Bærinn og GV semja

Í síðustu viku undirrituðu þau Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Sigursveinn Þórðarson, stjórnarformaður Gólfklúbbs Vestmannaeyja tveggja ára samstarfssamning milli klúbbsins og Vestmannaeyjabæjar. Frá þessu er greint á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar segir enn fremur að megináhersla með samningnum sé skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga undir leiðsögn vel menntaðra og hæfra leiðbeinenda, en jafnframt á keppnis- og […]
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1614. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir má þar helst nefna fyrri umræðu um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024, umræðu um samgöngumál og Eygló eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202501044 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 -Fyrri […]
Lúxushótel og baðlón á Nýja hrauninu tilbúið 2026 -2027

„Ástæðan er einföld, Vestmannaeyjar er einn fallegasti staður á jarðríki. Ég og Magga erum búin að vera viðloðandi Eyjarnar í um tíu ár. Við keyptum okkur hús við Búhamar og gerðum upp. Það hefur verið okkar annað heimili síðan,“ segir Kristján Gunnar Ríkharðsson oftast kenndur við fyrirtæki sitt, Skugga byggingarfélag sem hefur verið umfangsmikið í […]
Fóru 2490 sjómílur í rallinu

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir vorrall Hafrannsóknarstofnunar. Bæði Breki VE og Þórunn Sveinsdóttir VE tóku þátt í rallinu en því lauk hjá Vinnslustöðvar-skipunum um helgina, að því er segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar. Þetta hefur verið gert með sama hætti frá því árið 1985 og þannig fást sambærilegar upplýsingar um stofnstærð, aldurssamsetningu, fæðu, ástand […]
Erlend skip landa kolmunna í Eyjum

Norska uppsjávarskipið Eros er nú við löndun í Eyjum. Að sögn Páls Scheving Ingvarssonar, verksmiðjustjóra FES er um að ræða 1700 tonna kolmunnafarm sem landað er hjá Ísfélaginu. „Við erum að starta verksmiðjunni eftir töluverðar endurbætur og því gaman að sjá að hvernig þetta gengur,” segir hann. Þetta verður ekki eina erlenda skipið sem landar […]
Breytt áætlun vegna árshátíðar

Búið er að gefa út breytta siglingaáætlun Herjólfs nk. laugardag og sunnudag vegna árshátíðar starfsmanna. Laugardagur 22.mars 2025 Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00,14:30, 17:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08.15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15 Ef sigt er til/frá Þorlákshöfn eru brottfarir eftirfarandi: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 14:30 Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 […]
Ferðaþjónusta í Eyjum á mikið inni

„Af hverju Vestmannaeyjar? Svarið er einfalt. Þær eru einn fallegasti staður á landinu, með einstaka náttúrufegurð, sögu, menningu og fuglalíf. Einnig eru fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar í Eyjum svo sem siglingar um Eyjarnar, fallegasti golfvöllur landsins, Eldheimasafnið, einstakir matsölustaðir og margt fleira. Það kom ekki á óvart þegar Vestmannaeyjar voru valdar einn af mest spennandi áfangastöðum heims […]
Sjóvá sinnir þjónustuhlutverki sínu af metnaði

„Tryggingfélagið Sjóvá rekur 13 útibú um allt land, auk höfuðstöðvanna sem eru í Reykjavík. Við leggjum mikinn metnað í að sinna þjónustuhlutverki okkar með framúrskarandi hætti, þannig að viðskiptavinir okkar fái góða vernd í samræmi við þarfir þeirra, góða ráðgjöf byggða á þekkingu og snögga og örugga þjónustu ef þeir lenda í tjóni,“ segir Jóhann […]
Ítalskt kvöld á Einsa

Laugardaginn 22. mars verður sannkallað ítalskt skemmtikvöld ásamt ítalskri matarupplifun þar sem Einsi & hans fólk mun töfra fram ítalska rétti með ítölsku hráefni. Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson flytja ítölsk sönglög frá ýmsum tímum ásamt spjalli um sögu og uppruna þeirra. Það verður farið inn í heitar tilfinningar ítalskra vonbiðla, […]
Litla Mónakó – Íbúðaverð í Vestmannaeyjum rýkur upp

Svona gæti fyrirsögnin litið út í Vestmannaeyjum þegar að árið er gert upp, ef sagan endurtekur sig. Ekki ósvipuð fyrirsögn og Rúv birti í kjölfar mikils uppgangs fiskeldis á Vestfjörðum. „Viðskipti með íbúðir á Vestfjörðum hafa tekið kipp að undanförnu og er árleg velta hærri þar en á sambærilegum svæðum. Fasteignaverð á Vestfjörðum hefur jafnframt […]