdeild ÍBV býður Eyjamönnum til tveggja stórviðburða um næstu helgi þegar bæði dömu- og herrakvöld verða haldin í Golfskálanum – og ljóst er að stemningin verður eftir því! Fyrst á dagskrá er dömukvöld handboltans sem fer fram föstudagskvöldið 31. október. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:30. Veislustjóri verður Hrund Scheving. Einar Ágúst […]

Álfsnes væntanlegt úr slipp á sunnudag

Alfs IMG 6384

Sanddæluskipið Álfsnes er væntanlegt úr slipp í Reykjavík næstkomandi sunnudag eftir umfangsmeiri viðgerðir en upphaflega var gert ráð fyrir. Viðgerðir hófust eftir að skipið var tekið upp í slipp í Reykjavík, en í ljós kom að verkefnið væri umfangsmeira en áætlað hafði verið. Af þeim sökum hefur slippdvölin tekið lengri tíma en upphaflega var gert […]

Veturinn heilsar með viðvörunum

Fyrsti vetrardagur var síðastliðinn laugardag. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrstu lægð vetrarins en hún nálgast nú landið. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 28. okt. kl. 18:00 og gildir til kl. 12:00 á miðvikudag. Í viðvörunarorðum segir: Líkur á snjókomu eða […]

Jóhanna Jóhanns um föstur

Jóhanna Jóhannsdóttir hefur alla tíð verið haldin ástríðu fyrir hreyfingu, heilsu og vellíðan. Hún byrjaði ferilinn í jazzballett en áhuginn þróaðist fljótt yfir í alhliða líkamsrækt, líkamlega og andlega heilsu og kennslu. Þegar eróbikk var nýtt á Íslandi fann hún sína hillu og heillaðist af algjörlega, hún lærði hún eróbikk í bílskúrnum hjá Ingveldi Gyðu […]

Lokahóf fótboltans – verðlaunahafar og myndir

Lokahóf meistaraflokka ÍBV í fótbolta var haldið í gærkvöld. Þar var mikið um dýrðir og einstaklega góð stemning. Óskar Jósúa fór með veislustjórn og matur kvöldsins var í höndum Einsa Kalda. Það má með sanni segja að lokahóf knattspyrnudeildar hafi verið einstaklega skemmtilegt enda miklu að fagna. Veitt voru verðlaun fyrir árangur sumarsins en það […]

Framkvæmdir hafnar við Áshamar 77

þverblokk Ny Blokk 20251023 161956

Jarðvegsvinna er hafin við Áshamar 77 þar sem rísa mun nýtt fjölbýlishús með bílakjallara. Framkvæmdirnar eru í samræmi við nýlega samþykkta skipulagsbreytingu sem markar næsta skref í þróun íbúðabyggðarinnar við Hamarsskóla. Tillagan að breyttu deiliskipulagi fyrir Áshamar 75 og 77 var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í maí síðastliðnum og síðar staðfest af bæjarstjórn Vestmannaeyja. […]

Strákarnir unnu en stelpurnar töpuðu

Karlalið ÍBV tók á móti KA í áttundu umferð Olís deildar karla í Eyjum í dag. Leiknum lauk  með tveggja marka sigri Eyjamanna. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Eyjamenn þó alltaf skrefinu á undan. Staðan 18-17 í hálfleik.  Síðari hálfleikur spilaðist svipað og sá fyrri. Eyjamenn voru með forystuna allan leikinn og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.