Ha! Nei!, getur ekki verið!

„Ha nei!, ha nei!, getur ekki verið!“ endurtók vinningshafinn aftur og aftur eftir að hann sá vinningsmerkið við miðann sinn inn á lotto.is. Hann starði lengi á töluna við merkið – því hún gat varla verið dagsetning – en hann átti jafn erfitt með að trúa því að þetta væri raunveruleg vinningsupphæð sem hann hefði […]
Opinn fundur um veiðigjöld

Fátt brennur heitar á íbúum sveitarfélaga sem byggja allt sitt á sjávarútvegi en ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hækka veiðigjöld umtalsvert á bolfisk og uppsjávarfisk. Næstkomandi fimmtudag standa Eyjafréttir fyrir opnum fundi í Akóges um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra fengu boð á fundinn en þær hafa báðar tilkynnt um forföll. Einnig fengu allir þingmenn […]
Fullkominn björgunarhringur um borð í Herjólf

Áhöfn og starfsfólki Herjólfs ohf leggur mikla áherslu öryggi farþega og áhafnar í siglingum með Herjólfi. Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ítrekar mikilvægi öryggismála um borð. „Það er ekki aðeins lögð áhersla á að öryggisbúnaður um borð í skipinu standist gildandi lög, því Herjólfur vill vera öðrum fyrirmynd og þess vegna er meiri og betri […]
Hressó hættir – Eftirsjá en líka þakklæti

Það voru tímamót þegar Hressó lokaði eftir 30 ár á föstudaginn, 30. maí sl. Í þrjá áratugi hefur Líkamsræktarstöðin Hressó verið ein af stoðum samfélagsins í Eyjum. Hjartað í Hressó hefur verið frá upphafi systurnar Anna Dóra og Jóhanna Jóhannsdætur sem opnuðu Hressó á þrettándanum 1995. Þangað hafa þúsundir sótt líkamlegan og andlegan styrk og […]
Hádegisferðir Herjólfs falla niður

Vegna hvassviðris í Vestmannaeyjum falla niður ferðir kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Þar segir jafnframt að vindur eigi að fara minnkandi þegar líða tekur á […]
Ekki orðið sjóslys við Vestmannaeyjar í 23 ár

Geir Jón Þórisson – Minningarorð við minnisvarða drukknaðra og hrapaða á Sjómannadegi: „Ég vil óska öllum sjómönnum, fjölskyldum þeirra og öllum öðrum er mál mitt heyra, gleðilegan sjómannadag. Hér í Eyjum höfum við vanist því að gera þennan dag hátíðlegan og skemmtilegan og það skulum við ávallt hafa í heiðri,“ sagði Geir Jón Þórisson sem […]
Efla samstarf um menningarviðburði

Þann 30. maí sl. var samstarfssamningur milli Vestmannaeyjabæjar og Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja undirritaður í þeim tilgangi að efla samstarf milli þessara aðila, m.a. í tengslum við menningarviðburði á vegum sveitarfélagsins, s.s. Goslokahátið og Safnahelgi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu bæjaryfirvalda í Eyjum. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar og þær […]
Fólk hvatt til að ganga frá lausamunum

Lögreglan vakti athygli á því á facebook síðu sinni í dag að spáð er miklu hvassviðri á morgun 3. júní, með vindhviðum sem gætu farið yfir 25 metra á sekúndu þegar verst lætur. Hún biðlar til fólks að ganga frá lausamunum sem gætu farið af stað í rokinu. (meira…)
Ráðuneytinu gert að afhenda Eyjafréttum gögnin

Í liðinni viku kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í kæru Eyjafrétta vegna ákvörðunar umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um að synja beiðni ritstjóra Eyjafrétta um aðgang að gögnum. Í kærunni kom fram að umbeðnar upplýsingar séu frá fyrirtæki sem hafi einkaleyfi á grunnþjónustu á svæðinu og því vandséð að um sé að ræða viðkvæmar fjárhagsupplýsingar, […]
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi í Suðurkjördæmi

Í dag birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga þær að fylgi Sósíalistaflokks Íslands minnkar um rúmt prósentustig. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,1-1,2 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Nær 31% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag og hefur það hlutfall farið […]