Ha! Nei!, getur ekki verið!

lotto

„Ha nei!, ha nei!, getur ekki verið!“ endurtók vinningshafinn aftur og aftur eftir að hann sá vinningsmerkið við miðann sinn inn á lotto.is. Hann starði lengi á töluna við merkið – því hún gat varla verið dagsetning – en hann átti jafn erfitt með að trúa því að þetta væri raunveruleg vinningsupphæð sem hann hefði […]

Opinn fundur um veiðigjöld

Hofnin

Fátt brennur heitar á íbúum sveitarfélaga sem byggja allt sitt á sjávarútvegi en ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hækka veiðigjöld umtalsvert á bolfisk og uppsjávarfisk. Næstkomandi fimmtudag standa Eyjafréttir fyrir opnum fundi í Akóges um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra fengu boð á fundinn en þær hafa báðar tilkynnt um forföll. Einnig fengu allir þingmenn […]

Fullkominn björgunarhringur um borð í Herjólf

Bjorgunarhringur Afh Ads IMG 0318

Áhöfn og starfsfólki Herjólfs ohf leggur mikla áherslu öryggi farþega og áhafnar í siglingum með Herjólfi. Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ítrekar mikilvægi öryggismála um borð. „Það er ekki aðeins lögð áhersla á að öryggisbúnaður um borð í skipinu standist gildandi lög, því Herjólfur vill vera öðrum fyrirmynd og þess vegna er meiri og betri […]

Hressó hættir – Eftirsjá en líka þakklæti

Það voru tímamót þegar Hressó lokaði eftir 30 ár á föstudaginn, 30. maí sl. Í þrjá áratugi hefur Líkamsræktarstöðin Hressó verið ein af stoðum samfélagsins í Eyjum. Hjartað í Hressó hefur verið frá upphafi systurnar Anna Dóra og Jóhanna Jóhannsdætur sem opnuðu Hressó á þrettándanum 1995.  Þangað hafa þúsundir sótt líkamlegan og andlegan styrk og […]

Hádegisferðir Herjólfs falla niður

herjolfur_b-3.jpg

Vegna hvassviðris í Vestmannaeyjum falla niður ferðir kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Þar segir jafnframt að vindur eigi að fara minnkandi þegar líða tekur á […]

Ekki orðið sjóslys við Vestmannaeyjar í 23 ár

Geir Jón Þórisson – Minningarorð við minnisvarða drukknaðra og hrapaða á Sjómannadegi: „Ég vil óska öllum sjómönnum, fjölskyldum þeirra og öllum öðrum er mál mitt heyra, gleðilegan sjómannadag. Hér í Eyjum höfum við vanist því að gera þennan dag hátíðlegan og skemmtilegan og það skulum við ávallt hafa í heiðri,“ sagði Geir Jón Þórisson sem […]

Efla samstarf um menningarviðburði

Þann 30. maí sl. var samstarfssamningur milli Vestmannaeyjabæjar og Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja undirritaður í þeim tilgangi að efla samstarf milli þessara aðila, m.a. í tengslum við menningarviðburði á vegum sveitarfélagsins, s.s. Goslokahátið og Safnahelgi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu bæjaryfirvalda í Eyjum. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar og þær […]

Fólk hvatt til að ganga frá lausamunum

Lögreglan vakti athygli á því á facebook síðu sinni í dag að spáð er miklu hvassviðri á morgun 3. júní, með vindhviðum sem gætu farið yfir 25 metra á sekúndu þegar verst lætur. Hún biðlar til fólks að ganga frá lausamunum sem gætu farið af stað í rokinu. (meira…)

Ráðuneytinu gert að afhenda Eyjafréttum gögnin

Í liðinni viku kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í kæru Eyjafrétta vegna ákvörðunar umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um að synja beiðni ritstjóra Eyjafrétta um aðgang að gögnum. Í kærunni kom fram að umbeðnar upplýsingar séu frá fyrirtæki sem hafi einkaleyfi á grunnþjónustu á svæðinu og því vandséð að um sé að ræða viðkvæmar fjárhagsupplýsingar, […]

Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi í Suðurkjördæmi

Í dag birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga þær að fylgi Sósíalistaflokks Íslands minnkar um rúmt prósentustig. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,1-1,2 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Nær 31% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag og hefur það hlutfall farið […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.