Dagana 17.-19. júlí eru 385 ár liðin frá Tyrkjaráninu. Í tilefni af því verður boðið upp á sögugöngu á morgun, fimmtudaginn 19. júlí, um slóðir Tyrkjaránsins sem lýkur með dagskrá við Skansinn. Sameinast verður í bíla við Safnahúsið kl. 18:00. Þeir sem tök hafa á eru vinsamlegast beðnir um að mæta þá og taka með sér farþega. Bílstjórum verður ekið að Brimurð að dagskrá lokinni til að sækja bíla sína.