�?að er vel við hæfi að taka til umfjöllunar hið blómlega starf sem unnið er í leikskólum Vestmannaeyjabæjar í framhaldi af því að dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur 6. febrúar s.l. Foreldrar þekkja mikilvægi þess að hafa góða leikskóla fyrir börnin sín og gera, eðlilega, um það miklar kröfur. Ef barn dvelst að jafnaði 6-8 tíma á dag í leikskóla, 5 daga vikurnnar í
11 mánuði á ári í 4 ár hefur það verið í 5- 7 þúsund klukkustundir í leikskólanum þegar náminu lýkur og barnið fer yfir á næsta skólastig. Á þessum árum þroskast barnið meira en á nokkrum öðrum tíma í lífi sínu. Hæfileikarnir til að læra og tileinka sér nýja þekkingu og hæfni eru ótrúlegir. �?etta segir okkur hve óendanlega mikilvægt starfið í leikskólunum er og hversu brýnt er að nýta allan þennan tíma vel því þar er grunnurinn lagður í samstarfi við heimilin. Á fundi fræðsluráðs í síðustu viku var sagt frá starfinu sem unnið er í leikskólum Vestmannaeyjabæjar og hvað gert er til að byggja undirstöður fyrir lestrar- og stærðfræðinám framtíðarinnar í samræmi við markmið Framtíðarsýnar Vestmannaeyja. Gott og
öflugt samstarf skóla og heimilis er sá þáttur sem styrkir skólana hvað mest í starfi sínu við að ná fram því besta hjá börnunum þannig að hvert og eitt þeirra njóti sín til fulls.