Tónleikar Kórs Vídalínskirkju í Landakirkju

Sunnudaginn 8. júní nk. kl. 17:00 heldur Kór Vídalínskirkju úr Garðabæ tónleika í Landakirkju í Vestmannaeyjum.  Með á tónleikunum verður Kór Landakirkju og munu kórarnir syngja saman nokkur lög undir stjórn kórstjóranna, Jóhanns Baldvinssonar og Kitty Kovács.  Á efnisskránni verða þekkt íslensk kórlög, m.a. lög úr ferð kórsins til Ungverjalands síðastliðið sumar, en einnig nýrri lög […]

ÍBV og FH mætast í Eyjum

Heil umferð verður leikin í Bestu deild karla í dag á uppstigningardag. Í Eyjum mætast ÍBV og FH. Eyjamenn hafa átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum. Hafa ekki náð að landa sigri í fjórum síðustu leikjum í deildinni. FH-ingar hafa hins vegar verið að rétta úr kúttnum eftir erfiða byrjun. Eyjaliðið varð fyrir blóðtöku þegar […]

Sjómennskan í fjóra ættliði

Á sunnudaginn verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Af því tilefni tökum við nú púlsinn á sjómannslífinu. Rætt er við þá feðga Jón Atla Gunnarsson, skipstjóra á Gullberginu og Hákon Jónsson, stýrimann á Drangavík á fréttasíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir að stundum sé talað um að sjómennska sé fjölskylduarfur sem heldur áfram til næstu kynslóðar. Það á vissulega […]

„Stór áfangi náðist í dag”

Vidlagafj 280525 Fb Laxey

Í dag var greint frá því á stór áfangi hafi náðst hjá Laxey þegar steyptur var botninn í fyrsta fiskeldiskerið í áfanga 2 í Viðlagafjöru. „Þetta táknræna skref markar upphaf sýnilegrar uppbyggingar kerjanna, þó svo að vinna við áfangann hafi hafist snemma á þessu ári. Í hvert ker fara um 200 rúmmetrar af steypu og […]

Rafal myndar Vestmannaeyjar á einstakan hátt

Rafal Matuszczyk eða ,,Raff” eins og hann er kallaður flutti til Íslands árið 2016 frá Póllandi. Hann ákvað á sínum tíma að fylgja konu sinni Celenu Matuszczyk yfir til Íslands og hefja nýjan kafla hér á landi. Raff fékk vinnu hjá Steina og Olla og var þar með fyrsti útlendingurinn til að starfa hjá fyrirtækinu. Rafal og Celena hafa búið hér í Eyjum síðan […]

Fjölbreytt blað Eyjafrétta kemur út í dag

Í dag kemur blað Eyjafrétta út og er fjölbreytt að efni sem er helgað Sjómannadeginum á sunnudaginn. Mörg áhugaverð viðtöl við fjölda fólks sem á einn eða annan hátt tengjast sjó og sjómennsku. „Ég var borubrattur þegar ég mætti til Eyja um haustið með fullt rassgat af peningum inn á bók eftir fína afkomu á […]

Hneyksli í vali íþróttafréttamanna

Í blaði Eyjafrétta sem kemur út í dag „Inni í klefa datt allt í dúnalogn. Þannig vil ég hafa það, tökum á því og erum svo vinir,“ segir Sigurður um móralinn í liðinu og þann árangur sem þeir náðu. Í kjölfarið varð mesta hneyksli frá upphafi í vali íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2018. Þar var […]

ÞSV – Mörg tækifæri við sjóndeildarhringinn

Aðalfundur Þekkingarseturs Vestmannaeyja 2025; „Í fyrra flutti ég fyrstu skýrslu stjórnar úr þessum stóli. Þá lýsti ég því hvernig ég hafði tekið mér nokkra mánuði til að djúprýna starfsemi Þekkingarseturs Vestmannaeyja ásamt þeim tækifærum sem kynnu að standa frammi fyrir Vestmannaeyjum á sviði nýsköpunar og þróunar,“ sagði Tryggvi Hjaltason formaður Þekkingarsetursins á aðalfundi þess 16. […]

Leikskólastarfsmaður sendur í leyfi eftir að hafa slegið til barns

Yfir_eyjar_20200727_173620_TMS

Starfsmaður leikskóla í Vestmannaeyjum hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa slegið til barns. Frá þessu er greint á fréttavef RÚV í dag. Þar segir enn fremur að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku og er til meðferðar hjá deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála Vestmannabæjar sem og hjá mannauðsstjóra bæjarins. Haft er eftir […]

Leggja allt kapp á að leysa málið

ithrottam

Vestmannaeyjabær hefur sent frá sér tilkynningu vegna heilsuræktar við Íþróttamiðstöð. Þar segir að Vestmannaeyjabær hafi óskað eftir tilboðum í mars/apríl í uppbyggingu og rekstur nýrrar heilsuræktar við Íþróttamiðstöðina og óskaði jafnframt eftir tilboði í rekstur núverandi heilsuræktar þar til ný aðstaða verður tilbúin. Ósk um tilboð í rekstur núverandi heilsuræktar var til að tryggja að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.